Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1968, Blaðsíða 15
stöðum frá 1875 og fram yfir alda
mót. Börn hans voru fjöldamörg
og ung um aldamótin og settu svip
á félagslífið. Þær Kussungsstaða-
systur voru víðkunnar fyrir at-
gervi og glæsileik. Meðal Kus-
ungsstaðasystkina voru Valgerður
á Lómatjörn, Hálfdánía í Hraun-
koti, Sigríður, kona Sæmundar
skipstjóra, Guðrún, kona Snorra
Sigfússonar skólastjóra. Enn eru
á lífi Inga, sem hér er sagt frá,
og Árni bóndi á Þverá í Eyjafirði.
Páll Melsteð, sagnfræðingur
minnist séra Jóns Reykjalíns á
Þönglabakka í endurminningum
sínum. Þeir voru skólabræður á
Bessastöðum, og dáir Páll Reykja-
lín einkum fyrir söng hans, fjör
og gleði. Þetta fylgdi mörgum niðj
um hans.
Síðasti prestur á Þöhgulbakka
var Sigurður Jónsson (1892—1902)
síðar á Lundi í Lundareykjadal.
Kona hans, Metta Guðrún, var
bróðurdóttir Hallgríms biskups
Sveinssonar og alin upp við há-
stéttarháttu í Reykjavík. En bæði
þau hjón undu vel hag sínum og
sömdu sig að staðháttum þessarar
afskekktu sveitar.
Hér er eigi rúm til að minnast
margra fleiri manna og kvenna,
sem bjuggu í Fjörðum, er Sig-
mundur fluttist þaðan 1914. En
það bar saman þrjátíu árum síð-
ar, að íslendingar héldu lýðveldis-
hátíð á Þingvöllum og síðustu
þrjár fjölskyldurnar flutiust úr
Fjörðum.
IV.
Áður en hafin verður frásögn
eftir Sigmundi, mun nokkuð sagt
frá Grímsey og stuðzt við fræði-
bækur.
Grímsey liggur í hánorður frá
Fjörðum. Átjándi hádegisbaugur
liggur um Hvalvatnsfjörð óg miðja
Grímsey. Heimskautsbaugurinn
sker eyna frá austri til vesturs.
Sex vikur sjávar, rúmir fjörutíu
kilómetrar, eru til lands, þar sem
stytzt er. Allbreiður grunnsævis-
hryggur liggur frá Gjögrafjalli og
Fjörðum til Grímseyjar. Þetta er
neðansjávarfjallgarður milli hina
dýpstu ála Eyjafjarðar og Skjálf-
anda, og minnir helzt á nafia-
streng, er tengir eyjuna við móð-
urlandið.
Mesta dýpi á hryggnum er um
fjörutíu faðmar, en tíðast ekki
nema um tuttugu til þrjátíu faðm-
ar.
Bjarnarfjall í Hvalvatnsfirði.
Eyjan er um fimm kílómetra
löng og nálægt hálfur þriðji kíló-
metri á breidd um miðjuna. Norð-
ur frá miðju teygir hún langan
og mjókkandi hala. Þar heitir Eyj-
arfótur. í áttina til lands horfir
odddregið og allbreitt trýni. Þar
heitir Gjögrar. Öll austurströndin
er samfellf, þverthnípt berg, þó
með nokkrum grastóm og syllum
og tveim gjám, þar sem fara má
upp og ofan með því að styðjast
við handfestar. Björgin að austan
eru víðast hvar um hundrað metra
há.
Allri haliar eyjunni til vestur-
strandar. Þar eru lágir klettar og
brattir bakkar, nema að suðvest-
an er lág ströndin. Þar eru flestir
bæirnir og skammt á miili. Alis
voru tíu bæir fornir í Grímsey.
Grenivíkurnar, ytri og syðri, eru
við syðsta oddann, þá eru Borgir,
Sveinagarðar og prestsetrið Mið-
garðar, Sveinsstaðir og Eiðar. Þess
ir bæir eru alveg saman á lágri
strönd móti suðvestri. Nokkur
spölur er þaðan að Sandvíkunum,
efri og neðri. Þær standa við beztu
lendingu eyjarinnar yið litla vík,
sem horfir mót suðvestri. Sandvík-
urbæirnir eru um miðja eyna, þar
sem hún er breiðust. Hæð er að
baki þessum bæjum öllum, en síð-
an lægð milli hæðarinnar og
bjargsins. í lægðinni eru nokkrar
tjarnir, en allar eru þær grunn-
ar og þorna í þurrkum og botm
frjósa á vetrum.
Básar standa einir sér, nálægt
hálfum kílómetra frá hinum bæj-
unum, og er eini bær landsins,
sem ótvirætt er norðan við heim-
skautsbaug.
Eyjan má heita algróin. Þar-
sem ekki gætir ræktar, er villi-
gróður með sama svip og uppi á
háfjöllum meginlandsins, og jarð-
vegur alls staðar grunnur. Túnin
voru litil og þýfð og spruttu stop-
ult. Ekkert tunið var stærra en
svo, að það fóðraði eina kú, nema
í Miðgörðum, þar var tveggja kúa
tún. Margir bæir voru kýrlausir.
Uppi á bjargbrúnni eru töðu-
gresi, ræktað af fugli, og gat ver-
ið slægt, ef það varðist fyrir fjár-
beit. Landaskipti milli jarða voru
þannig, að hver jörð átti völl sinn
og lítinn blett í kring, svo og viss-
an hluta bjargsins, þó ekki væri
í neinu samræmi við afstöðu bæj-
anna. En annars var óskiptur al-
menningur.
Básar voru sérstæðir utan þétt-
býlisins. Þaðan sá ekki til annarra
T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
807 i;