Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 20
HVERS VEGNA ALLTAF FAGRAR KONUR - HV! EKKI LÍKA fagra karlmenn? spyr Barbro Backberger í hressilegri grein, þar sem hún bendir á, að konur séu nú að tileinka sér nýjar hugmyndir um, hvaS sé aðlaðandi karlmaður. Hann á ekki lengur að vera svipharður og smjörlíkisgreiddur á lúsgráum jakkafötum, heldur beita smekk og hugkvæmni til að undirstrika hið blíða og persónu- lega í fari sinu. É’ Sakna fallegra karlmanna. Gerið þið það ekki lika? Hvar eru þeir eiginlega? Ég gái alls staðar. . á götunum, á kaffihúsum, í strætó, á sjónvarpsskerminum, í auglýsingum dagblaðanna. En ég finn þá ekki. Ekki einu sinni i kvennablöðunum, þessum einu sönnu vinum allra kvenna. Aldrei hafa þau á forsíðu laglegan, síð- hærðan strák með seiðandi brún augu. Aldrei sólbrennda, ítur- vaxna karlbombu á seglbáti eða baðströnd. Aldrei auglýsinga mynd af heillandi pilti, sem situr á röggvateppi og brosir til mín, eins og hann vildi segja: Hverf í fang mér meyja . . . í staðinn eru konur, konur, konur, síðu eftir síðu. Hvernig hugsa eiginlega biaðaritstjórar? Hvernig hugsa auglýsingaritstjórar? Halda þeir, að við konur séum allar saman lesbískar? í alvöru talað. Svo ég segi eins og er þá sé ég fullt af karlmönnum á götunum, í strætó, á kaffihúsunum, i blöðun- uní, en ekki af því tagi, sem ég sakna. Ég sé óendanlegar fylking- ar af þursalegum mönnum með sljóan, kaldan svip og olbogana i varnarstöðu. Þeir þrýsta skjalatösk unni, tákni efnahagsiegrar vel- gengni, að sér með áhyggjubland- inni blíðu, blíðar en þeir hafa þrýst að sér nokkurri konu . . . nema þá að konan værj þeim sams konar velgengnistákn. Oft eru hreyfingarnar þrungnar sjálfum gleði. Þeir eru eins og þungavigtar minnismerki um alltof mörg hana- stél og hádegisverðarfundi. Þeir eru klæddir biksvört-um eða mús- gráum jakkafötum, sem leiða hug- ann að járn- og stáliðnaðinum. Sömuleiðis sniðið á þessum lítið heillandi klæðnaði, Um hálsinn er strengt bindi, sem dregur mann- inn áfram, í áttina að hærri laun- um og nýjum bíl. Þannig er fatn- aðurinn einstaklega táknrænn fvr- ir hlutverk karimannsins í þjóð- félaginu: hörð brynja, sem hlýtur að kyrkja tilfinningar hans og í- myndunarafl. Eg sakna fagurra karlmanna. Ég fer á járnbrautarstöðina. Auglýs- ingaspjöld með konum, konum, konum. . . á brjóstahaldaranum með sólgleraugu og brjóstahaldar- ar og sólgleraugu og brjóstahald- arar. . . Niður stigann koma nokkrir karlkyns táningar með mjúkt hálfsítt hár, klæddir marglitum skyrtum. Þeir hafa fjað urmagnað göngulag, eins og lífið sé æsispennandi rannsóknarferð en ekki leifturárás upp metorða- stigann með hjartaslag sem vinn- ing. Þeir glamra á gítáf~bg syngja, að sig hafi dreymt að stríð skuli ekki framar háð. En það líður ekki á löngu, þangáð til þeir verða leidd ir i herþjónustu af lögregluþjón- um, stórum, herðabreiðum, ein- kennisklæddum karlmönnum. Ég bind litlar vonir við menn, sem nú eru þrítugir eða eldri. Þeir hafa þegar tekið stranga feður sína sér til fyrirmyndar og viðhorf þeirra til kvenna mótast af þeirra eigin mæðrum, sem margar hverj ar hafa verið kynferðislega og and- lega vannærðir fuglsheilar. Unga kynslóðin lifir í heimi þar sem válegir atburðir eru sífellt að 908 T t H I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.