Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 9
arinn var tekinn. í Höfn frétti hann, að togarinn hefði heitið Royaíist. Hann gerði yfirvöldum þegar viðvart urn atburðinn á Dýrafirði, og víst er það ,að hæsti- réttur Dana dæmdi Nilson að loik- uim í tveggja ára fangelsi, og enn framur sikyidi hann greiða ekkjim- um bætur, móður minni 3600 krónur og ökkju Jóns Þórðarson- ar 1100 krónur. Vafasamara er, hvort hann var að ráði í fangelsi. í janúarmánuði 1902 fórst hann svo við kletta nálægt Grinda- vík, ásamt alri álhöfn sinni, ellefu mönnurn. Hann var þá á togara, sem liét Anlaby, og mun þetta hafa verið fyrsta ferð hans á íslandismið á því skipi. Það var lokauppgjör tilverunnar við hann. En geta verður þess, að einu sinni hitti ég mann í Hafnarfirði, Þórð Einarsson, sem taldi sig vita, að Nilson hefði ekki verið jafnvond ur og hann var almennt talinn. Stýrimaður hefði verið á vakt, er mennirnir drukknuðu, og skip- stjóri neðan þilja. Ég get engan dóm lagt á það, hvað hæft kann að vera í þessu. — Manst þú sjálfur þessa at- burði? — Það er auðvitað margt óljóst fyrir mér. Ég hef þetta náttúrlega mest eftir frásögn annarra. En eitt stendur mér Ijóslifandi fyrir hug- Skotssjónum. Móðir mín hafði far- ið út að Mýrum, og þá voru syst urnar þar, Ingibjörg og Guðný, að tala um það sín á milli, hvor þeirra ætbu að segja henni tíðind- in. í sarna bili kom móðir mín þa-r að, sem þær voru, syst-urnar, og sagðist vita, hvernig komið væri. Jóihannes hefði ætlað að vera kom- inn heim um þetta leyti. En fyrst svo var ekki, hiyti eitthvað að vera að. Hún hefði alltaf mlátt treysta orðurn hans, hann hefði aldrei brugðizt sér á nokikurn hótt. Svo var sent eftir mér, og ég man það alia ævi, að hún lá grátandi uppi í rúmi, þegar ég kom inn. Svo fast hefur þetta grópazt í hug minn, að ég man, að hún lá á vinstrí hliðinni. Ég man iíka orð hennar: Nú ætti ég engan föður, n-ema guð á liimn- inu-m. Þá kastaði ég rniér á hnén við rúmstokkinn og sagði, að hún mætti ebki deyja Mka. — Hvað fcók svo við fyrir ykk- ur? Fenguð þið einhverjar bætur? — É-g hef nú a-lldrei heyrt nei-tt um þessar bætur, sem Nilson átti að greiða og þylkist vita, að þær hafi aldrei taomið til skila. Við hefðum verið rík, ef við hefðum fengið þær — þrjú þúsund og sex hundruð krónur. En á alþingi ár- ið 1901 var þetta mál tekið fyrir, og samþykkt að greiða móður minni tvö hundruð k-rónur á ári. Fimimtíu krónur átti hún sjálf að fá og hvert barn fimm- tíu krónur. Þessi barnalífeyrír skyldi þó falla niður ferming- arárið, og greiðslan til móður minnar, þegar síðasta barnið hefði verið fermt. Við þetta var staðið. Aðrir, sem misstu sína, munu ekki hafa fengið neitt. Þetta byggðist á því, að faðir minn var kvæntur og átti börn. Þannig var þeim hyggl að, sem höfðu svo að segja horft á ástvini sína drepna í þjónustu landsins. En heima í héraði var skotið saman eins og oft tíðkaðist og Skipt 'á milli allra. — Hvað tók móðir þin til bragðs? — Hjónin á Mýrum buðust til þess að taka eitt barnanna í fóst- ur, og auðvitað var ekki 1 kot vís- að að alast upp á því heimili. En hún hafði mikið misst, mann sinn og eina albróður sinn, sem henni var haria kær. Hún gat ekki hugs að til þess að sleppa hendinni af neinu okkar. Þetta leystist svo, að Kristján og Sigríður í Meira-Garði buðu henni að vera hjá sér með börnin ÖM. Við fengum þar inni fyrst í stað í litlum bæ, sem Jón, frændi minn, hafði átt, og þar var móðir mín sjálfrar sín, sem kallað var. Yngsta barnið, bróður minn, tóku Meira-Garðshjónin í fæði, en móðir miín hjálpaði til í staðinn — með henni er Guðbj örg, dóttlr henn- ar — litta stúlkan, sem dó í faSml hennar á jólanóttina 1906. hvað hún gat, mjólkaði í kvíum og vann 1 heyi. Svo vorum við krakk- J arnir notaðir til snúninga eiiis og | gengur. Móðir mín átti iíka alltaf j fáeinar kindur, og ég gat ekki ann- j að sagt en okkur liði bærilegj. ' Það var þröngt um vik og varð | að halda vel á öllu, en við bjugg- j um ekki við skort. Hjónin í Meira-Garði voru af , bragðsmannesikjur, og þau hlupu j undir bagga með fleiri en okkur. i Sama haustið og þau tóku mömanu ; og oikkur öll, tóku þau í fóstur ; nýfætt barn. tvíbura — það var Framhald á 789. síðu. Solveig Þórðardóttir og synir hennar: Sigurður, sem lengi var jarðræktarmaður í Húnavatnssýsiu og seinast húsvörður í gagnfræðaskólanum vlð Vonarstrætl, og tiil hægri Inglmar kennarl, sem segir þá sögu, er raJeln er á síðunnl á undan. 777 j r í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.