Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1968, Blaðsíða 16
mannabyggða. Endalaust úthafið
girðir meginhluta sjónbaugs. Sól-
in hverfur þar ekki vikum sam-
an, strýkur hafsbrúnina langa
stund hverja nótt, gyllir bárufald-
ana og varpar kynjamyndum með
purpuralitum á hæðirnar á eynni
og fjarlæg fjöll. í skammdeginu
hverfur hún þó aldrei að fullu.
V.
Þegar Grímseyjarför þeirra
bræðra var ráðin veturinn 1914,
fengu þeir smíðað nýtt fjögurra
manna far. Bönd og- kjölur voru
úr rekaviði. en borðviðir norskir.
Lagt var af stað snemma í maí.
Fólkið, sem fluttist, var Sigmund-
ur og Guðn>’, kona hans, og Þór-
ey, dóttir þeirra, hálfs árs, Óli
Hjáltnarson, rösklega þrítugur, og
kona hans, Inga Jóhannesdóttir,
tæplega fertug, og fjögur börn
hennar af fyrra hjónabandi, hið
elzta nýlega- fermt. Þetta var sam-
stæður hópur, eins og ein fjöl-
skylda.
Bústofninn var ein kýr og tutt-
ugu ær. Eftir fregnum mundi ekki
hægt að hevja handa fleiri skepn-
um á Básum. Lítill véibátur var
fenginn til að flytja bústofn og
búslóð. Ærnar báru fyrstu dagana.
sem dvalizt var í eynni. Það var
unnið á túnið, malað gamalt tað,
en taðkvörn hafði ekki áður kom-
ið til Grímseyjar Báðir voru þeir
bræður vanir sjómenn og sáu
fljótt, að ötul sjósókn var vissasta
lífsbjörgin. Grímseyingar. sem fyr
ir voru, töldu bjargið vissast til
bjargar, og þorðu bræðurnir ekki
að sleppa bjargferðum. Hvorugur
þeirra hafði áður sigið í bjarg.
Þeir fengu trausta festi og vanan
sigmann. Fyrsta bjargferðin var
farin úr miðjum maímánuði, og
sigið eftir eggjum. í þessari fyrstu
ferð voru mest tekin skegluegg og
svartfuglsegg, en fýlseggjunum
hlíft. Önnur eggjaferðin var -far-
in viku síðar. Margt af fugli var
þar nýorpið. og margt verpti í
annað sinn, ef undan var tekið.
í setnna eggjasiginu voru ekki tek-
in skegluegg. Bjargsigi hefur oft
verið lýst á prenti, og skal því
sleppt hér. En sex þurfti á brún
að gæta festar.
Varp var einnig á víð og dreif
um alla eyjuna, bæði kríu og æð-
arfugla. Þetta varp var einnig hirt.
AUs fengust fimm til sex þúsund
egg á Básum á vori, þegar bezt
lét. Eftir seinna varpsig var far-
in eggjaferð til Akureyrar. Áður
þurfti að skyggna eggin. Aðeins ó-
stropuð egg voru seld, hin voru
etin heima. Gamalt verð á eggj-
um var: Fimm aurar skegluegg,
tíu aurar svartfuglsegg og þrír
aurar kríuegg. En eggjaverðið
hækkaði á fyrri stríðsárunum.
Næsta bjargferð var farin fjór-
tán vikur af sumri. Þá var skeglu-
unginn kominn að því að fljúga.
Átján vikur af sumri var sigið eft-
ir fýlunga. Til þess að ná ungan-
um, var höfð snara úr hvalskíði,
sem smeygt var yfir höfuð hans.
Þegar hann fór að hreyfa sig,
dróst snaran saman að hálsi hans.
Tvö-til þrjú þúsund skegluungar
fengust oft á vori hverju á Bás-
um, og á fyrri árum oft fjórtán
Skegluungar voru á stærð við
rjúpu, frekar minni, og þóttu á-
gætir til átu. Lundi var aldrei tek-
inn í holu, en allmikið veiddúr í
háf. Helzt veiddist í háf, þegar
stormur var, enda meira sinnt,
þegar ekki var sjóveður, Mesta
veiði á dag var þrjú hundruð lund-
ar á mann. Síðar mun sagt frá
svartfuglaveiði.
Við spyrjum Sigmund um mann
tjón í bjarginu. Við höfum áður
lesið, að séra Jón Norðmann, sem
var prestur í Grímsey fyrir miðja
19. öld, hafi talið, að maður fær-
ist í bjarginu til jafnaðar þriðja
hvert ár. Sigmundur hefur aðeins
sagnir af þrem mönnum, sem fór-
ust í bjarginu síðustu hundrað ár-
in. Fyrir aldamótin fórst maður,
sem Baldvin hét, og kann Sigmund
ur ekki að greina frá atburðum.
Skömmu áður en Sigmundur kom
í eyna, rotaðist Kristján Friðriks-
son af steinhöggi. Sonur séra Matt
híasar Eggertssonar, Williard
Fiske, fórst árið 1924. Hann var á
gangi upp gjá í bjarglnu og styrkti
sig á handfesti, þegar á hann
hrundi rnikil grjótfylla og varð
honum að bana. Enginn þessara
manna mun hafa farizt í bjarg-
sigi. Sigmundur telur, að hin tíðu
slys áður fyrr muni hafa stafað af
lélegum festum.
Sigmundur telur, að betur hefði
borgað sig að stunda meira sjó-
inn í Grímsey, en minna bjargsig
ið og, fuglaveiðarnar, og fóru þær
minnkandi á hans dögum.
Fuglabjargið er merkilegt nátt-
úrufyrirbrigði. Bæði heimamenn
og fræðimenn telja fuglamergð-
ina við Grímsey skipta hundruð-
um þúsunda, ef til vill milljónum.
Bjargið er samfélag eins og mill-
jónaiborg, íbúar af margs ' konar
þjóðernum, og gengur hver þjó'ð
í sínum þjóðbúningi. Þar eru dökk
ir svartfuglar, álkur, stuttnefjur
og langvíur. Þar eru hvítir fýlar
og skeglur, og skrautbúnir lund-
ar sitja þar eins og prófastar, sem
predika yfir lýðnum. Þar eru ið-
andi ský blaktandi vængja, hríð
af fjaðrafoki um björg og brúnir.
Mikillega er látið, óp og eggjan
og orðagjálfuir, en allt er þó raun-
ar í friði. enginn ýtir öðrum af
stalli. Ef móðir fellur frá, er set-
ið á eggi eða unginn mataður.
En þjóðríki fuglanna í Grímsey
er meira en Bjargið — þar eru
þorp og dreifbýli. Mávar og kríur
verpa út um alla eyna. og æðar-
fugl hér og þar. Það er eins og
þéttbýli í sveit. Norður hjá Bás-
um verþir haftyrðill í skriðu einni,
hinni sömu frá því menn fyrst
vita, og aldrei annars staðar. Þar
er eini varpstaður hans við ísland.
Haftyrðill er friðaður fugl, bæði
fuglinn og eggin, og er friðunar-
innar vandlega gætt Hann er há-
norrænn fugl, sem verpir í mikl-
um grúa í hömrum milli jökla á
Grænlandi. Sigmundur telur
miklu meira hafi borið á haftyrðl-
inum hér á vetrum en sem svarar
uppeldinu hjá honum á Básum.
Munu það hafa verið grænlenzkir
vetrargestir.
Súluvarp er norðan við Bása, og
komust upp allniargir súluungar.
Ekki var þessi stóri fugl talinn til
arðs. Básamönnum þótti súluung-
inn ekki ljúffengur.
Ekki var sopið kálið. þótt komið
væri í ausuna, þegar fuglinn var
kominn heim. Það er gríðarmikið
verk að reyta fuglinn, hreinsa
skrokkana og síðan salta í tunnur
og reykja. Dúnninn þurfti líka
mikla 'hirðingu. Verðmestur var
æðardúnninn, en þar næst dúnn
af lunda og' skeglu. Dúnninn var
seldur í land, og munaði töluvert
um þann gjaldeyri. Fýlungafiðríð
var alltaf vandræðavara. Það. losn-
aði aldrei að fullu við lýsislyktina,
en seldist þó. Sigmundur minnist
þess, að hann var beðinn um dún
í rúm handa efnuðum brúð'hjónum
á Akureyri. Hann hafði nóg af æð~
ardún í yfirsængur, lundadún í
svæfla og kodda, en ekki nema
fýlungafiður í undirsæng. Hann var
tekinn, marghitaður í potti og í
hann var borin einhver ilmefni.
. Heyskapur var örðugur í Básum.
803
I I M I N N — SUNNUDAGSBLAB