Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 14
sog »g ég stóð í krapinu í mitti. Karlarnir þrifu til mín, svo að ég kennst á land. Hermann bróðir náði eklki að stöklkiva, og það skilur mað ur eklki enn þann dag í dag, að hann hentist ekki út á ós, því að bóraan fór inn á mitt skip. Hann kornst svo niður á þilfax og gat stokkið í land, þegar iag kom. — Var ekki kaldsöm vistin í Bvanney? — Nei, ekki svo mjög. Sumir piltanna höfðu náð 'fötuim og sokk uim með sér, svo að við gátum far- ið í þurrt. Einn okkar var i lág- uim stígvéluim, sem höfðu fyllzt, og ég bað hann í guðanna bænum að hella ekki sjónum úr þeim, — það gerði kalhættan, sjáið þið. Svo brutumst við inn í vitann í Hvanney, og þar var Skjól. Um morguninn sendum við svo tvo menn inn á fjörur, sem kaliaðar voru — á Melatanga, sem er beint á móti Höfn í Hornafirði, og þeg ar þeir komu aftur, sögðu þeir, að þar væri miklu betra að vera og það varð úr að við tíndum sam- an spýtnabrak og héldum á þvi inn eftir og þar kveiktum við bál. Þarna var bárujárnsskúr, sem Suð ursiveitarmenn áttu og geymdu hesta sína í, þegar þeir fóru í kaupstað. Okkur súrnaði í augun Höfn í 'Hornafiröi, byggöarlag í góðum vexti. Þar hafa orðið mikil stakkaskipti síðan Árna og félaga bar að kiöppunum í Hvanney. að fé sótti af norðurbyggð yfir á suðurbyggð vegna sólarhitans. Ég var gerður að kláðaskoðun- armanni þarna í sveitinni, en það vildi tii, að þar var enginn kláði. Ég hafði náttúrlega ekki hug- mynd um, hvað fclóði var .Svo fór maður að reyna að kynna sér þetta. Ég gekk á milli bæjanna og skoðaði, en varð efcki var við neinn kláða. Það voru óþrif á einum bæ 1 gemlingum, en það var ekkert nema smómunir. En ég varð var við þetta og baðaði gemlingana rækilega. Annars var ég enginn landbóndi. Mér sýndust eiginlega allar hvítar kindur eins. Ég var ekki fjárglöggiur. — Svo fluttirðu að Hánefsstöð- um 1920? — Já, og nofckru seinna, vorið 1922, var stofnað félag til þess að kaupa vélskipið Rán. Það var frægt skip, sem áður hét Leó. Það bomst á allra varir vegna þess, að það átti að sökkva því í bugtinni hérna. Það var búið að bora göt á það, en vélstjórinn komst að því, 'og það bjargaðist. Þetta var hörku- mikill viðbúnaður — það átti bara að kippa í spotta, og þá átti að korna leki að því. Þegar við feng- um þetta skip, sá maður tappana, sem höfðu verið settir i götin. Einhvern veginm fékk ég rétt- indi til skipstjórnar á þessu sfcipi. Fyrst vorum við í flutningum á Hornafjörð. Svo um veturinn var það gert út á veiðar og átti að fara á færi. í fyrstu ferðinni byrjuðum við út af Éystra-Horni, en lentum þá í vitlauisu norðanveðri og vor- um að hrekjast í tvo eða þrjá sói arhringa. Við ætluðum að taka land í Hornafirði, en það heppn aðist efcki. Þar fór skútan, en við björguðumst allir í land á Hvann- ey. Og það varð ekki meira úr þeirri útgerð. — Hvernig bar þetta til’ — Það var hvassviðri, tíu til tólf vindstig og um fimmtán stiga frost. Ósinn var fullur af krapi, svo að ferðim fór af skipinu, þegar við ætluðum inn, og þá lamdi veðrið svo þvert á það, að það lenti upp í Hvanney. Við sluppum slysalaust í land. Seglið og bóman — við ffiruðum þessu út og gátuim fikr- að okkur eftir bómunni og stokk- ið upp á klappirnar. Við Hermann heitinn, bróðir minn, urðum sam ferða eftir bómunni og drógum með okkur poka. í honum voru Skipsskijöl. Ég var á undan bon- um — hinir voru allir komnir í Iand — og ætla að stökkva upp á klöppina. En um leið kom að- 782 T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.