Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1968, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1968, Blaðsíða 5
Ég viWi ósik'a það ynði né regn eoa þá byluir á Kaldadai, og ærlegur kaldsvali oKkur í gegn ofari úr háreisfcum jöklasai, kvað Hamnes Hafstein, og víst eru öræfin þar efra máttug og stórbrotin. Gróöurlaus hásléttan með jökla á báða vegu segir ferða- iangnum, og það verður auðskilið að þjóðsagan hafi hér sett Ára- dal, bústað Skuggavalda. Hann var bjargvættuir allra útilegu- manna, og huidi byggð sína þoku. Þangað átti þó Gretbiir Ásmundis- son að haía komizt sem frá segir í sögu hans. Rétt áður en komið er af Kalda- dal er farið yfir litla á, sem I.ambá heitir. Það eru sennilega ékki ýkja margir, sem hafa verið staddir á bakka hennar við sólarupjwás. Kannski helzt borgfirzkir bændur, sem „mæia sér mót við sól aö morgni smö]'unardags“, svo notuð séu orð ein,s þeirra. En sá. sem hefur verið svo lán- saniur að sfcamda þar fjórum stund- um eftir miðnætti seint í júlí, gleymir aldrei þeiirri stund, Hvert sem litið er stendur óravíður him- inninn í björtu báli. og dauðaþögn öræfanna er áhrifameiiri en nokk- uit undirspil. Þannig hlýtur það að hafa verið, þegar Drottinn sagði: verði ljós. Rósfingruð morgungyðjan kem- Uir í vagni sínum, hægt og hægt, upp fyrir öxlina á stóru, svörtu, sbrýtulaga fjalli, í blindandi dýrð. Hún gyllir Langjökul og skrýðir Eirífesjökul purpuira. Eiriksjökull er hæsta fjall vest- an Vonarskarðs og þykir allra fjalla fríðastur. Pálmi Hannesson lýsir honum svo, að hann sé „krýndur jökulhveli, sem er furðu lega jafnvaxið, hvaðan sem litið er, en jökulbungan stendur á há- um stalla, sem hefur hannrabelti við brúnir og hlíðar skriðunnar". Á einum stað í hlíð þessa jök- uls rís Eiríksgnípa eins og tröll- vaxinn bergfingur. Þangað upp komist foringi Hellismanna á handalilaupum og hafði þó áður misst af sér fót „og munu fáir eft- ir leika“. Sögu Hellismanma þekfcir hvert bam. Þeir bjuggu hóma rétt hjá, í hinum dauðadimma, saggakalda Surtshelli, og skildu eftir sig mild- ar beinadyngjur og só'tug eld- stæði fcil sanui ndiaimerkis um dvöl T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ éí«A HatMór iLaiiijn'&as tfór á sínum tíma með hlys í hellinn til að skoða WLóðin. Þá var í íylgd með honum Guðmunduir Böðvarsson, og telur hanin, að þessar mtmjar séu frá landnámsöld. Einíksjökull, Suirtshellir og Lang jökull hálfur eru í landi einnar og sömu jarðar, Kalmanstuingu. Kal- m'ansfcungubær er vel og veglega húsáðuir og stendur undir f jallinu svarfca, sem morgunigyðjam skart- klœðist bak við, áður en h<n renn- ur upp á júlímorgnnm og heillar vökumenn við Lamibá. Fjall þetta nær um þúsund metra yfir sæ og kallast Sfcrúturinn, eins og segiir í Vfeunnd: Lymgs vii'ð bing á grænni grund glingra og syng við stútinm, þvinga eg slyngan hófa hund bring í kringum Strútinn. Það sómdi illa aukvisum að sitja slíka jörð, enda er ekki um slífct að ræða. Kristófer bóndi Ólafsson er fcarlmenni á velli, þriggja áLna hár og ber léfct sín sjötíu ár, eins og goshver af ærslum. Hann er glöggur búmiaöuir, og enda þótt jörð hans sé á mörkum hdins byggilega svæðis á íslandi, hvert land er talið vera á mörkum hins byggilega heirns, þá hefur honum búnazt prýðilega. Hann er í rnánu samhýli við öræfin, en þótt stuindum hafi varla sézt hamda skil fyrir sandfoki á túndnu hjá hon- um, þá hefur hann snúið vörn upp í sókm og beitir bæði hugviti og nútímatækni til að græða upp landið. Það er tölulega sannað, að árlega blæs upp meira land á ís- landi en nýgræðslu nemur, en þau hlutföll gilda ekki í landi Kalmamstunguj arðar. Hin birkivaxna Húsafellsjörð liggur næst fyrir sunnan, enda eru allmiklar skógarleifar 1 Kal- manstungu. Kristófer ver þær fyr- ir sauðfé jafnt sem tjaldgestum með rammlegum girðingum sem verða æ lengri. Honum er sárt um gróðurinm og hlúir að honum, og veit enda, að það borgar sig. Að heyra hann tala um jörðina er eins og hún sé hluti af honum sjálfum, hann af henmi. Haran ríkir yfir grundum og giljum, ám og fjöll- um, hellum og jöklum, eins og landvættur. Þó áð í æsku hans þæfctu taðkvarnir flesfcnm vélum hu'gvitssaimlegri, þá hefnr hamn verið flj'ótur að átta sig á mögus- leikum mýjustu tækni. Honuim er nú efst í huga að fá tfíLuigvélar og flugvölt að hæ sdíri- uim. Fyrir ofan skógaitiMðarnair hans eru nefniiega Lií'parítkollar, blásnir og ljósir. Þeir sjást vel firá Húsa- feLli, o.g firönsku stúlkurmar, sem þar voru eirau sinrai, héldu þess vagraa, að alltaf væri sól á Húsa- felli. En þessiir koUar hafa, eirahvern tíma verið skógi vaxnir, eLns og hlíðarnar fyrir neðan, og nú viil Kristófer fá flugvél firá land- græðslunnd tii að dreifa svo sem tíu tu'ttugu Lestum af áhurði og fræi á steindauða melana og sjá hiváð skeður. Það er öllu stórvirkara en fara með eina og eina föfcu, eins og við bæjarbúar erum að pautfast við og Kristófer finrast raunar mjög virðingarvert. Honum finnst, að bændur ætfcu að sameinast um aö panta flugvél- ar hlaðnar áburði og grasfræi og láta dreitfa þessu yfiir beitiiönd, sem eru í hættu vegna uppblást- urs. Nokkrir bændur gætu teldð sig sarnan um þess liáttar fyrlr- tæki, og deilt síðan kosfcnaðinum í hlutfalli við sauðfjáreigm hvers og eins. Undir skógarhlíðinmi er renni- slétt. grýtt malareyri, og þar er þegar búið að mæla fyrir sex- hundruð metra langr' fiugbraut. „Ég vil sameina þetta tvenmt, hafa flugvöll til að græða upp Landið og sjúkraflugvöll. Hér í Húsatfellsskóg inum var í sumar skemmtun yrir fimmtán þúsund manns. Ætli það hefði ekki verið þægilegt að hafa hér flugvöll þá? Ef eitthvað hefði nú komið fyrir: Kona orðið léttari eða fullur maður fótbrofcnað. Og kostar ekki nema fimmifcíu þúsund. Smápeningar!! Þaö þarf ekki annað en fá ýtu til að vera hér í tvo þrjá daga og skrápa lausagrjótið burtu. Grjó^ti5 þarf ekki að fara langt, rétt hérna ofan í gamla farveginn, þar sem Hvítá rann, áður en ég veitti henni“. Hann talar um að veita ám eins og aðrir um að sópa stéttima! Og maður sannfærist um það, að auðvitað er ekkert vit í áð láta árnar ráða farvegi sínum sjálfar og kannski renna beimt í veg fyr- ir mann. Hvítá rann áður fast . niður méð skóginum, en Kristófer 797 j

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.