Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Síða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Síða 16
Þar sem áður rýttu svín í hálirmi, fituð og alin til slátrunar, sperra nú lamadýr eyrun og hvessa augun á fögrum sumardegi. MYLLUGARÐUR- hvíldarheimili þreyttra dýra - uppeldisstöð til bjargar f ágætum dýrum Konungskelda er skammt frá járnbrautinni milli Hringstaðar og Slagelse á Sjálandi, nokkuð sunnan við Sórey, og munu fáir hafa kann- azt við þann stað til skamms tíma. Nú er hann að verða víðfrægur. Að minnsta kosti kannast dýrafræðing ar og náttúruverndarmena oi“&ið við nafnið. \ Allra síðustu misseri hafa ýins- ir aðilar fengið bréf, sem að efn- inu til er eitthvað á þessa leið: „Ef þér hafið áhyggjur af dýra- stofni, sem er að deyja út, þá lát- ið síðustu tíu dýrin í kassa og send- ið þau að Konungskeldu, og við munum ala önn fyrir þeim. Þótt svo þetta séu nashyrningar, þá þrífast þeir í Danmörku.“ Sá, sem slík bréf skrifar, er forstöðumaður dýragarðsins í Kaup mannahöfn, Svend Andersen. Dýragarðurinn fékk Myllugarð til umráða árið 1967 Vinasjóður svokallaður, styrktarsjóður dýra- garðsins, keypti þetta gamla býli á eina milljón danskra króna með nolckru framlagi úr ríkissjóði Dana. Nú eru þar meðal annarra dýra vísundar frá Bandaríkjunum, dvergasnar frá Ceylon, Vallís-geit- ur frá Sviss, snúinhyrnt sauðfé frá Krít, jakuxar frá Tíbet, Hálanda- naut frá Skotlandi, Rómananaut frá Ítalíu, elgir frá Sviþjóð og þýzkir úruxar, sem svo eru til orðnir, að þróuninni hefur verið snúið með tilstyrk erfðavísindanna. Markmið- ið er að fá þessi dýr til þess að tímgast og dafna, þar sem svigrúm er meira en í venjulegum dýra- garði. Rétt eins og fölum og van- sælum stórborgarbörnum, sem al- izt hafa upp í þröngum og sóða- legum portum og lélegum og sólar- litlum íbúðum, er komið út í sveit, þeim til yndis og hressing- ar, er dýrum, sem komið burt úr þröngum búrum, sementsgröfum og hrínandi mannhafi í umhverfi, sem betur er við hæfi þeirra. En auk þess sem Myllugarður er eins konar hressingarhæli dýra, er það líka dvalarheimili dýrategunda, sem hætta er á, að varla haldi velli með öðru móti. Það sýnist nálega sem leiðum og sinnulitlum dýrum, er koma úr þröngum dýragörðum, finnist eins og þau hafi endurheimt frelsi sitt meðal skjólbeltanna í Myllugarði. Það er sæmilegt undanfæri, nóg gras og fjöldi lítilla lækja, ar sem þau geta slökkt þorsta sinn, hvenær sem þeim sýnist. Ýmsir kvillar í fótum klaufdýra, sem all- mikið ber á meðal grasæta, er aldrei stíga fæti á annað laud en harðtroðnar kvíar dýragarðanna, hafa líka læknazt fljótt við þessa tilbreytingu. Sænskur elgur, sem ekki er unnt að láta þrífast í dýra- garðinum á Friðriksbergi, tók þeim stakkaskiptum í Myllugarði um há- vetur, að hann varð sem önnur skepna, bústinn og sællegur. Hitt var annað mál, að hann hefur orð- 904 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.