Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1968, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1968, Blaðsíða 3
Hvað varð um þau smákvikindli, sem flugu, sveimuðu og skriðu í grasi, lyngi og kjarri i sumar? HvaS gera fiðriidin og maurarnir, köngulærnar og flugurnar af sér á haustin? Allt hefur sína aðferð til þess að sjá sér farborða og viðhalda kyni sínu. Geitungarnir gera sér stórt bú undir upsum húsa. En þar virðist auðn, er vetrar. Þúsund klefar í borg geitungsins eru auðir, vinnulýðurinn fallinn frá, karldýrin lika. Ekkert er lifs nema ungu drottningarnar, sem eiga að fæða sér nýja kynslóð, og þær liggja i dvala. r .tv Þegar kólnar í veðri, flýja maurarn- ir í neðanjarðarbyrgi sín, og þar þrengja þeir sér saman i löngum göngum. Dvali sigur á, og þeir vakna ekki aftur fyrr en með nýju vori. Blávængjurnar eru út undir sig. Þær láta maura draga lirfur sínar niður i göng sin undir grassverðinum. Hun angsdropar, sem sitja á Hrfunum, eru agnið, sem tælir þá. Á Norðurlöndum þykir boða gott, ef flugaskríður út úr jólatrénu. Og hverjum boðar það gott? Kyni flug- unnar, ef hún lifði af veturinn, þvi að niðjar hennar yrðu sem stjörn- ur himins. Oft reka engispretturnar eitthvað, sem líkist pípu, niður i sandinn. Þá eru þær að verpa. Að því búnu deyja þær sjálfar. En á heitum degi skriða agnariitlar engisprettur úr eggjunum. Maríuhænur sjást hvergi í vetrum. Þeirra er þá að leita unitfir berki trjánna eða niðri í grasþúfum. Á vorin leitar kvenþjóðin uppi byggð blaðlúsa og verpir eggjum sinum í búrkrókinn hjá þeim. Glermærin er rándýr og er á ferli sumar og vetur. Á vetrum leggst hún á lirfur í vötnum undir ís og hjarni. Á vorin breytlst hún í renni- legt kvikindi, sem flýgur um t hag- anum með stirnden búk. r* T í M I N N — SUNNUÐAGSBLAB 79 5

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.