Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 7
Hjónin á Bessastöðum í Dýrafirði, Solveig Þórðardótir og Jóhannes Guðmundsson, smiður og stýrimaður. áður en hann sök'k, var stórri ári skutlað frá skipinu. Henni var mið- að á sýslumann, en hæfði hann ekki, þvi að hann vék sér undan — þannig segist Þjóöólfi frá. — Og sikipshöfnin hafðist ekk- ert að, þó að svona færi? — Nei. Guðjón og Jón Gunnars- son urðu ekki viðskila við bátinn — þeim skaut upp með honum og gátu Hamið sig á honum marandi í sjólökunuim. Jón Þórðarson náði taki á ári og flaut á henni, en fað ir minn, Hannes Hafstein og Guð- miundur frá Lækjarósi náðu ekki í neitt sér til bjargar. En það gerði gæfumuninn, að Hannes var syndur og náði taki á bátsslglunni, er hann hafði velkzt iengi í sjón- um í vaðstígvélum og þungum yf- irfraklkanum, en hinir drukknuðu, faðir minn og Guðmundur. Og ár in nægði Jóni, móðurbróður tnín- um ekki he'ldur til lífs — hann drukknaði þarna líka. Og þeir á togaranum hljóta að hafa horft á þá brjótast um í sjólokunum, hang andi á árinni, þarna rétt aftan við skipið. — Sást þetta úr landi? — f Llaukadal var maður, sem hét Guðmundur Eggertsson ,gam- all maður og virðuiegur. Hann hafði fylgzt með þessu í sjónauka. Ólafur Ólafsson, sem seinna var skóiastjóri á Þingeyri, var þar, þá drengur, og hann sagði mér ein- hvern tíma, að hann hefði séð, þeg- ar Guðmundur var að virða togar ann fyrir sér í sjónauka sínurn. Alit í einu kastaði hann honum frá sér og M/jóp í átt til sjávar, og þetta varð Ólafi svo minnisstætt af því, að hann hefði aldrei fyrr séð Guðmund hlaupa. Það voru víst tveir bátar, sem mannaðir voru í Haukadal, þótt ekki færi nema annar ala leið að togaranum, og þegar þeir voru komnir langleiðina vörpuðu skip verjar loks bjarghring í sjóinn. Fram að því höfðu þeir bara horft á, og skipsbáturinn var aldrei losað ur. Það er sagt, að þeir Guðjón og Jón Gunnarsson hafi verið búnir að marglhrópa upp á togarann og spyrja, hvort elkki ætti að revna björgun, en fengið þau svör ein, að menn væru að búa sig til þess, Nú, til sýslumannsins vörpuðu þeir kaðli, svo að hann hefui að minnsta kosti verið þarna rétt vi5 skipshliðina, og innbyrtu hann sið- en með þeim hætti, að þeir festu í honuim krókstjaka. Hann var þá rænulítill orðinn, en missti samt aldrei meðvitund. Og sem hann lá þarna magnþrota uppi á tuimum á þiifarinu — þar lögðu þeir hann — þá seildist einn skipverj- anna, er hann ætlaði vera mat- sveinn, eftir tygilhnífi, er hann var með í slíðrum, og otaði að honum, líkt og til ögrunar. Guðjón og Jón komust einnig upp á skipið. og þá vildu þeir fá niður í vélmrúmiö. En þeir bjuggust ekki við neinu góðu og þágu ekki boðið. Haukdælir réðust þegar til unp göngu, er þeir komu að togaran- um, og tóku mennina, án bess reynt væri að tálma gerðutn þeirra. Líkl Jóns Þórðarsonar, sem sennilega hefur flotið á sjón'im náðu þeir líka. En Englendingar innbyrtu vörpu sína hið skjct- asta og sigldu síðan út fjörðinn. — Sætt' þessi verknaður ekki hörðum di)muim? — Það má nú nærri geta — r f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 775

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.