Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 16
iVAR LO-JOHANSSON: Jón Eiríksson og rottugildran i. Ebkert land hefur alið jafn marga snillinga og Svíþjóð. En fá- ir einir hafa orðið nafnkenndir. Flesta þeirra hefur andbyr og ör- birgð lagt að velli í kyrrþey. Þeir hrópa til oikkar utan úr myrkri gleymökunnár eins og útburðir. Langflestir þessara manna ólust upp í skógunum, og svo til ævin- lega byrjuðu þeir að spreyta sig við læk. Lækurinn eða áin voru uppsprettan — þar kviknuðu.hug- myndirnar. í fjarska voru úthöf hiimins og jarðar. Bræðurnir i Hagakoti, Níels og Jón, ólust líka upp við læk. Þeir sátu berfættir við lækinn og horfðu 1 strauminn, þegar yngri drengur- inn gerði fyrstu uppgötvun sína. Það átti náttúrlega að verða eilífð- arvél. Seinna gerði hann hverja uppgötvunina af annarri: Hann fann upp gufuvél, hreyfil, eimvagn, herskipið Monitor, sem úrslitum réði í Jwælastríðinu bandariska, sólvél. Áttatíu og fimim ára gam- all reyndi hann að finna upp not- hæfa rottugildru. Það varð honum ofviða. EiMfðarvélin og rottugildr an er ramminn, sem lykur um láf Jóns Eiríkssonar. n. — Þú getur teiknað, en mér dettur margt í hug, sagði drengur- inn, sjö ára gamall, við Níels, eidri bróðurinn. — Það er mest varið í að geta teiknað. — Ég get lí'ka teiknað. Og Jón tók pappírspoka og teiknaði á hann námavélar, sem voru nákvæmlega eins og náma- vélar, sem hann hafði séð við Kofavatn. Seinna bjó hann til námu með ötlu, sem í henni átti að vera, í þrjáfcíu sentimetra djúprí holu í Iækjarbakkanum. Þegar hann æfclaði að láta vélarnar fara að starfa, veitti bróðir hans þvi athygli, að sumir hlutar þeirra voru öðruvíisi en títt var. — Þetta er efcki rétt, sagði hann. — Þetta á að vera öðruvísi. — Þessu breytti ég, sagði Jón. — Það er betra að hafa það svona. — Hvað kallarðu þetta eigin- lega? spurði hinn. — Það heitir uppfinning, sagði Jón kotroskinn. Faðir drengjanna var námamað- ur, og hann bom niður að lækn- um og fébk að sjá námulíkan son ar síns. — Að manni sfculi ekki hafa dottið í hug að hafa þetta svona? sagði hann forviða. — Þetta hlýt- ur að vera mun hentugra. — Þá getið þið bara breytt þessu eins og ég vil hafa það. Faðirinn var hugsi. Það var undrabarn, sem lék sér þarna við lækinn. Undrabörn komu mönn- um oft á óvænt með nýjar hug- myndir. — Þú verður að fá einkaleyfi á þessum útbúnaði, sagði hann lágt og vildi ebki láta son sinn sjá, að hann komst við. — Hvað er einkaleyfi? — Það er svoleiðis, að þá eiga menn það alltaf sjálfir, sem þeir hafa fundið upp. Aðrir mega ekfci búa til leyfislaust. . ' - . — Get ég fengið. einkaleyfi? Faðirinn dró svarið Við sig. — Kannski er ebkí .alltaf hlaup ið að því, sagði hann. Fæstic fá líblega neitt, þófct þeir - finní eitt- hvað upp. Honum datt í hug gamalí spá- dómur. Fyrir hans daga hafði ver ið fjósafcarl á þessum slóðum. Hann var kalaður Eiríkur halti. Hann var í seli með kýrnar, en bom á sunnudögium til bæjar til þess að sækja sér mat. Einn sunnu laginn bom hann ebki. Yngström, sem seinna varð tengdafaðir ólafs Eiríbssonar, var sendur til þess að leita að fcarli. Hann fann hann í Möðu, að dauða borninn. — Það var gott, að þú komst, áður en ég dó, sagði karlinn, — svo að ég sagt þér dálítið; sem ætt þin á í vændum. í nótt bom grá- skeggjaður karl hérna inn i hlöð- una að bólinu mínu. Hann sagði, að það yrði byggt hús hérna niðri á ásunum, og í því myndu fæðast fcveir drengir. Nafn annars þeirra verður frægt í öllum löndum ver alidarinnar. Dag einn árið 1810 kom faðir drengjanna heim til sín í Hagakot og hafði mikil tíðindi að segja. — Við förum héðan, sagði hann. Drengirnir heyrðu þetta. — Hvers vegna eigum við að fara héðan? spurðu þeir. — Ég hef fengið vinnu við Gautaskurðinn, sem þeir eru að grafa. — Er nöbkur lækur þar? spurðl yngri sonurinn, hann Jón litli — Ebki kannsfci lækur endilega. En það á að grafa þar breiðan skurð, svo að skip geti siglt eftir honum alla leið til sjávar. Þegar fólkið var að búast til brottferðar, kom í leitirnar hlut- ur, sem höfundurinn hafði ekki hirt um að sýna öðrum. Þetta var Ikast grind undir hverfistein. Hjól og ásar úr viði. Smíðinni var sýni- lega efeki lofcið. — Hvað er þetta? spurði faðir- inn, áður en hann fleygði þvi á sorphauginn . — Það er bara eiHfðarvélin, sagði Jón lifcli. — Fleygðu henni. Ég ætla að búa til aðra, hvort eð er. Undrabörn hafa sína vanfcanta. Það er auðveldara að ala upp venju leg börn. Jón var miklu minni vexti en hæfði aldri hans. Svíi, sem .eitthvað átti að verða úr, varð að vera hávaxinn. Foreldrarnir urðu að sætta sig við þá tilbugsun, að efcki yrði neitt úr Jóni. Líkaminn stækkaði of seint. En í höfði Jóns uxu hugmyndirnar, sem fyrst höfðu skotið rótum við læfcinn. Við Fossvífc á ströndum Vænis, þar sem foreldrar hans sett ust nú að, var ebki læbur, heldur á. Þaðan átti skipaskurðurinn að liggja um Vestur-Gautland og siíð- an aUt út að hafi." Þangað hafði verið stefnt mikluim vinnuflokkí, sem átti að grafa skurðinn rneð berar hendurnar á skóflunum. Það hefði þó efcki verið ætlandi öðr um en jötnum. Klukfcan fjögur á morgnana var bllásið til vinnu, og 784 t M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.