Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1968, Blaðsíða 7
svo þungar í svona veðri, a'ð þær
lofta sér varla, rigninigin frýs á -
þeim jafnóðum11.
Kalmanstunga hefur ævMega
verið mikil sauðf j árræktarj örð.
Kristðfer lætur ekki aðra segja
sér, hvernig hann eigi að hlynna að
fénu, og segist ekki rýja fyrr en
féð sé tekið af fjalli. Hann losar
þó um ullina að vorinu, þannig að
féð hefti sig efeki í henni yfir J
sumarið. Hann segir, að ull sé nú
lítils virði og illseljanleg og betra
að fá einu eða tveimur kílóum
meira af kjöti af lambinu. En lendii
nýrúin ær í hreti getur hún gelzt
og hætt að mjólka lamibinu, sem
þá verður rýrt.
Og Kristófer finnst ítala stór-
skynsamleg, það er að segja tak-
mörkun sauðfjár og hrossa sam-
ikvæmf vísindalegum útreikning
um á beitarþoli landsins. „Eins og
Iþað sé ekki betra áð eiga eina rollu
feita en tvær magrar“ segir hann,
og telur bændur sízt hafa hag af
ofbeit. Hún sé rányrkja og ekkert
annað.
Hann er einn af fáum fjárbænd-
um, sem unna skógrækt. „Hákon
skógræktarstjóri segir bölvuð roll
an, Halldór búnaðarmálastjóri
bölvuð birkitrén. Báðir eru þeir
snillingar, það vantar ekki. En
sauðfé og skógrækt geta vel fari«
saman. Þarf bara góðar girðingar
ó milli“.
Auk skógarhlíðanna, sem fyrr
voru nefndar, hefur hann gert
stóra skógargirðingu á grundinni
neðan við bæ sinn. Þar var land-
ið fardð að blása upp, moldarflög
sóttu að rytjulegu kjarri, en nú
hefur engin sauðkind komizt
þangað inn í þrettán ár. Enda er
gróðursældin ótrúleg. Sjónvarp-
ið ætti að senda memn til áð taka
myndir af landinu innan og utan
girðingair. Það yrði fínt efni í áróð-
urSþátt fyrir landgræðslu.
„Margiir hefðu ekki viljað taka
Jand undir skógar.girðingu svo
nærri bænum“ segir hann, „kosið
að hafa hér haga eða tún, en það
er svo mdkils virði að geta komizt
hingað hvenær sem er. Hér líður
mér alltaf vel. Við göngum oft
hingað, við Túlla“.
Túlla er fíngerð kaupmiannsdótt
ir, sem hann heillaði úr Reykjavík
upp í fjöllin, þegar þau voru bæði
umg, og kvæntist henni á reiðföt-
um. Hún hefur búið hónum fallegt
heimili og aldrei lagt til stroks.
Hún var orðin stúdent og kom-
í Surtshelli.
in í lyfjafræðinám. „Ég hefði átt
að leyfa henmi að ljúka þvi, það
sá ég seimna“, segir hann af þeirri
einlægni, sem gerir hann svo
skemmtilegan“ en ég var alltof
bráðlátuir“.
Túlla hefur fallegan blómagarð
heima við húsið, en þau flytja allt,
sem þar verður afgangs niður I
skógargirðinguna, og það er fljótt
að sá út frá sér. Þegar gróðurinn
fær að vera í firiði fyrir beit, þá
er eins og svífi þangað alls kon-
ar fræ og leiti griða. í gær fann
Túlla hér bláklukku. Hún hefur
efeki þekkzt f landareigminmi fyrr.
Imnan girðingarinnar eru enn
nokkriir melar og sandar. Hann
stráir vingulfræi á melana, það er
ódýrt og bindur vel. f sandinn
þarf melgras. Nokkrar þúfur eru
farnar að myndast. Meigrasið er
hátt, nær hinum stóra Kristófer í
mjöðm, og um leið og hann geng-
ur framhjá strýkur hann öxin f
lófa sér og sbráir þeim á dauöan
sandinn. Hinn græðandi landvætt-
ur, þarna er hann.
Og hann vill halda áfram og
rækta upp svarta auðnina í átt að
jöklunum. Mikið verk, en kannski
ekki ókleift.
„Þegar óg verð tvö hundruð ára,
verða jöklamir bræddir með kjarn
orku og græddir lika. Heyrðu, er
það annars ekki merkilegt hvað
sumu fólki dettur einkennilega lít-
ið í hug. Næst, þegar þú kemur,
skaltu fá brenmivín og hangikjöt i
morgunmat og svo förum við í
jeppa upp á Strútinn að skoða
landareignina“.
Inga.
★
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
799