Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1968, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1968, Blaðsíða 19
í sárri fátækt. Matthías skáld tók nafna sinn í fóstur, og ólst hann upp á því mikla menningarheim- ili og var kostaður í skóla. Hann gerðist fyrst prestur á Helgastöð- um í Reykjadal, þá ungur að ár- um. Hann var eini aðflutti mað- urinn, sem tekinn var inn í hinn þrönga hring Huldufélagsmanna. Það sýnir bæði frjálslyndi hans og traust það, sem Þingeyingar báru til hans. En Þingeyingum átti þó ekki að auðnast að njóta hans. Mjög sterk bindindisalda fór um héraðið. Séra Matthías var nokkuð vínhneigður á tímabili og hinn mesti gleðimaður og glæsimenni. Hann var kærður fyrir ofdrykkju. Séra Hallgrímur Sveinsson var þá biskup og þótti mjög strangur og siðavandur. Hann gerði Matthíasi tvo kosti: Að láta af prestskap eða taka við Grímsey vorið 1896, en áður hafði séra Pétur sagt af sér. Þetta átti að vera hegning, en varð bæði prestinum og Grímsey- ingum til hinnar mestu gæfu. Séra Matthías var þrestur í Grímsey fram yfir 1940. Sigmund og Þór- eyju brestur orð til að lofa séra Matthías og konu hans, Guðnýju Guðmundsdóttur, sem þau vildu. Hann lét nú af vínnautn og var þó hinn' mesti hrókur fagnaðar ög gleðimaður, þúaði alla, en það þótti þá einstakt meðal presta. Hann var heimilisvinur á hverjum bæ. „Hann fermdi mig,“ segir Þór- ey. „Mér fannst enginn prestur nema hann. Ég gladdist mjög, þeg ar ég gat náð í hann til þess að skira hjá mér ýngsta barnið hér á Húsavík.“ Séra Matthías kom með kýr, en þar höfðu aldrei verið kýr frá því stjórnarkýrnar voru felldar 1863. Aðrir fengu síðar kýr. Þeim fjölg- aði hægt og hægt. Kúaeldið gerði aukna túnrækt óhjákvæmilega nauðsyn. Séra Matthías átti fjölda barna, og preststekjur hans voru rýrar. Hann varð að starfa og deila kjörum með öðrum Grímseying- um. , Maður er nefndur Williard Fiske, bandarískur auðmaður og fræðimaður, sem ferðaðist um hér á landi fyyir aldamótin. Hann gaf Grímseyingum stórar gjafir. Mann töfl voru gefin á hvert heimili, mjög vönduð, og sum þedrra tal- in listasmíði, og gott bókasafn, sem varð sameign eyjaskeggja. Þá gaf hann mikla fjárupphæð, sem standa skyldi með óskertum höf- T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ Þórey Sigmundsdóttir. uðstól, en meginhluti vaxtanna skyldi varið til viðhalds bókasafn- inu og tU þess að stofna mat- vælaforðabúr í Grímsey. Séra Matt- hías stóð fyrir allri stjórn og fram- kvæmdum sjóðsins. Matvælaforði var keyptur á hausti hverju, og gátu bændur fengið lánað af hon- um á vetrum, gegn þvi að skila að vori eða greiða andvirðið. Þetta varð til hins mesta hagræðis og öryggis. VIII. Grímseyingar verzluðu að fornu fari mest við Húsavík. Þangað var stytzt leið á verzlunarstað og venju lega auðvelt að tvískipta leiðinni og liggja yfir nótt við Flatey. Áð- ur fyrr önnuðust Grímseyingar sjálfir oftast samband við land og áttu oft stórt skip saman. Það var kallað eyjarskipið. Margar sagnir geyma annálar af miklum mann- sköðum úr Grímsey. Þegar athug- að er fámenni eyjarinnar, hafa mannskaðar á sjó orðið þar miklu skaðvænni en í nokkrum öðrum landshluta, stundum hafa nær all- h menn á starfsaldri farizt. En hugarstríð eyjabúa gat einnig orð- ið erfitt, ef eyjarskipið tepptist í landi fyrir illviðri, oft vikum sam- an, svo að enginn gat vitað, hvort það kæmi nokkurn tíma með björg ina, sem það var að sækja. Árið 1833 fór Árni bóndi i Sand- vík út í franska skútu ásamt eyjar- presti, sem skyldi vera túlkur, og var erindið að fá meðöl handa fár- sjúkri konu. Meðan þeir voru úti í skipi, hvesti svo að bát þeirra sleit frá, og komust þeir ekki í land. Skipið rak vestur í haf og barst lokst allt undir Grænland. Eftir mikla hrakninga náði skip- ið Súgandafirði og setti Grímsey- inga þar á land. Þeir gengu síð- an um þvera Vestfirði og vestur- sýslur til Dalvíkur og fengu par bát til eyjar. Fleiri áreiðanlegar sagnir eru til um það. að svo fljótt brimar við Grimsey, að ekki verður fært þar í land af legunni og verður að snúa til meginlands- ins. Frá slíku veðri verður sagt í Eiríksþætti. Annálar greina frá hörmulegu manntjóni á 18. öld. 1727 fórust 27 menn, 1738 fórust sex menn, og 1769 voru þrír skipstapar og fátt dugandi manna eftir i eyj- unni. Stórsóttir heimsóttu einnig Grímsey. Þrjátíu og þrír Grims- eyingar dóu í stórubólu. Það má undarlegt teljast, að Grímseyingar skyldu jafnan fá nýja menn úr landj eftir slík afhroð. En menn vissu aldrei til, að hungurdauði hefði orðið í Grímsey frekar en í Breiðafjarðareyjum. Móðan 1783 komst þó til Grímseyjar og skemmdi þar gróður. Sagnir úr landsveitum benda til, að útsveit irnar, þar sem bezt var til afla- fanga, yrðu mesta bjargræðið. Sagnir herma, að full þrjú hundr- uð manns hafi flúið úr landi hung- urvorið 1784 og bjargazt i Gríms- ey- Ekki urðu' skipskaðar úr Gríms- ey, árin sem Sigmundur dvaldist þar. Seinni árin komu vélbátar til milliferða. Húsavíkurverzlun, sem hafði haft þar verzlun frá því fyr- ir 1890, keypti fiskinn og - seldi nauðsynjar og annaðist flutninga til og frá eynni. Þetta var hin harð- asta einokun. Grímseyingar fengu lægra verð fyrir fisk sinn en aðr- ir, og verzlunin lagði óvægilegt flutningagjald á vöruna. IX. Sigmundur og fólk hans undi vel lífinu í Grímsey og minnist margs þaðan með söknuði. En ein- angrun eyjarinnar frá umheimin- um var erfið og varði oft. allan vet- urinn. Erfiðast var þetta þó, þeg- ar hafísar lögðust að eynni. Vet- urinn 1917—1918 var langmesti ísavetur aldarinnar. ísinn kom jóla Framhald á 814. síðu. 811

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.