Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1968, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1968, Blaðsíða 18
voru kallaðir kútmagar. Hákarl veiddist oft nokkuð á útáliðnu. Allt hið þykkara af hákarlinum var kastað á venjulegan hátt og síðan geymt í hjalli til daglegrar notkunar, ásamt hörðum fiskj og þorskhausum. En hið þynnra af hákarlinum, ruðurnar, sem kallað- ar voru, var fyrst látið síga í hjalli og síðan soðið og geymt í súr. Það var bæði mikið brjósk og fita i ruðunum, svo að þær minntu á rafabelti, og þótti hinn bezti matur. Fuglinn var mjög mikið etinn allan ársins hring. Af honum var soðin súpa og þótti góð. Mjólk var jafnan lítil, en eftir að kýrnar urðu tvær, var þó sjald- an mjólkurlaust á Básum. Smjör var þó lítið til viðbits. í stað þess var notaður bræðingur. Það var tólg og lýsi soðið saman. Sigmund- ur segist þó oft hafa notað lýsið einvörðu til viðbits. Með þessu fæði hélt fólkið ágætri heilsu. Þó fann það, að væri engin mjólkin, þurfti það að leita annarra ráða. Mikil áherzla var lögð á að hafa jafnan eitthvert nýmeti. Einna erf- iðast var að afla þess fyrst eftir nýárið. Helzta fangráðið var þá að fara i selaróðra. Þá voru oft skotn- ir stórir blöðruselir og kampselir. ,CÁ w* onl V»AU A’Xníno K>a, aciu ocj Vciuul jjcxl av/cxixo skinninu sjálfur, en maturinn af selnum gekk jafnt til allra eyjar- skeggja Það er gaman að athuga, að nauðsynin hefur bent Grims- eyingum til sömu hátta að þessu leyti og gerist í byggðum Eskimóa. Þegar kom fram í marz, náðist í fugl og rauðmaga. Ekki voru hrognkelsaveiðar stundaðar nema til matar jafnóðum, því að enginn var markaðurinn. Grímseyjarlýsing frá 1867 getur þess, að árið 1858 hafi landstjórn- in sent tvær kýr til Grímseyjar „til að efla jarðræktina.“ Tóku Grímseyingar því vel í fyrstu. En brátt þóttu kýrnar fóðurfrekar. Þeim var kjálkað niður. til skipt- is milli bænda. Loks voru stjórn- arkýrnar felldar haustið 1863, og töldu Grímseyingar þær mestu ó- heillasendingu vegna þess, að þser björguðust ekki á útigangi svo sem sauðfé. Pétur Guðmundsson var prestur í Grímsey frá 1866 til 1894. Hann var mikill fræðimaður og heimilda- maður Þorvalds Thoroddsens, sem ritaði i ferðabók sína beztu Grims- eyjarlýsingu, sem enn hefur verið rituð. Sá Pétur lýsti hörgulsjúk- dómum í Grímsey, sem hann kall- aði Grímseyjarvatn og hjartveiki. Þar er greinileg lýsing á skyr- bjúgi. Að ráðum séra Péturs fóru menn að neyta skarfakáls og forð- ast saltan mat eins og unnt var, og batnaði þá heilsufarið. Fyrstu kýrnar komu til Grímseyjar eftir þetta með séra Matthíasi Eggerts- syni 1895. „Margs þarf búið með,“ einkum ef alls skal afla heima, svo sem í Grímsey. Reki var allmikill á Bás- um og mest nýttur heima. Örð- ugt var að bjarga rekanum upp á bakkana. Allar nothæfar spýtur voru teknar til smíða og bygginga, bæði í máttarviði og þiljur. Erfitt var og seinlegt að fletta rekavið með þeirra tíma' tækjum. Allar lík- kistur voru smíðaðar heima úr rekaviði. Allur smálki og allt hið lakara úr viðnum var notáð til eldsneytis, en hrökk þó skammt. Megineldiviðarins var aflað á ann- an hátt. Síðla sumars var farið út um hagann og þunnt mosatorf rist of- an af þúfnakollunum. Ekki var rist dýpra en svo, að grasnálar komu upp úr flaginu á næsta vori, og greru flögin fljótt. Þetta torf var flutt heim og þurrkað. — All- ir vængir, fœiur Gg atinar urgang- ur úr fuglunum var þurrkaður á sumrin. Torfinu og fuglaræksnun- um var staflað i hlaða, hvert Iag- ið ofan á annað, og fýlungalýsi oft hellt yfir. Þetta rann saman og varð hart, bæði eldfimt og hita- mikið, en þótti daunillt, ef illa súg- aði. Grímseyjariýsing frá 1867 lýs- ir örðugleikunum í Grimsey. Meðal annars er kvartað undan, hve óhollt loft verði í bæjunum af þess um eldsmat. — Minna bar á því eftir komu eldavéla. m Ég heyrði í æsku, að hinir gömlu Grimseyingar væru óvenju smá- vaxnir og sérkennilegir í skrafi og háttum. Sigmundur minnist þar smávaxins fólks, en flestir voru Grimseyingar vel að manni. Hann minnist einnig gamalla manna með sérkennilegt málfar, en hefur þó ekki dæmi á reiðum höndum. Ekki varð hann þar var við hjá- trú, enginn trúði á álfa og drauga, tröll eða forynjur. Helzt höfðu sumir trú á einhverjum sérstök- um happa- eða óhappadögum. Gam all maður vildi ekki róa á Páls- messu, og ekki á vikudegi Páls- messunnar, til dæmis ekki á þriðju degi, bæri Pálsmessuna upp á þriðjudag. Flest fólkið fannst Sig- mundi vel gert og gott viðbúðar. Gamall maður var lengi hjá honum í húsmennsku og dó hjá honum. Hann reri löngum einn á báti og aflaði furðanlega. Hann var mjög veðurvandur til sjóferða og veðurglöggur. Hann átti nokkrar eignir, og tók hann svo miklu ást- fóstri við Básafólkið, að hann vildi arfleiða það. En því mótmælti Sig- mundur, því að hann bjóst við ó- vild frá erfingjum hans. Annars stóð menningarlíf á forn um grunni í Grímsey á síðari hluta 19. aldar. Þar sat séra Pétur Guð- mundsson frá 1868 til 1894. Hann var gagnmerkur fræðimað- ur og sálmaskáld. Eftir hann er Annáll 19. aldar, merkt heimildar- rit, sáðasti annállinn, sem ritaður er í fornum stíl. Árni Þorkelsson var Suður- Þingeyingur að ætt og uppeldi. Hann fæddist 1841 en fluttist sextán ára gamall sém vinnumað- ur út í Grímsey. Hann kvæntist þar, fór að búa við þröngan hag og missti konu sína. Síðar kvænt- ist hann hreppstjóraekkju í Neðri-Sandvík og fékk með henni nokkuT éfni og var siðan skipaður hreppstjóri og hélt því til dauða- dags, 1901. Hann var ljóðskáld, og er prentað eftir hann sálmakver og ein skáldsaga, Hraunabræður. Hann ritaði og langar greinar um ættfræði fslendinga að fornu. Þær greinar liggja í Landsbókasafni og bera vitni um mikla rannsóknar- elju. Ámi var mikill félagsfrömuður í Grímsey og áhugamaður um Iandsmál. Hann var f bréfa- sambandi vlð Þjóðliðsmennina þingeysku og fór með þeim á Þing- vallafundinn fræga 1885 sem full- trúi Grímseyinga, þegar Amljótur Ólafsson hindraði, að Eyirðingar kysu fulltrúa á fundinn. Það má einstakt teljast, að tveir jafnmerkir gáfumenn og fræði- menn og séra Pétur og Árni skyldu starfa saman í þessu litla, afskekkta og einangraða mann- félagi. Þó hefst nýtt tímabil í sögu Grímseyjar með komu séra Matt- hiasar Eggertssonar 1896. Hann var bróðursonur Matthíasar skálds. Móðir hans dó frá honum kom- ungum, en faðir hans kvæntist I annað sinn og hlóð niður börnum 810 T t M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.