Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1968, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1968, Blaðsíða 10
Richard Beck: Logndagur við hafið Mildur sumars blundar blær, blámi tanga vefur, hægan djúpsins hjarta slær, haf viS strendur sefur. Út við sjónhring, björt og blá, folika í heiSis lindum fagurtyrnd og fríS á brá fjöll í töframyndum. HafiS seiSir, himinblátt, hug á draumasfóðir, fjöllin andann hefja hátt, hjartans kveikja glóðir. Rís af djúpi dýrðarsýn, dögun roðuS iöndin, mér viS innri augum skín ódauðleikaströndin. hann hugsar sér að hafi elskað ham í æsku, löngu áður en aðrir at'burðir tóku að gerast: Þú haf'ðir engum Jósep játað heit, en Jósep þann ég einatt fyrirleit, er síðar þú svo fögur föstn- uð varst, og fegurst blóm mitt upp af jörðu sieit. Þetta kvæði er svo þrungið sam- mannfegum viðhorfum og sannri innJifun, að ætti að geta verdð hverjum ljóðaunnanda hin kær- komnasta lesning, hvaða skoðun sem menn annars hafa á þessari fornu sögu. Og sáðan hefur sál mín lofað þig, er saman gengum draumsins rósastig. — Mér fannst ég ætti alit, sem jörðin gaf, og allar stjörnur skdmu fyrir mdg. SD2 Og ekki gleymic. skáldið Píla- tusd. Honum er helgað eitt kvæði, þar sem vel er lýst samvizkubiti og sálairangist þessa löngu horfna manrns, sem svo frægur hefur orð- ið í mannkynssögunni. í hvert skipti, sem dómsmorð er framið í kristnum löndum, nefna menn nafn ha»s „. • . og segja: Sjáið,/ svona fór hann Pílatus með Krist!“ Og skáldið gengur á eintal við frelsara sinn: . . .Mig iangar tdi, er tungl- ið færist ofar, að tala við þig eios og bróður m-inn . Það geriir hanm iika í þessu kvæði. Eí til vill ekki í fyllstu auð- mýkt andans, en vafalaust í fyllri einlægni. Það yrði of langt mái, að gera hér nánari girein fyrir einstökum kvæðum, en þó má ekki gleymast að geta kvæðisins, sem VBhjálmur yrkir eftir Nordahl Grieg látinn. Það kvæði ætti hver sá maður að lesa, sem enn rekur minni til heimstyrjaldarirw? air síðari: Sjá, blóð þitt, Grieg, þitt blóð, sem draup í gær: mun byggja upp rnenn, sem enginn dauði nær — og þá mun fagna í frelsi Noregs hjarta. Ekki 1-eikur nokkur vafi á því, að Viihjálmur frá Skáholti hefur bæði notið þess og goldið áð vera sonur Reykjavíkur. Hann kynntist þess vegna fleiri hliðum á mann- legu lífi, varð skyggnari á mann- leg örlög og mannlega sál. En fyr- ir vikið var hann líka í óheppilegu návígi við freistingar heúnsin-s, og sjálfsagt hafa þær oft leikið hann grátt. Hann var víst ekki ókunn- ugur þeim „rúningsgöngum gleð- innar,“ sem Jón skáld frá Arnar- vatni talar um. Þetta hefur án efa háð honum sem skáldi. Hann hefði getað ort meira og ort betur, ef lifnaðarhættir hams hefðu verið aðrir. Ég hef alltaf verið sannfæirð- ur um það, að ævistarf hans, sem skálds, er ekki í neinu samræmi við meðfædda hæfileika hans. Þetta er ekki sagt vegna persónu- legra kynna af skáldinu, því að þeim er ekki til að dreifa, heldur af því, sem lesa má út úr ljóðun- um sjálfum. Engin-n maður, sem les ljóð Vilhjálms frá Skáholti. og ber eitthveirt skyn á skáldska-p, getur efazt um það, að þar fer maður með skarpa og leiftramdi skáldgáfu. Vafalaust hefur honum sjálfum verið það ljóst, að afköst hans voru efcki í samræmi við hæfileika hans. Jafn vísf er og hjtt, að hann þráði það, eins og allir aðrir höf- undar, að verk hans mætti lifa. í hans seánustu ljóðabók, Blóð og vín, sem kom ut sex ácum fyrir daúða hans, segir hanm á einum sta«: Ég þráði að gefa ást og lamdi ljóð, sem lengra næði em snotur dægurfluga. Von Viltijálms mun sér ekki til skammar verða. Ljóð hans mun-u lifa, jatfnvel lengur en ma-rgt það, sem náð hefur meiri almannahylli nú um sinn. íslendingar hafa allt- af verið langminnugdr á sérstæða og stóra persómuleika. Á meðan við höldum þeim eigin-leika, þairf Vilhjálmur ftrá Skáholti ekki að óttast Gleymsiku k&rlingu. TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.