Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1968, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1968, Blaðsíða 14
itr. Hamrafjöll eru tíl sjávar bej:gja vegna, Gjögrafjall að vest- an, en HnjáfjaU að austan, og aldrei fær leið me'ð sjó, því að brimið nagar rætur fjalla, svo að snarbrattar skriður verða, hamr- ar og hengiflug til hábrúna. Víkin sjálf er lítið afdrep í brimi. Bær- inn stendur á allháum og snar- bröttum sjávarbakka fyrir víkur- botni. Inn frá bænum gengur þröngur dalur með bröttum hlíð- um og mjóum dalbotni, nálægt fimm kílómetra langur. Þarna er snjóþungt og sumarið skammt, en víða kemur jörð græn undan snjó, og fer þegar að spretta. Ekki varð sjór sóttur frá Kefla- vík nema í logni og ládeyðu. En þó var sjórinn drýgsta björgin. Þar var skammsótt í fenginn, fugl og fisk, sel og hákarl En pað liðu mánuðir, einkum á vetrum, svo að ekki var samband við aðra menn. Helzt komu sæfarendur, einkum selamenn á vorin. Landteiðir voru tvær til bæja, og hvor þeirra ná- lægt tveggja tíma gangur. Leiðin að Látrum á Látraströnd lá um fjallaskarð vestur úr dalbotninum, eigi nema fimm hundruð metra yfir sjó, en mjög snjóþung. Sagn- ii voru um, að þar hefðu farizt menn í snjóflóðum. Leiðin að Botni i Þorgeirsfirði var miklu bærri og lá í bratta yfir hamra- brúnum og um hömrótt daladrag að fara á hafjaitinu. Þetta var messuleiðin. Á hábrúninni, Kefla- víkurmegin, er klettur, sem nefn- ist Messuklettur. Þar var gamall siður að stanza og biðjast fyrir, áður en lagt var á háskaleiðina yf- ir háfjallið, »g gjalda þar -guði þakkir við Messuklett á heimleið, þegar sloppið var úr háskanum. Þess minnist Sigmundur, að eitt sinn fór Geirfinnur bóndi með dætur sínar til messu, hafði sjálf- ur mikinn broddstaf »g mann- bordda og stúlkurnar í bandi. ! Keflavík dvaldist Sigmundur í níu ár, og var átján vetra, þegar þaðan var flutt. Sigmundur minn- ist þar ljúfra æskudaga og bjartra vornótta, ekki síður en örðugleika og einangrunar. Veður gátu orðið hörð í Kefla- vlk, einkum af vestri. Eitt slíkt veður varð til þes, að býlið var yfirgefið og féll úr byggð. Að áliðnum vetri fór Geirfinn- ur bóndi inn að Látrum. Asa- hláka var af suðvestri, svo að snjóa leysti til háfjalla og foss- andi lækir féllu niður hlíðar. Snögglega brast á ofsalegur frost- stormur af vestri. Veðrið reif upp þítt hjarnið á fjaltinu, sem fraus og varð að sárbeittum nálum. Það reif upp möl og grjót, setn þíð- viðrið hafði losað af auðum mel- um úr dalbrúnunum. Þessi ís- og grjóthríð gekk snögglega yfir dal- inn. Drengirnir gátu með naum- indum komið fénu í hús. Geirfinnur kom heim að morgni næsta dags, og var þá veðrinu slotað. Svartir skaflar af ísnálum, möl og grjóti voru um allt túnið. Geirfinnur taldi, að túnið myndi verða ósláandi næsta vor. Brott- för var ráðin. Fólkið allt fluttist að Botni í Þorgeirsfirði næsta vor. Síðan hefur ekki verið byggð í Keflavík. m. Sigmundur var nú aftur kom- inn í þéttbýli Fjarðanna. Svipumst þar um með honum. Firðirnir eru tveir, báðir grafnir af skriðjöklum ísaldar, og eru jökulýtuhlössin enn sýnileg og skapa landkosti. Þor- geirsfjörður er vestar. Þar er jök- ulýtan sem rif fyrir fjarðarmynni, og svo lygnt og djúpt innar, að þar eru ágætar lendingar. Þrír bæir eru í Þorgeirsfirði. Botn og Þönglabakki eru við sjó og gott útræði frá báðum. Hóll er hinn þriðji — inni í dalnum. Láglent nes er yzt á milli fjarð- anna og tengir saman undirlendi þeirra. Þorgeirsfjarðardalurinn er þröngur og engjafár. I Hvalvatns- fi<rði er jökulýtan forna fyrir fjarð- arbotni, en Hvalvatn fyrir ofan. Dalurinn hækkar hægt og réttir frá sér gil og skörð til beggja handa, þegar innar kemur, og heit ir hið hæsta Leirdalsheiði. Það er löng óbyggð og opið niður hjá Giýtubakka í Höfðahverfi. Vatns- mikil á hefur fyllt Hvalvatn iiun- anvert og myndað miklar engjar, og er fjarðardalurinn búsældar- legur. Þar voru sjö bæir lengst- um í byggð: Eyri, Brekka, Tind- riðastaðir, Þverá, Kussungsstaðir og Gil vestan ár, en Kaðalstaðir að austan. Keflavík var ellefti bær inn í Þönglabakkasókn. Skammt og greiðfært mátti heita milli allra fjarðabæja nema að GiU. Það fór í eyði um aldamótin. Frjósamlegt var í Fjörðum og allt grasi vafið. Þar var sumarfrítt. Tröllslegir tindar með tröllanöfnum vörðuðu byggðina, svo sem Háa-Þ6ra, og Lága-Þóra, Lútur og Darri, Hnjá- fjali, Hnausafjall og Bjarnarfjall. Um aldamótin voru um hundrað manns í Fjörðum. Það var ofset- ið til pess, að aliir mættu lifa á búnaði. Hins vegar var útræði frá Botni og Þönglabakka. Menn gengu að heiman til róðra af flest- um bæjum úr báðum fjörðum. Þegar Keflavíkurfólkið kom aft- ur í Fjörðinn, var hafin vélbáta- útgerð frá Botni, og áttu aðfluttir menn bátana. Hinum miklu afla- mönnum, Jörundarsonum frá Hrís ey, þótti þar vænlegt til veiða. og gerði Guðmundur þaðan út um hríð. Þá voru tveir menn um út- gerð frá Botni. Hið þriðja útgerð- arfélag var þar einnig. Þá barst oft mikill afli á land, og mikið verk að gera að aflanum. Geirfinn- ur Magnússon stundaði búskapinn í Botni, en hinir yngri menn unnu við útgerðina. Guðný Jónsdóttir frá Skeri á Látraströnd var mat- selja hjá einu útgerðarfélaginu. Kynni tókust með þeim Sigmundi, og giftust þau síðan. Bjarni Gunnarsson og Inga Jó- hannesdóttir frá Kussungsstöðum bjuggu nú á Steindyrum á Látra- strönd, og réðist Óli Hjálmarsson til þeirra vinnumaður. Um vetur- inn fórst Bjarni í selaróðri, ásamt tveim mönnum öðrum. Óli tók að sér ekkjuna og börnin, og giftust þau síðan. Þau fluttust til Fjarða og bjuggu um tveggja ára skeið á Þverá. Þar voru þau síðust bú- enda, en vorið 1913 fiuttust pau í fjölbýlið á Botni. Það var augljóst, að allt of þröngt var um fóikið í Fjörðum, þótt sjávargagn væri þar mikið. Vorið 1914 losnuðu Básar í Gríms- ey úr ábúð. Þeir bræður, Sigmund ur og Óli, voru báðir nýlega kvænt ir »g fengu nú ábúð á Básúm. Sigmundur var þá 20 ára, er hann yfirgaf heimabyggð sína. Ýmsir hyggja, að dauflegt muni hafa verið þar, einmanalegt og af- skekkt. En Sigmundur telur, að þar muni hafa verið mikið menn- ingarlíf og myndarlegt fólk, at- hafnasamt »g vel að sér. Séra Árni í Grenivík stofnaði þar lestrarfé- lag og gaf út sveitarblað. Ýmsan félagsskap hafði fólkið með sér tU gagns og gamans. Fyrir daga Sig- mundar hafði séra Jón ReykjaUn lengi verið prestur á Þönglabakka. Sigmundur man hann -gamlan og farlama og þó glaðværan. Jóhann- es, ðonur hans, bjó á Kussungs- 806 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.