Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1968, Blaðsíða 11
VisnaspjaH Gamla
Fyrir noktoru var í spjaÖi okk
ar rifjaðar upp vísur þeirra
bændanna, Steingríms í Næi og
Stephans G., um stökuna og
þjóðina. Af svipuðum toga er
spunnin vísa Einars H. Kvar-
ans:
Öðrum þjóðum auðnu bar
auðsins djúpi lækuir,
íslendingsins arfur var
ekkert — nema bækur.
Seinasta vor voru 100 ár frá
dauða Kristjáns Fjallaskálds.
Hann er nú flestum gleymdur.
Auðnaðist honum þó að yrkja
aðra af þeim tveimur vísum,
sem ég tel að lengst muni Hfa
á vörum íslendinga. Geri ég ráð
fyrir, að vísnavini renni grun í,
hvaða vísur ég á hér við, hvort
sem þeir eru lýr sammála eða
ekki. En ætli það hafi ekki ver-
ið á svipuðum árstíma og nú,
sem hann kvað:
Fölnar rós og bliknar blað
á birkigreinum,
húmar eins og haustar áð
í hjartans leynum.
En sem betur fer þarf efeki
slíkt húm að blasa við allra aug-
um. Það vissi hann, 9©m kvað:
Margur sundur molar stinn
mein, svo lund ei kvartar.
Getur undir glaðri kinn
grátið stundum hjarta.
Löngum höfum við íslending
ar tekið haustinu með trega og
kvíða, en saknað okkar skamma
sumars. Signý Hjálmarsdótt-
ir orðar þetta svona:
Ifallar degi, hugur eygir
haust á vegi, dýrð, sem þver.
Blómin deyja, blöðum fleygir
björkin, þegir söngfugl hver.
4. ÞÁTTUR
Gestur Jóhannsson tekur þó
enn dýpra í árinni:
Ég bjóst við fögru sumri, og
taumlaust var mitt traust,
að tæmast myndu seint þær
gleðistundir,
en vorið er nú horfdð, það
varð mitt ævilhauist,
og vonarsól er nærri geng-
im undir.
En Jochum karlinn Eggerts-
son (Skuggi) minnir á, að á misr
jöfnu þrifast börnin bezt:
Landið allt er eigi toalt.
Og það skaltu vita,
að ef svalt ei sál þín galt,
sækkðu valtan hita.
í ætt við haust og söluun er
þessi vísa Baldvins Halldórsson-
ar. „Ósköp ertu farin að verða
igrahærður, góði mimm“, mæltí
kona hans, en Baldvin svaraði:
Elli herðir átök sín,
enda sérðu litinn.
Æði ferðafötin mí*
f-ara að verða slittn.
í veilrindum tovað Batdvrn:
Etli kveður kjark í mát,
kraftar hsetta að vinna,
hún er nú að bika bát
batavona minna.
Mun þetta verða reynsla okk-
ar allra, sem EIli kerlingu kynn
'umst. En ekki dugar að súta
það, þó að við lútum lífsins lög-
máli, varðum gömul og grá.
Gleðjumst heldur með gömlu
fconunni, sem Theódóra 9egir
frá:
Fer að okkur ellin þung,
ýmsu er Hifið fleygað.
En við höfum líka verið ung,
vor og ástir teygað.
En aGt er breytingum háð í
heiminum og ektoi síðuir í
mannsins eigin hjarta, og tjáir
ekki um að fást. Theódóra seg-
ir:
Sízt má um það saka mig,
þó sigri daginn gríma
eða ég hætti að elska þig,
allt hefur mældan tíma.
Skulum við svo venda okkar
kvæði, ef ektoi í kross, þá á ann-
an veg. Fyrir löngu orti Indriði
á Fjalli snilldarkvæði eftir
æskuvin sinn. Kvæðinu lýkur
með þessum erindum (það birt-
ist árið 1907):
/
Að þér er mannskaði mikill,
en mesta hugaraunin er
að vita um allar þær örvar
sem óskotnar týndust
með þér.
Að 9já, hvað vér verðum
að verja
og viu-na, áður rætt sé
um frið:
Harðsnúna óvina aflann
og okkar sundrungarlið.
Þi sVjulum við láta, svona und
ir hábtatímann, Signýju Hjálm-
arsdóttur lesa eins konar kvöld-
b»n yfir okkur:
Þegja öidur, komið kvöld,
kyrrðin völdin tekið hefur.
Þiggur gjöldin þúsundföld
þreyttur fjöldinn — væran
sefur.
Svo hefur viljað til, að ó-
venju margar vísur eftir konur
hafa lent í þessum tveim síðustu
þábtum, Minni ég þær því sér-
staklega á draumvísu, sem eign-
uð er Sigurði Breiðf jörð:
Vorum ljóðum veittu skil
vífin góð til þrtfa.
Hjálpaði óðarelskan til
oktoar þjóð að lifa.
Veit nú enginn eða kann að
gretna til fulls þann djúpa sann
leika, sem þessi fábreytta staka
geymkí
T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAB
803