Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 10
Raddir fugla og rannsóknir á þeim Sumarið 1967 heyrði fuglafræð ingur einkennilegt hljóð í mýrar- fenjum nálægt Húsikivarna í Sví- þjóð. Hann þóttist viiss um, að þetta væri fugl, þótt hvergi sæist hann. Hann tók hljóðið á segulband og bar það síðan saman við raddir annarra fenjafugla í Norðurálfu og Síberíu. En allt kom fyrir ekki. Þá tók hann röddina ókennilegu uipp á annað segulband, er hann sendi til Ameríku til rannsóknar. Þar var sá úrskurður kveðinn upp, : að þetta væri rödd amerískrar ! reyrþvarategundar, sem einhvern veginn hefur hrakizt austur yfir í Atlantishaf og ftækzt tl Svíþjóðar. Vílkjium að öðru. Þegar hæna liggur á eggj'um, mó oft heyra ungann tísta í egginu, þegar að því Iður, að brydda taki á nefinu í gegn um skurnið. Sé nú viðvörun aiMjÓð hænu, sem vakir yfir ung- um slínum, tekið upp á segulband og leikið í nánd við eggið, þagn- ar unginn undir eins. Innibyrgður í eggi sínu og affls óvitandi .um ver öidina utan þess, Hýðir hann við- vöruninni. Það eru eðlislæg við- brögð hans gagnvart þessu hljóði. Enn eitt dæmi: í héruðum i Bandaríkjiunum, þar sem mýbit er miikil plága, hefur suS kvenflug- unnar verið tekið upp á segul- band og síðan varpað út í gegn um hátalara. KarMugur renna und ir eins á hljóðið, enda er leikur- inn til þess gerður. Þær lenda i örfínu neti og eru síðan gerðar ófrjóar með þeim geislum, sem til slíkra hluta e ru notaðar við sikordýr. Að því búnu er þeim sleppt. Árangurinn verður sá, þar sem þetta er margendurtekið, að heil kynslóð mýfl.ugna misferst, og flugnapMgan rénar til muna. Þetta eru þrjú dæmi um nýstár- legar aðferðir, sem nú er farið að beita við rannsóknir, tittraunir og tortímingu meindýra. Tii er orðin ný fræðigrein, sem tekur til allra httjóða, sem lifandi verur gefa frá sér úti í náttúrunni, og hagnýtingu þeirra í einum eða öðrum tilgangi. Menn fönu fyrst að gefa sig að þessu að ráði upp úr 1960 og hafa nú tygjazt altts konar rafseig.ultækj- um og áfcaflega næmum hllijóð- mælitækjum. Þau not, sem þegar eru orðin að þessari fræðigrein, eru dæmi um það, hve nú er orðið stutt á mittli uppgötvunar og hag nýtingar. Ingimundur fiðla henmdi eftir fugluim, og máski hefur leikní hans verið svo mikil, að hann hafi getað með því laðað þá að sér. Kannski hafa fu-glarnir flykkzt að heilöguim Frans frá Assisi af þvi, að hann hafi kunnað þá list. Theó- dór frá Bjarmalandi talar röddum tófunnar jafnhiklaust, að skilja má, og sæmiiegur málamaður er- lenda tungu. Hann getur seíað ótta tortrygginnar grenlægju og látið refi renna á hljóðið. Væri viðvör- unarhljóð refs, er hann heíði fest á seigulband, leikið annað veifið á refaslóðum á vorin, er visast, að engin tófa þyrði að tteggja þar í greni. Þvíilk kunnátta eftirtektarsamra manna, er hafa gott vald á radd- færutm sínum, er sem undanfari þess, er nú að verða hagnýt vísinda'grein. Menn, sem hafa feng- ið tækifæri titt þess að hettga sig nólkvæmum rannsóknuim, án þess að þurfa að Ihafa áhyggjur af Jífs- framfæri sínu, búnir fulttlkomnustu tækjium, sem völ er á, hafa geng- ið á lagið o,g gera það mittlittiða laust, er áður var eftirbarana. 778 T 1 M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.