Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 15
FjöUin seyöfirzku eru bæði brött og há. af reyknum, en það gerði nú ekik- ert til Við vorum í skjóli þarna þennan dag fram undir kvöld. Við Ihiölfðum gert vart við okfcur með þVi að reisa upp spýtu með poka- druslu á, og þeir í Höfn svarað því með að fiagga. Þeir tóku eftir oklkur og vissu af okkur. Svo var það bezta: í skúrnum var dauð hnísa. Við höfðum ver- ið matarlausir í tvo sólarhringa — al'ltaf að hrefcjast undan veðrinu — og höfðum ebkert matarkyns með ofckur nem.a smjörlíki, sem kastaðist upp í krapahrönninni, þegar skipið strandaði. Svo ég segi við piltana: „Blessaðir, takið þið smjörlíkið og étið, og svo skuluim við éta spifcið af ihnísunni, það er á'byggi- lega 'boillt.1* Svo Skáruim við spikið í þunn- ar sneiðar og steiktum á teinmn yfir eldinum, og þetta var fínasti matur — alveg eins og beifcon. Við fundum l'íka fötu þarna og bræddum fclaka og suðum hnísu kjöt yfir bálinu. Undir fcvöl'd komu Austfirðingar, sem voru í Höfn, á báti yfir til ok'kar. Það var svo mifcil'l ís, að þeir urðu að smjúga á miilli jakanna og hólfsetja bát- inn suims staðar vfir fjörðinn. — Var farið að lægja? — Það hafði efcki lægt, en það var snjólaust, bara hvasst. Þarna var engin hreyfing og er efcki jnni á Hornafirði. Þórhallur Daníelsson sendi okfcur fullan poka af sokk- um og vettlinguim, treflum og peysuan. Þeir vissu vel, hvað var að taka á móti strandmönnum. Skaftfellingar. Þeir bomu líka með oliíubrúsa og tvo príimusa, kaffi og kringlur og allstórt glas af Hoffmannsdropuim, sem átti að hressa upp á mannskapinn .Þeii vissu ekfci fyrr en við hittum þá þarna, að okkur leið öllum vel. Svo fórum við sex með þeim í land urn kvöldið en níu urðu að vera í skúrnum um nóttina Þeir sögðu draugasögur, en svefnsamt varð þeim víist ekki. Við vorum svo í eina vifcu á Hornafirði í góðu yf- inlæti, unz kleift var að koma okk ur austur aftur. — Hvað tók þá við? — Við fengum annað skip út á þetta. Það hét Faxi, og var frægí sfcip í Reyfcjavík. Sigurður Pét.urs son hafði átt það og gert út á troll- veiðar fyrir bæinn. Þetta skip átti ég svo að reyna að vera með, en þá varð ég fyrir þvi óhappi að lenda upp á Sogeyri á Hornafirði. Við höfðum farið út á ldnuveiðar, og þegar við ætluðum inn, lent- um við í straumnum. Ég var ekki nógu kunnugur þarna til þess að náða við þetta og lenti upp á þess- ari eyri, sem síðan hefur eiginlega verið kölluð Faxaeyri. Þar lágum við svo í 4—5 daga, en þá tókst okfcur að losa skipið. Eftir þetta fór ég ekfci á þessi stærn skip meira. Ég fór aftur á bátana — það var eins og þeir hentuðu mér betur. En upp úr þessu Hornafjarð arvafstri förum við svo að snúa ofckur að útgerð á Hornafirði á litlu bátunum. — Nú? — Það var gripið til Hornafjarð ar vegna atvinnuleysis heima á Seyðisfirði. Menn vonu farnir að hafa það gott á Hornafirði — bara gott. Sum árin var þó lítið eins og gengúr. Kreppuárin milli 1930— 1940 voru slæm. Alltaf tap. — Fenguð þið styrki? — Já, það var nú til. Eitt ár var ördeyða á Hornafirði. Þá voru borgaðir ein'hverjir smáaurar handa sjómönnum, 100—200 krónur. Á kreppuárunum var stofnaður kreppulánasjóður bænda og sfcuidaskilasjóður fyrir vélbátaeigendur. Þá var gert upp þannig, að lausaskuldirnar voru greiddar með 2% vöxtum. Föst llán voru látin halda sér. Ég man þetta vel. Sumir áttu inni hjá okk- ur — etoki þó mikið — og töpuðu einhverjuim krónum, en það voru smémiunir eins og nú er komið. Surnt af þessu gat ég jafnað alveg siðar. En það hélt alltaf áfram að vera rekstrarhalli á útgerðinni Ég var til dæmi'S kominn aftur i lausa skuld, 27 þúsund krónur árið 1939. 1939 var eina árið, sem út- gerðin bar sig þennan áratug. Svo fcom stríðið. Þá seldum við fisk- inn um leið og við fengum hann, og fengum borgað jafnóðum Áð- ur höfðum við orðið að liggja með hann. 1943 seldi ég svo bát og veiðarfærin og hætti útgerð Mar og Már □ T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 783

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.