Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 20
honitm árnaðarkveðjur. En hann gekk ekki elnu sinni út á svalirnar og veifaði til þeirra. Það var ekki sjón að sjá bætta og staglaði fata- garma hans. Það var ekki sjón að sjá hann sjálfan. Hann sendi Samúel Taylor út á svalirnar í sinn stað. Þar tvísté hann vand- ræðalega, því að þessi fagnaðarlæti beindust ekiki að honum; Hann gat ekiki komið I stað húsbónda síns. Hann gat ekki einu sinni borið fram neina afsökun við æpandi fólkið niðri á götunni. Húsið hrörnaði lika. Marmarinn á útiþrepunum veðraðist, og hand- riðin ryðguðu sundur. Ryðið tærði járnið í svalagrindunum. Viðurinn í hliðgrindinni og gluggapóstunum fúnaði. Gólfteppi og renningar gat- slitnuðu, og Anna varð að stagla þetta, svo, að seinast voru þetta ekki annað en samannjörvaðar tusk ur. í staðinn fyrir blómin í glugg- unurn voru komin gerviblóm úr pappír. New York hafði þanizt út, og sí- fellt vantaði lóðir. Trén í garðinum, sem kenndur var við postulann, höfðu verið höggvin, og fugla- söngurinn var þagnaður. Við bakka Hudsonsárinnar höfðu þotið upp bryggjur og hafnarbakkar og Langar raðir vöruhúsa, sem löðuðu að sér herskara af rottum. Eim- vagnar og brautarlestir hvinu og skröltu fram og aftur allan sólar- hringinn, einsetumanninum, sem fann bæði upp eimvagn og gufu- vól. til mestu leiðinda. Auðmenn irnir og tignarfólkið, sem búið hafði við þessa götu, var farið burt þaðan, og í staðinn voru komnir þangað fátæklingar, sem brevttu henni í öreigahverfi. Betlarar sneru spiladósum sín- urn i húsagörðum, og hanar gólu á sorphaugum. Gamii maðurinn í Strandstræti 36 gerði út menn lii þess að kaupa hanana og höggva þá. En nýir hanar fylltu skörðin jafnóðum. Stelpur glömruðu dag og nótt á hljóðfæri, þangað til hann sendi þeim gullbjöllur, til þess að þær hættu. En þær hengdu bjöllurnar um hálsinn og spiluðu af enn meiri ákefð en áður. Loks var hið fornfræga hús Jóns kap- teins Eiríkssonar orðið eitt eftir í hverfinu. líkt og minnismerki horf- innar dýrðar. Herbergin voru full af líkönum, og í garðinum og á þakínu voru undarleg virki, íhvolf- ir skildir oflf trog. Þetta var sól- véltn. 783 Það féklk vængi, að Jón Eiríksson væri gripinn mikilmennsku brjálæði. Finngálknið Grosswahn hafði lengi setið um þennan ein- búa. Nú hafði honum hugkvæmzt að virkja sólarorkuna eins og hann hafði áður fundið upp skipsskrúfu og ótal margt annað. Hann sagði, að sólarorkan væri eilíf og úr henni blaut að vera kleift að ná allri þeirri orku, sem mennirnir þörfnuðust, þegar kolin i námun- um og otían í jörðinni þyrri og atíir fossar væru þagnaðir. Stundum velti hann lengi vöng- um yfir því, hvað uppgötvun var í raun og veru. Hún var ekki neitt, áður en hún var gerð. En þegar hún hafði verið höndluð, birtist hún í mynd vélar. En andi upp- götvunarinnar var horfinn, og sjálf var hún ekki lengur neitt merki- legt. Hver, sem var, gat líkt eftir vélinni og tekið hana í notkun. En virkjun sólarorkunnar hélt áfram að vera dularfuil. Sólvélin stóð ofar öllum uppgötvunum. Hún var eign hins mikla anda. Hún var ekki til nema í hugboð- inu, í heimi skáldskaparins. Anna Kassidy ko>m inn. Póstur- inn hafði komið, og hún var með mörg bréf, þar sem utanáskriftin var ekki annað en þetta: Jón Ei- riksson, Ameríku. — Höfuðsmaðurinn verður að finna upp vól, sem getur kálað rottuskömimunum, sagði hún. Þær koma hingað í hópum úr vöruskemmunum við bryggj- urnar. Það er orðið fullt af þeim hérna í húsinu. Jón Eiríksson leit ekki einu sinni upp . — Ekki hef ég séð neinar rott- ur. En í sömu andrá skutust tvær eða þrjár, sem villzt höfðu inn i vinnuherbergið, út í eitt hornið. Litlu, írsku ráðskonunni dauðbrá: — Sjáið þarna! — Ég má ekki vera aS því að hugsa um þennan póst, sagði gamli maðurinn, þar sem hann sat á plankastúfnum og grúfði sig yfir teikniborðið. Það bljóta allir að sjá, að ég er önnum kafinn. Hann var í talreifara lagi í belta skipti og reyndi að gera ráðskonu sinni skiljanlegt, hvernig á stóð. Hann benti á teikningarnar að út- búnaðinnm. sem átti að beizla sól- arorkuna, er í raun og veru var ekki annað en eilífðarvélin, sem hann hafði haft í smíðum í bernsku. Hana ætlaði hann að kijást við framvegis. Hann hafði þegar komizt svo langt með þessa nýju uppgötvun sína, að hann gat steikt kjúkling við hita frá sól miðlara uppi á húsþakinu. En Anna Kassidy lét sér fátt um Slrkt finnast. — Það væri annað, ef höfuðs- maðurinn fyndi upp rottugildru. Loks leit hálfníræður uppfinn- ingamaðurinn á hana. Hún hafði tóka elzt þessi litla, rauðhærða, írska kona. Vélarhlutirnir í mann- skepnunni slitnuðu, þó að allar aðrar vélar entust .Þeir tærðust og duttu í sundur, án þess að úr yrði bætt.. — Er það tilætlunin, að ég hætti við það, sem ég er að gera. og fari að teikna rottugildru? — Já, það finnst mér .Ég er bú in að kaupa gil'drur í hundraða- tali. Og þær eru ónýtar. Uppfinningamaðurinn lét eins og hann gæfi þessu engan gaum. Um nóttina var hann andvaka og hugsaði um virkjun sólarorkunn- ar. En svo skaut orðuim ráðskon- unnar írsku upp í huga hans. Þau gerðu honum gramt í geði. Það var eins og hún hefði verið að hæð ast að uppgötvunum hans. Þó hafði hún ekki gengið svo langt að minna liann á, að hún var ráðs kona hjá mifclum uppfinninga- manni, sem allur heimur talaði urn, snil'lingnum fræga. En samt sem áður hafði 'hún tvístrað öllum á- ætlunum hans um sólvélina með því að heita á hann að búa til rottugildru. Hann brölti á fætur og kl'ædd- ist, þótt útliimirnir vildu helzt skerast úr leik, þegar hann tróð sér í larfa sína. Siðan rambaði hann að teikniborðinu. Hann sóp- aði burt öllum uppdráttum og teikningum, sem þar lágu, og lét nýjan, hvítan pappír á brettið sitt. Svo fór hann að blístra eins og hans var vandi. Loks byrjaði hann að teikna spánýja uppfinningu. Enginn, sem séð hefði frumdrætt- ina, hefði getað liátið sér detta í hug, hvað þebta átti að verða. Enn var þetta eikki nema hugmynd á borði uppfinningamannsins. Fyrst hafði honum fundizt þetta allt of auðvelt viðfangsefni handa sér. Svo kormst hann að raun um, að það var of erfitt. En þessu var hann vanur. Það voru torfærurn- ar, sem alltaf höfðu eggjað hann. Hann gerði hvert uppkastið af T Í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.