Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 22
myndi vilja, að við höguðum ofck- ur. Þó að ég missti föður minn, þegar ég var á áttunda ári, var hann fyrir atbeina móður minni samt nálægur ofckur. Vilji hans lifði í henni, og bún miðlaði okkur honum. En hún náði sér aldrei til fulls eftir slysið. Hún var hjart- veik, og hún gat ekki hugsað til þess, að við bræðurnir færum á sjóinn. Kristján í Meira-Garði var skipstjóri á þilskipum á sumrin, og henni leið alltaf svo iJia, þeg veður spilltust, að mér er það minnisstætt. Annars var hún stiflt kona og bar ekki tilfinningar sín- ar á torg. Já, hún kunni vel að stffla sig, gamla konan. Það var eitt meðal annars, sem henni var gefið, aS hún var mjög nærfærin. Ef eitthvað var að skepn um, var hún oft fengin til þess að h'jáipa til dæmis kúm við burð, svo að eitthvað sé nefnt. Hún var líka fengin til þess að kenna krökk um lestur og kver, og núna nýlega var frændi minn einn og nafni að segja mér af konu að vestan, sem hefði verið að rifja upp, hve þakk lát hún væri fyrir þá kennslu, sem hún hefði notið hjá henni. Sjáif var móðir mín bókfhneigð, en lærði að draga til stafs í sand eða á snjó- skafl í bernsku suður á Rauða- sandi, og varð mjög vel skrifandi. Svo hafði það líika sitt fyrir okk ur að segja, að í Dýrafirði var gott félagslíf. Samtök ýms hófust þar snemma, fyrr en sums staðar ann- ars staðar. Fyrir aldamót var þar bindindisfélag og söngfélag, og eft- ir aldamótin ungmennafélag og stúka. Fyrstu ár aldarinnar var Rögnvaldur Ólafsson bygginga- meistari heinna í Meira-Garði á sumrin — hann var hálfbróðir Kristjáns — ,og hann opnaði okk ur nýja sýn. Stundum voru líka samikomur, skammt að Mýrum, þar sem var fjölmennt gleðiheim- li fengsælla framfaramanna, heim söknir um hátíðir og oft glatt á hjala. En það er önnur saga, og hana ætla ég ekki að rifja upp frekar. ★ Ingimar Jóhannesson stendur upp. Það er merki þess, að hann vill etoki, að þessar samræður verði öllu lengri að sinni. Hann á lfka erindi að rækja annars staðar Hann kveður með þéttu handtaki. Það er traust eins og annað í fari hans. J. H. RADDIR FUGLA - Framhald af 779 síðu. Það geta menn einungis fengið hugboð um, þegar hann hefur ver ið tekinn á segulbönd og hraðinn minnkaður til mikffla muna. Söngurinn er að langmestu leyti i tengsluin við kynferðislíf fugl- anna. Meðal annars þjónar hann því hlutverki, að engin mistök eigi sér stað. Röddin leiðir réttar tegundir og afbrigði saman. Sönglævirkinn er mikill tón- meistari. Hann nær 192 tónum á sekúndu. Hann er óspar á að æfa sig. Annars eru sum hljóð fugla, sern mönnum finnst ékki til um, í rauninni mjög tigin tóniist að hljómfalli-og allri gerð, þegar þau eru rannsökuð ofan í kjölinn. Önn- ur fá lægri einkunn en ætla mætti að óreyndu, þegar allt er kannað. Svo er um svartþröstinn, að hann reynist heldur slakur söngvari. tónar hans eru óhreinir. Stoikurinn hefur fugla bágborn ust rad'dfæri. Ungarnir geta að- eins skrækt og mjámað, en fufl- orðnir storkar geta ekki nema geiflað nefið. Það er óleyst gáta, hvers vegna storkurinn hættir svo snemma að þroska rödd sína og beita henni. Önnur óráðin gáta er mállýzka fuglanna. Bókfinka á Borgundar hólmi og Norður-Sjálandi hefur ekki sama raddfar, og má þar finna greinilegan mun. Danskur fuglafræðingur, sem var á ferð um Skotland, rakst þar á bók- finku í afskekktum dal. Hún söng upp á þann máta, sem stöilur hennar á Borgundarhótoni temj3 sér. Það hefur einnig komið á daginn, að næturgalarnir á norð- urströnd Sjálands syngja öðruvisi en kynbræður þeirra í Hornshér- aði, á skaganum á milli ísafjarð- ar og Hróarskeldufjarðar. Kannski lúta fuglar svipuðum lögmálum og mennirnir: Mállýzika myndist, þeg ar þeir halda sig á afmörkuðum svæðum. Lausn 32. krossgátu Söngfugliar eru mjög vel búnlr radidifærum eins og gefur að skilja, og stundum liggur við, að segja megi, að þeir misnoti mikla hæfi- leika .Danskur fuglafræðingur þótt ist einu sinni heyra þyt í loíti, likt og igæsaflokkur þreytti þar flug. Hann leit upp, en gat ekki komið auga á nokkurn fugl. Loks upp- götvaði hann, að þetta hljóð kom frá stara, sem sat einn á grein og skemmti sér við þessa hljóðæfingu. Þetta er ekkert einsdæmi. En torráðið er, hvers vegna fuglar hregða fyrir sig þess konar eftir- hermum. Sumum hefur dottið i hug, að þeir geri það til þess að fæla burt keppinauta eða óvini. En ekki getur sú ráðning ævinlega átt við. Dæmi er um það, að sef- söngvari hafi rekið upp hljóð, sem var nákværn eftirlíking af bumbu- slætti Svertingja í frumskógum Afríku, og hefur fuglinn varia gert það til þess að fæla burt blökfcu menn, þótt hann kunni að hafa heyrt þessi bljóð í veturvist í Afríku. Annars fcunna eftirhermur fugla að stafa af ósjálfráðri hneigð til þess að lífcja eftir því, sem þeir heyra. Kannski ekur garðyrkju- maður á undan sér ískrandi hjól- börum. Andartaki siðar endurtekur stari hljóðið. Það ber líka við, að svartþröstur bregður fyrir sig broti úr mennsfcu lagi. Til dæmis eiga danskir fuglafræðingar segulbands upptöfcur, þar sem bregður fyrir sbúfum úr Jyden han er stærk og sejg og Julen har bragt velsignet bud. Svartþröstur í Holti, norðan við Kaupmannahöfn, æfði sig um tirna á hverjum degi á broti úr fiðlukonsert eftir Beethoven. —rr S J Ö ft * f K ft 3> L fl * ú r / t 'n t fiR r n + 1 A N Ö Jf L '0 CU ít L E C 11 A Í £ T ft P A K '0 3 *'0 D ft* * ft v ? u n fl M £ H Tt 1 B Ú R L V 1 AK A R AT* L A F £ 1 n n ; jt A u u B C Lfl 1 N N i F A K M G ft U P fl 1 fl l M Ö R U t TN.T B l O F J> K A * 0 L> L T fl Fl, 1 Nfl 0 ft U 1 i n ó l fl ’fi K T R ft ft J> Æ S N A u i> Y U K 0 'fl L K U K U 1 p l l J) H H 0 n A N l K R ft fl $ ft i Ö J N i P U i -*J> HCSTOFUNNl 790 TlMINN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.