Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 4
 Við Berufjarð. Ljósmynd: Páll Jónsson. Leit ég aust- ur til landa „Enginn bítu.r af sér nefið“, sagði Loftur Guðmundsson rithöf- und'ur einhvern tíma í gamni og alvöru. Eins mætti segja um mig og mína líka, sem lenda í þvi að . safna einhverju: Það er engin leið að hætta við þetta, þó að líffærin ,• séu búin að segja upp þjónustunni. ■ Meðan þau hanga á sínum stað ' heimtar áráttan meira grjót, fleiri flöskumiða, fleiri spilagerðir, ' meira af eldspýtnastokkum, fd- ; merkjum, flugum, fiðrildum og skeljum og bobbum. Og mætti endalaust þylja. Sannieikurinin er vist sá, að menn þurfa að losna við þessi líf- færi, þegar engar töflur duga leng ur — fyrr er maður ekki óhultur fyrir þessu. Stórveldin hafa ráð við þessu. Okkar fágæta rikis- stjórn með sína nafnfrægu við- reisn hefur ekki fundið ráð til þess að fækka fóikinu á svo skipu- legan hátt, að þetta geti tekið enda. Menn verða ekki reisa, og þeir fást ekki til þess að semjá sig einfald- lega að siðum þrastanna, en um heimilishald þeirra vísast til kvik- myndar Ósvalds Knudsens. Þar sem enginn læknisdómur hefur fundizt við steinsóttinni í mér frekar en hinni nýju hrossa- sótt í mannfólkinu, varð ég að leggja upp í nýja grjótferð. Ég setti limpappír við hrygginn á mér til styrktar og gleypti nokkurra daga skammt af pillum við blóð- þrýstingi, svo að ég þyrfti ekki að þvælast með þetta í vösum mín- um. Vegna þrálátrar gleymsku og áhugaleysis á meðölum, þá hef ég oft þennan hátt á. Hikstann varð ég að taka með mér, því að lækn- irinn sagði konunni minni, að við honum þekktust engin meðöl, og meira að segja páfinn hefði dáið úr hiksta. Þegar ég heyrði þetta, hló ég mig hressan, og nú lifi ég í þeirri dýrlegu von, að enda mína veg- reisu á sama hátt og páfinn í Róm. Mér er nú líkt farið og tannvana Halldór Pétursson á 892 / TlBINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.