Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 3
Til eru utn 220 þúsund bjöllufegundir. Tvennt er þeim sameiginlegt: Líkamshlífarnar og bitkrókarnir. Stærsta tegundin er um fimmtán sentimetrar á lengd, en hin minnsta um þa5 bil fjórði hlutl úr miilimetra. í etkiskógum á Norðurlöndum geta menn stöku sinnum rekiit á stærstu bjöilutegundina, sem til er í Norður- álfu, allt að átta sentimetra langa. Karldýrið er með bitkróka, sem það notar í bardögum við sína líka. .....iat.iXM Ein bjölluegundin er nauðalik nas- hyrningl, að öðru en stærðinni. Krökt getur verið af hennl I sag- dyngjum og laufhrúgum um mið- bik sumars. Þessl tegund er fjög- urra sentimetra löng, og er undir- deild stórvaxnari ættingja. Herkúlesarbjallan er voldugust þeirra allra og stærst. Heimkynni hennar eru I hitabeltislöndum Ameríku, þar sem rotnun er ör. Hún er búin geysimiklum spjótum og i sannleika sagt heldur ó- árennileg. Egyptar hinir fornu töldu bjöllu- tegund eina heilagt dýr. Hermenn þeirra báru eftirlíkingu hennar, gerða úr steini, um háls sér. Þeir töldu hana tákn sólguðsins og væntu þess, að hún veitti vernd í her- förum. Þessi bjalla á sér heimaland í Suður. Evrópu, Mið-Asíu og um megin- hluta Afríku. Fæðu sína hnoðar hún í kúlur, sem karldýrið veltir með afturfótunum að þeim stað, þar sem búið verður. Kvendýrið eltir Það grefur siðan nokkurra sentimetra djúpa holu niður I jörðina. Kvendýrið skriður upp á kúluna og sígur með henni niður i holuna. Þar setjast svo hjúin að snæðingl, þegar allt er komið í kring. Hættulausir eru þessir lífshættir ekki. Aðrar bjöllur í ránshug geta gert árás, og þá tekst bardagi. Útl er um þann, sem veltur um hrygg. í miðjum dardaga getur svo þrlðji aðili stoiið fengnum. r í M I N N SUNNUOAGSBLAÐ 771

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.