Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 11
Nú á dögum, þegar hraði, vélar og tölur hafa líkt og gert samsaeri um að slíta andlegum kröftum ís- lendinga, getur það verið hollt að taka sér bók í hönd og leita hvíld- ar hjá skáldi, sem svo er sam- gróið íslenzkri náttúru, að jafnvel auðnin sjálf verður því tilefni ó- brotgjarnra verka. Það, sem hér verður sagt um skáldskap Þor- steins, á ekki að vera fræðileg skil- greining, heldur spjall hins al- m°nna lesanda. Tjegar Ijóð Þorsteins Valdimars- sonar eru lesin, vekur það einna fyrst athygli, hve lagið honum er að sameina það sterka og þýða. í mörgum sínum beztu ljóðum hef- ur hann látið reisn íslenzkrar Þorsteinn Valdimarsson tungu sameinast því hljóðláta og milda svo að unun er að. Tökum t.d. þessar tvær vísur úr Auðn: Áin streymir um eyðibyggð. — Og vært þig dreymir, þó djúpa hryggð þú geymir. — Um eyðibyggð áin streymir. Og: Úr stað og skorðum allt stundlegt ber. — En yndis orðum þó andar hér sem forðum. — Allt stundlegt ber úr stað og skorðum. Og ekki má gleyma kvæði hans, Gamla árið. Það hefet á þessu er- indi: Gamla ár! gengin er að viði sól þín og sortnað síðasta kvöld. — Farðu vel á veg visinna laufa, þotinna vinda, þrotins dags. Menn kveðja liðinn tima á hverju gamlárskvöldi, en það gera fáir með svona listrænum hætti. Þorsteinn hefur alltaf verið vak- andi og virkur þátttakandi í sam- tíð sinni og lagt orð í belg um málefni líðandi stundar. Sum Ijóða hans eru af þeirri gerð. Svo er t.d. um Herör, sem ort er á miklum umbrotatíma í þjóðlífinu og hlaut alveg einstæðar viðtökur strax ný- ort. Fyrsta erindið er þannig: Frá Morgni til Kyölds fellur móðan Tíð. — Öld hrífst hratt með Tíð.— Þar stöðvar þig ókunn hönd um hríð: Boð ég flyt þér, sem berst ' um álfur — skilst loks um lönd og álfur: Straumfallsins rás þú ræður sjálfur. Hér er allt í einu kominn splunkunýr bragarháttur, sem aídrei hefur fyrr heyrzt í íslenzku máli. Og við eigum því ekki held- ur að venjast, að menn hefji um- ræður um deilumál með því að tala um móðuna miklu, sem ber okkur öll í fangi sér. Við höfum nefnt hana Tíð. Og upptök henn ar og ósa höfum við kallað Morgun og Kvöld — svona til þess að láta þau eitthvað heita. Mér er vel kun.n ugt um það, að Þorsteinn hefur heldur litlar mætur á þessu kvæði og vel má vera, að hann hafi sjálf- ur aldrei ætlað því annað né meira en að vera innlegg í deilumál líð- andi stundar. Hitt er engu að síð- ur staðreynd, sem hvorki höfund- urinn né aðrir fá neitað, að í þessu kvæði fer íslenzkan á sLikum kost- um, að það mun verða ærið tor- gleymt hverjum þeim, sem ein- hvern tíma hefur lesið það með sæmilegri athygli. Það var víst Þórarinn Guðnason, læknir, sem kallaði Þorstein hinn mikla hátta-smið, hér um árið. Þetta er öldungis hverju orði sann- ara. Þorsteinn mun hafa smíðað fleiri nýja bragarhætti en nokkur annar núlifandi Islendingur, enda hefur það aldrei dulizt lesendum hans, að hann er gæddur óvenju- lega ríkri og fjölhæfri fprmgéfu. Að ætla að fara að gerajtæmandi grein fyrir því efni er gersamlega óvinnandi vegur í einni litilli blaða- grein, en það er verkefni, sem mörgum manni mun þykja fýsi- legt til viðfangs. Með því að endurnýja gamla bragarhætti og semja fjölmarga nýja hefur Þorsteinn Valdimars- son gert bókmenntum framtíðar- innar ómetanlegt gagn. Iíér eftir þarf enginn íslenzkur höfundur að velja ljóðuni sínum hina láréttu sböðu — hvorki með ofnotkun út- jaskaðra bragarhátta né með öðru, sem er engu betra. Þorsteinn hef- ur sýnt það og sannað, að íslenzka Ijóðið býr yfir svo gífurlegum möguleikum til endurnýjunar, að það er ekki þess sök, þegar risið Jækkar á kveðskapnum. Framhald á 903. siSu T í M I N N — SUNNUDAGSBLAB 899

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.