Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1968, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1968, Blaðsíða 2
Þíjtur í skjánum Við ísliendingar erum ekki sérlega framsýnir að jafnaði. Þar er margt til vitnis, og með- al annairs höfu&staömrinn okkar, sem um nokkuð væri öðru vísi en hann er, ef menn heíðu iát- ið sig óra ofuriítið fyrir því, sem íramtíðin bar í skauti sínu. Stundum þarf jafnvel ekki svo ýkjamörg ár til þess, að bert verði, hvaða glappaskot hafa verið gerð, þegar stofnunum er valdnn sta&ur og þeim ákvarðað vaxtarrými eða götur lagðar. Við réðumst seint í byggingu hóskóia, en komumst innan tíð- ar að raun um hið sama og þær þjóðir, sem eiga aldagamla há- skóia, að háskólasvæðið hefur verið numið svo við nögl, að flýja verður á aðrar slóðir með byggángar. Lóðin var ekki við vöxt til neinnar frambúðar. Þjóðleikhúsið er hlálega sett, þar sem það er, og nú, um það bil tuttugu árum eftir vígslu þess, hefði engum vaxið í aug- um leikihúsferð, þótt það hefði verið til dæmis reist uppi á hæðunum ofan við Hlíðarn- ar, þar sem öllu hefði mátt haga eins og bezt gat farið í um- hverfi þess. Umferðarmiðstöðin er ný af nálinni, og flestum mun þegar orðið ljóst, að hana hiefði alls ekki átt að byggja, þar sem hún er, heldur miklu austar í bænum, trúlega heizt við vegamót innd undir Elliða- ám. Og enn er að heyra, að ráð- gerð sé ráðhúsbygging í Reykja víkurtjörn, af því að menm eru svo bundnir við gamla tímann, að þeáim finnst sem flest þurfa að vera niðri í þessari einu kvos, þar sem bærinm var eitt simn all- uir. Em vonandi afstýrir þó ham- in.gjan því flani. Á svipaðan hátt og menn sjá undraskaimmt, þegar ráðizt er i stórbygginigar, jafnvel þær, sem brátt er sýnt, að auka þurfi við, er þvi iðulega of sednt gaumur gefínn, að ekki er heppilegt að saxa hvern biett í sundur í bygg- ingarlóðir eða svokölluð at- hafnasvæði. Botrg þarf að eiga innan marka sinna staði, sem íriðheigir eru og ekki verða reist á mannvirki önnur en þau, sem þjóna því markmdði að gera aðlaðandi til hvíldar. Tjarnar- garðann höfum við, og er það vafalaust því að þakka, hve þar er láglent, erfitt um framræslu og óhaganiegt að byggja. Klamibratúnið, sem nú má iík- iega helzt ekki nefna þvi góða nafná, bjargast að líkindum úr þessu. En norðurblíð Fossvogs- dalsins hefur verið fórnað, og sjórinn við sumarbaðstaðinn við Nauthólsvik er orðinn forar- veita, sem ekkd er sómasamlegt að fólk syndi í. Lægðin með- fram Eiliðaánum mun fyrirsjá- anlega sæta sömu öriögum og Fossvogsdaiurinn. Ljóst má vera, að fækka fer um þá staði, sem til útivistar eru fallnir á sumrin, að minnsta kosti í þeirri nálægð, er vel hentar. Því miður virðist ekki ríkja mikil fyrirhyggja í þessu efni. Að minnsta kosti bóiar ekki á því, að reynt sé að bjarga þvi, sem bjairgað verður. Þeir staðir, sem þó eru enn ósnortn- ir, svo að segja, geta gengið O'kkur úir greipu-m óðar en var- ir. Og þá er komið að því, sem átti að vera mergur máisins: Enn mætti koma í veg fyrir, að Viðey lendi i gini úlfsins — sveJgnum, sem sækár á að gleypa hvern blett. Hún hefur iegáð í eyði um alliangt skeið, og enginn hefur kært sig um að hefja þar mannvárkjagerð. En nú er þetta að breytast. Með til- komu Sundahafnarinnar kvað ailt í ein.u hafa færzt það lif í tuskurnar, að aBs konar fyrir- tæki vilja festa sér þar lönd og lóðir. Það má vel vera, að sáikt geti orðið þeim hagfellt í fram- tiðinni, en einhvern veginn finnst manni, að vöruskemmum, olíugeymum og fiskimjölsverk- smiðjum eða hvað það er, sem í huga er haft, hljóti að mega koma annars staðar fyrir með góðu móti. Viðey ættu bæjarbú- ar að eiga í sameiningu. Þaíjg- að mætti hafa bátsferðir þann tíma ársins, er fólk leitaði þangað sér til hvíldar og hress- ingar, rétt eins og sfcrætisvagn- ar ganga hverfa á m-illi. Þar hreinsa straumar sjóinn, svo að þar mætti baðstaður koma í stað Nauthólsvíkurininar, sem aldrei framar verður boðleg — að öðrum kosti verður hvengi völ á sjóbaðstað nema þá úti á Álftanesi, sem ætti að verða griðland fugla, að minnsta kosii utan vert, eða þá eimhvers stað- ar uppi í Mosfellssveit eða á Kjalarnesi. Og þangað er nokk- uð langt að leita. Eins, og kunnugt er hefur Reykjavikurbær fest kaup á sjálfri Viðeyjarstofu og nokkr. um skika í grennd við hana. Að öðru leyti er eyjan opin til innrasar. Verði látið við svo bú- ið standa öllu lengur, glötum við því tækifæri, sem enn býðst til þess, að vinna því fólki, sem' Reykj-avik byggir á komandi tímum, hið þægasta ve-rk. Með tómáæti og sinnuleysi látum við okkur það úr greipum ganga. Og það kemur aldrei áftur. J.H. 7 94 llMINti - SUNNUDAG8BLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.