Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1968, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1968, Blaðsíða 22
Framhald af 811. síSu. nóttina. Það var bjart veður á að- fangadag, frost og heiðríkja. Skyndilega gerði iðulatisan norð- anbyl og herti um leið frostið, hver varð að sitja í sínum kofa alla jóladagana. Þegar upp birti, sá ekki í auðan sjó. Þannig héld- ust veðrin fram á þorra, oftast gaddbyljir af vestri eða norðvestri með þrjátíu stiga frosti Þegar upp rofaði milli bvljanna. var hvergi vök að sjá. IVIenn töluðu um að ganga til lands, en það þótti ekki vogandi, leiðin meira en tvær dag- leiðir milli myrkra, og enginn vissi hvernig ísinn barst. rnenn gátu einangrazt á íseyju og borizt til hafs. ísinn fór að losna í sundur á góunni. Þá gerði sunnanátt og hláku. ísinn hvarf af Skjálfanda- flóa og utanverðum Eyjafirði, en Grímsey var enn í heljargreipum. Langt út frá eyjunni var samfrosta kragi. breiður í allar áttir og fros- inn við fjörur, sennilega með stuðning af botni hér og þar. Ekk- ert samband hafði verið við land frá því snemma um haustið þar til í apríl. Bátur hafði verið sett- ui fram yfir ísskarirnar í byrjun þess mánaðar og með honum fór séra Matthías. En ekki kom bát- urinn aftur eða nokkrar fregnir af honum. Þau Guðný og Sigmundur höfðu eignazt tvær dætur, Þóreyju, fædda í Botni í Þorgeirsfirði 25. nóvember 1913, og Sigrúnu, fædda á Básum 19. ágúst 1916. Barns- burðir Guðnýjar höfðu gengið vel og með eðlilegum hætti. Nú var hún þunguð og vænti sín í apríl- mánuði. Engin Ijósmóðir var í eynni og óhugsandi að koma kon- unni í land. Menn væntu þó alls hins bezta. Guðný kenndi sóttar 23. apríl. Auðséð var, að ekki var allt með felldu. Tveir sólarhringir liðu milli vonar og ótta Þá var bátur settur fram af skörum og róið til'Húsa- víkur. Hinn 27. kom vélbátur með lækni frá Húsavík og setti hann upp á skarirnar. Hann gat náð andvana barni. Konan var þá orð- in meðvitundarlaus og andaðist samdægurs. Ekki verður meira rætt um þessa atburði, því að enn er sem komið sé við opna kviku, þegar Sigmundur er um þá spurð- ur. Guðný fæddist 9. ágúst 1886 og va*r því nær þrjátíu og tveggja ára að aldri. Hún var fríð kona og gervileg, glaðvær og vinsæl. Svo virðist oft sem forsjónin leggi græðismysl á hin dýpstu sár. Litlu stúlkurnar, Þórey fjögurra ára og Sigrún á öðru ári, urðu ekki móðurlausar, og heimilið þurfti ekki að leysast sundur. Sambúð bræðranna hafði jafnan verið svo góð sem bezt var á kosið. Inga Jó- liannesdóttir tók nú að öllu við hússtjórn heimilisins á Básum og reyndist systrunum hin bezta móð- ir. Eftir þetta bjuggu þeir bræður enn í ellefu ár á Básum. Nýi tím- inn kom til Grímseyjar smátt og smátt með vélbátunum. Börnin uxu upp og þroskuðust. Börn Ingu af fyrra hjónabandi giftust og festu bú í Grímsey. Árið 1929 fluttust þau Óli og Inga með Signýju, dóttur sína, til Húsavíkur, ásamt Sigmundi og dætrum hans. Þau settust öll að í húsi, sem nefndist Kirkjubær og enn stendur rétt ofan við verzl- unarhús K.Þ. Þetta hús keyptu þau síðar. Þegar timburkirkjan, sem nú stendur, var fullgerð árið 1907, var hin gamla, tjargaða kirkja dregin niður frá prestsetr- inu í heilu lagi og íbúðarhúsið Kirkjubær gert úr grind hennar og þiljum. Óli og Inga fluttust til Gríms- eyjar. Þar andaðist Óli 1956, en Inga lifir þar enn hjá dótturdótt- ur sinni, 93 ára að aldri. Þórey tók við forstöðu og búi föður síns, þegar þau fluttust til Húsavíkur, og var hún þá fimmtán ára. Árið 1931 giftist hún Jósteini Finnboga- syni frá Prestsholti á Húsavík. Þau hafa eignazt fimm börn. og eru fjögur á lífi. Sigrún Sigmunds- dóttir giftist Jónasi Jónssyni, ætt- uðum frá Húsavík, og missti hann eftir skamma sambúð. Þau áttu einn son, er Jónas heitir. Sigrún hefur unnið í sýsluskrifstofunni á Húsavík, en er nú búsett í Reykja vík. Öll barnabörn Sigmundar hafa nú staðfest ráð sitt. Lausn 33. krossgátu Þórey og Sigmundur hafa aldrei skilið. Árið 1964 seldu þau K.Þ, Kirkjubæ og flutfcu þaðan. Nú búa þau á efri hæð húsins Garðairs- braut 7. Sigmundur stundaði bæði sjó og landvinnu, allt þar til hann bil- aðist í fótum 76 ára gamall. Hann á á lífi tvær dætur, fimm barna- börn og þrettán barnabarnabörn. Hann hefur enn ferlivist og vinnur í sæti sínu við að hnýta öngul- tauma. Handtökin eru snör og viss, og ekki er lát á verki, þótt skraf- að sé og farið langt aftur á liðna öld. Bunkar af afleysfu verkefni hlaðast við hlið hans, hundrað of- an á hundrað. Ferð til bezta landsins — Framhald af 800. síðu. eyjarfjörð, þar sem ég var á ferð endur fyrir löngu í stórum ára- báti á leið til guðsþjónustu, brúð- kaups eða jarðarfarar í alls konar veðri. Þá gat verið svo mikill sjó- gangur, að örðugt var að láta lifa í pípunni, og þá komst ég að því, að kom að sama gagni að tyggja skro. . .“ Þannig talar þessi, danski mað- ur, sem árlega gerir sér ferð til Færeyja. Vissulega á hann þar gamlar minningar og gamla kunn ingja. En fegurð Færeyja geta all- ir eignazt íaeinar sumarvikur, ef þeir leita eftir þvi Hvergi er ís- lendingum jafnauðvelt að ferðast sem þar, því að langoftast mun íslenzkan nægja að mestu leyti, og hvergi er þeim tekið jafnopnum örmum sem meðal Færeyinga. Um tryggðina, þegar kunningsskapur hefur tekizt, vitnar Carl Herman- sen. 814 T t M I N N — 8UNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.