Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 2
BRÉF TIL BJARGAR Á seinni árum hefur það bor ið á góma, er þótt hefu,- liggja í loftinu, að virðing alþingis sé farin að hallast. Þetía hafd menn skrafað sín á milii, og sjálfir hafa þingmenn fundið þennan brest og um harin rætt, því að heitastur er sá eldurinn, er á sjálfum brennur. Bata hef- ur þó aiþingi ekki fengið á kvili um sínum, enda ek'ki bráð- ur bugur undinn að notk- un hressingarlyfja, sem veigur er í. Til heimsmála hefur þetta ekki talizt fyrr en nú, að sól lækkar göngu sína i 26. sinn eftir lýðveldisstofnun íslend- inga á Lögbergi við Öxará Þá komu haukfránir menn, sem skyggnast vítt of veröld, auga á meinsemd löggjafarsamkund- unnar í gráa steinhúsinu við Austurvöll. Með því að þetta voru framtakssamir mena og öruggir til alls áræðis, varð það sammæli þeirra að hjá'.pa upt> á sakirnar. Þegar í stað. Vitaskuld eru það ekki nein n ómerkingar, sem séð hafa aumur á íslendingum og aJ- þingi þeirra. Það eru tóbaks- kóngarnir vestan hafs. Og af þvi að þetta eru menn til þess að hafa vit fyrir öðrum, þá ætla þeir að þröngva góðverkinu upp á okkur, ef við i þrjozko og þvergirðingshætti eybjóðar innar þekkjumst ekki hol) ráð orðalaust. Svo er mál mgð vexti, að iæknar og vísindamenn, ekki sízt bandarískir, hafa tyrir al) löngu afhjúpað þá staðreynd að sígarettureykingar valda iðn- lega iungnakrabbameini, hjarta- sjúkdómum og fieiri meinum. í annan stað hefur verið greitt fyrir sígarettukaupum tsiend inga í Bandarí’kjunum (og raun- ar ýmsum öðmm vörukaupum) með iánveitingum stjórnarvalda þar. Þessi lán eru til langs tíma, og þannig fæst greiðsiu frestur. Þeir, sem hefja reyk ingaferi) sinn í ár, geta hæg- lega verið dauðir úr iungna krabba um það bi), er skuidin er að fuliu greidd. Nú var alþingi svo Bla á varð bergi um sóma sinn, að bað sam þykkti í fyrra, að framvegis skyidi límdur á hvern sigarettu- pakka miði með svo glöggri við vörun um þá hættu, sem ieiðir af sígarettureykingum, að fólk gæti lesið þar, hvaða sjúkdóma það kann að hreppa í kaupbæti. Almenningi þótti þessi lög góð, og enginn áttaði sig á þvi að þarna væri virðing alþingis að fara algerlega í súginn og hund- ana. En tóbakskóngarnir, sem hafa sjóndeildarhring víðan en mm ekrur sínar og verksmiði- ur, voru ekki lengi að koma auga á niðurlægingu slíks þings. Og nú hafa þessir dánu- menn skorizt í leikinn af dreng- skap og skörungsskap, eins og þeirra var von og vísa, og boð izt tD þess að koma alþingi og okkur ölurn á ný á þann veg sæmdarinnar, sem við villtumst af. Þetta er auðvitað gert á heppilegasta tíma, þegar alþingi er að koma saman eftir sumai leyfi, svo að það eigi þess kost að leiðrétta gerðir sínar fljóÞ eftir reseptinu frá Reynolds 02 kumpánum hans. Ekkert vant- ar, nema einhver þeirra tóbaks- borgaranna komj tU þess að fylgja þessari fágætu doðalækn rngu á virðingu þings, lands og þjóðar eftir í eigin persónu Undir niðri finnum við öll, að það er miklu mannúðlegra að vera ekki að minna fólk á, að það kann að vera að kaupa séi þjáningar og ótimabæran dauða með netturn, hvítum síga- rettunum. En eftir á að hyggja: Hér eru bannaðar áfengisauglýsingar Miklir blessaðir sauðir eru þeir hjá hvíthryssingum, Dumbarton & Elgin og Martell & Co að hafa ekki fyrir löngu lýst okk ur óalandi og óferjandi — menn með engar sprúttauglýs ingar í fjölmiðlunartækjum. En þeir hljóta að vakna þegar önn ur stórmenni heims eru farin að beita sér fyrir leiðréttingum og endurbótum á íslenzkri lög gjöf. J.H. ★★ HEYRT MEÐ ÖÐRU EYRANU Þa8 hefur vaklð athygli við suma háskóla erlendis, hve tennur marga íslenzka stúdenta eru skemmdar. Þess vegna rak prófess- or í háskólanum í Edinborg upp stór augu, er hann sá, hve fallegar tennur sfúdent einn úr Borgarfirði hafði. Hann bað um sýnishorn af vatni frá bæ þeim, þar sem hann hafði alizt upp. Hann fékk vatnssýnishornið og rannsakaði það. Niðurstaðan varð sú, sem hann raunar hafði vænzt Efnainnihald vatnsins var eins og hann taldi ákjósanlegast heilbrigði tanna. Geirshólma í Hvalfirði rangnefna margir Harðarhólma, og hafa ýmsir ætlað það eigi rót sína að rekja til kvæðis Daviðs Stefáns- sonar um Helgu jarlsdóttur. Það er þó mlklu eldra í hettunni. f Landaskipunarfræði séra Gunnlaugs Oddssonar, sem gefin yar út 1824, segir: „Má geta Geirs- eður Harðarhólma, innarlega I [ HValflrði'. Jón f Brauðhúsum er ekki nýleg útlegging á nafnl Krists. Gísli Magnússon, sem var kennari í Bessastaðaskóla siðasta ár hans og seinna I Reykjavíkurskóla 1852—1878, þýddi það Jón smyrill frá Brauðhúsum. 770 T ! M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.