Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 18
— Þú hefur Qkki e.inu sinni nein áhöld sagði hann v)ð yngri bróðurinn. Jón. — Teiknaðirðu þetta með þessu? Reglustiku sína Infði hann tálg að sér úr birki, og ritblýið hafði hann fest í lifcla töng, sem búið var að fleygja. Penslarnir voru úr marðarhári, sem harn hafði fengið að slíta úr loðkraga móður sinn- ar — fáein hár á hverjuim stað, svo að ekki bæri á því. Verkfræðingurinn hlutaðist til um, að drengirnir fengju undir eins að komast i skóla. En fjöl- skvldan varð að flytja sig. eftir því sem skurðgerðinni miðaði áfram. Níels hélt áfram að iðka teikning- ar og tók jöfnum og góðum fram- förum. En þegar Jón var fjórtán ára, var hann ráðinn mælingamað ur og látinn stjórna sex hundruð manna fiokki. Þetta voru skeggj- aðir dátar úr her Karls XIII. Sjálf- ur var Jón Eiríksson enn svo smár vexti. að hann varð að standa uppi á kassa til þess að ná upp í sjón- aukana. Skegg-Ávaldarnir stór vöxnu hlvddu honum samt. — Það á eitthvað fvrir þessum pilti að liggja, sagði maður sem sá þetta. — Einhvern tíma barf hann ekki að standa svona uppi á kassa — sannið þið orð Þetta rættist Mka. Jón Eiríksson hvarf frá verkfræðinámi og lét skrá sig í fótgönguliðssveit á Jamtalandi. Hann tók sér vopn i hönd. þótt hann sýndist öllum mönnum friðsamari Hann gerði hyerja uppgötvunina. <em að gagni mátti koma i hernaði. á eftir ann arri setti nýja kveikjulása á tinnu- byssurnar, fann upp slökkvitól með gufudælu og brevtti kaffipönnu t gufuvél. Uppgötvanir hans voru orðnar nálega þrjátíu að tölu Þær hefðu átt að komast í gagnið En Svfþjóð var honum of lítið land. Tuttugu og þriggja ára gam- all hélt hann til Englands eftir misheppnaðar kvonbænir. Þar komst hann i kynni við verk- smiðjueiganda, sem tók að sér smíðar á hans kostnað. Á skömm- um tima fann hann upp nýia náma dælu, gufuvél og eimvagn, sem fyrir slysni eina varð að lúta í lægra haldi fyrir eimvagni Step hensons. Hann bjó líka til fyrsfcu skipsskrúfuna, sem seinna útrýmdi hjólabátum i öllum löndum Við þetta komst hann f afar miklar skuldir, og I hálft ár var hann lok- aður inni í sflculdafangelsi. Árið 1839 sannaði ein af hinum miklu uppfinningum hans ágæti sitt Fyrsta skip veraldarinnar með gufuknúna skrúfu sigldi yfir Atl- antshafið til Ameríku. Það var ekki nema tuttugu og einn metri á lengd og þriggja metra breitt, hraði tíu hnútar. Það var fjörutíu og sex daga yfir hafið. Sjálfur fór hann á eftir. Þá var hann að fullu og öUu skilinn að skiptum við lækinn sinn, kassann og skóginn í Svíþjóð. m. Sá maður, sem gekk upp Broad- way í New York eftir landtökuna, var enn smávaxinn. En hann hafði krafta i kögglum, og hann hafði vanið sig við að bera sig vel, og þess vegna sýndist hann stærri en hann var. Hárið var jarpt og óx saman við skeggið, sem hakan ein stóð fram úr. Hann hafði búið sig upp á, svo að klæðaburðurinn yrði honum ekki til trafala .Hann var í dökkum frakka og þröngum, ljós- um buxum, sammefcvesti með gull- keðju á brjósti. Um hálsinn hafði hann fest brjóstdúk, og hann var með geitarskinnshanzka á höndum og hatt á höfði. Fregnin um skrúfuskipið hafði flogið á undan honum. Það hafði plægt honum veg yfir úthafið. Hann hagaði sér eins og stórhöfð- ingi frá þeirri stundu, er hann steig fæti á land, og settist þeg- ar að í Astorhúsi, virðulegasta gistihúsi veraldarinnar á þeirri tið. í vasa sínum hafði hann höfuðs- mannsútnefningu, undirritaða af sjálfum konungi Svia. Alla ævi kallaði hann sig kaptein Jón Eiríks son. Hann hafði lært það í her- þjónustunni að halda á loft nafn bótunum. Þegar fram liðu stund ir, létu menn sér þó nægja nafn hans. Hann varð bandarískur þegn, og leitaði kynna meðal öldunga deildarþingmanna, forsetaefna, stóriðjuhölda, vopnasala, hershöfð ingja og milliónamæringa. Hann gerði í hinu nýia landi hverja upp- götvunina á eftir annarri, alls um fimmtíu, og varð sjálfur auðpgur á einkaleyfum og framjeiðslugjöld um. Lengi átti hann heima í Frankl- ínsgötu, en keypti sér svo seinna sjálfur hús, Strandstræti 36, skammt frá garði þeim, er kennd- ur er við Jóhannes postula. Þetta var fjögurra hæða hús, stigar úr marmara, gólfin þakin dýrindls teppum. Vinnustofa hans náði þvert um húsið, og voru á henni þrír gluggar, sem horfðu gegnt götunni . Þarna hafðist hann við með einkaritara sínum, Samúel Taylior, einum teiknara, þjóni og írSkri ráðskonu, Önnu Kassidy. Vagn átti hann engan, því að hann vildi fara allt fótgangandi og hirti auk þess ekki um að kynnast svo mjög þeirri borg, sem hann bjó í. í almenningsgarð borgarinnar kom hann aldrei, og það leið heili ára- tugur, áður en hann sá Brooklyn- brúna, sem Taylor sótti þó fast að sýna honum. — Er hún svo merkileg? sagði hann. — Þetta er annað en brú. Yfir Hudsonána, veit ég er. Einn góðan veðurdag árið 1861 sögðu mörg Suðurríkjanna sig úr lögum við Norðurríkin og gripu til vopna. Sumtervígi féll undir ems í óvinahendur, og við Goport haíði hershöfðinginn látið sökkva ’iu beztu skipum flotans á íigi/> á byrgð, svo að þau yrðu ekki her- tekin. Yfirlýst misklíðarefni var fjórar milljónir svartra þræla. sem Norðurríkin vildu leysa úr ánauð, en Suðurríkin halda í ánauð. For- seti landsins var Abraham Lin’ coln, bóndasonurinn af sléttunni. Stríðið hafði staðið i eitt ár og örlög Norðurríkjanna virtust þeg- ar ráðin. Baggamuninn hafði rið- ið hin mikla sæfurða, Mer>-imac — skip brynjað stáli með þak úr járnbrautarteinum yfir þiljijm. Stærstu fallbyssur tréskipanna unnu ekki á þvi Jón Eiríksson tókst á hendur að teikna í skvndi lítið skip, sem borið gæti sigurorð af þessari ófreskju Suðurríkja- manna. Hann fékk hundrað daga til þess að láta smíða Monitor. Laugardaginn 8. marz 1862 var logn í Hampton og ládeyða á skipalegunni utan við Oheasapeafc. vikina, þar sem leifarnar af flota Norðurríkjamanna lágu við akkeri. Þar var freigátan Congress með fimmtíu stórar falbyssur og kor- vettan Cumberland með fcuttugu og fjórar fallbyssur .Nær virkjun- um þrem, sem reist höfðu verið skipalegunni til varnar, lágu um það bil hundrað skip. Þetta var síðasta fcáfesta Norðurrikjamanna, sem gagn var í, og allir vissu, að þarna yrði stríðið til lykta leitt. Sá kvittur hafði þegar borizt. að Merrimac væri ætlað að gera á- Maup, og loks kom fregnin, sem 7 86 T f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.