Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 5
í Afrífcu og Asíu, hirða þá ekki svo mijög rnn landhelgislínu. Strandgæzlan er bágborin, og þeir draga vörpu sína, þar sem þeirn þóknast. Þeir víla ekki fyrir sér að vera að veiðum dag eftir dag í atlra augsýn rétt fyrir framan fiski þorpin og útróðrarverin íslenzku. Þeir ráða ísleridinga á skip sín til þessara veiða, ef þeim verður tmanna vant eða þyfcjast þurfa ein- tivern kunnugan á skip sitt, og sé eitthvert ónæði í aðsigi, getur hugs azt, að einhver í landi gefi þeim Vísbendingu. Þeir fá þá í staðinn að hirða ruslið, sem átti að fara í sjóinn. Það segir sig sjáift, að þessir menn verða þungir á brúnina, ef landsmenn ætla að ybbast við þá. Þeir eru eklki upp á það komn- ir að láta róðrarkarla á þessu út- skeri fara að feila á sig sekt fyrir annað eins lítiiræði og nota sér fiskinn, þótt hann sé kominn inn f þessa svonefndu landihelgi. Það getur jafnvel verið við hæfi að siða þá og sýna þeim í tvo heim ana. ef þeir gerast djarfir of um. f>að fannst áhöfninni á togara íum Rovalist. Skipverjar sökktu báti, sem kominn var að skipshiið, með streng þeim, er botnvarpan var dregin með, og hirtu ekki einu sinni um að setja út bát né kasta út bjarghring eða reyna á annan hátt að bjarga mönnum úr s.jón- um, fyrr en bjálp var að koma úr landi — biðu við borðstokkinn og horfðu á, lifclega svona tuttugu til tuttugu og fimim minútur. Samt björguðust þrír mannanna. En jþrír drukiknuðu. Um þessar mundir eru sjötíu ár síðan þessi atburður gerðist. Hann varð 10. október 1899. ☆ Ingimar Jóhannesson kennari er nákomnastur þeim, sern þarna fór- ust, allra þeirra manna. sem nú eru á lífi. Hann missti þarna föð ur sinn, og auk þess drukkoaði móðurbróðir hans. Við báðum hann að rekja nokkuð þessa dap- urlegu atburði. sem honum eru i barnsminni. — Ég var sjö ára, þegar þetta gerðist, segir Ingimar — við vor- um þrjú systkinin, hin bæði vngri. Og sveitin mín — það var Dýra- fjörður. Um þessar mundir var þar mik- ið aE sniábýlum. Meun fengu að byggja sér lítil grasbýli. áttu fá —™———-—~———------------------ Ingimar Jóhannesson kennari er sonur formannsins, sem Haimes Hafsteiu féfck til þess að ferja sig íit að euska togaranum Koyalást haustið 1899. Þrír þeirra, sem í þessari för voru, drukknuðu af völdum landhclgisbrjótanna á togaranum, jafnvel ekki ofsagt, að þeir hafi drekkt þeim viljandi. Eiiin þeirra var faðir Ingimars, aunar móðurbróðir hans. Hann var sjö ára, er þetta gerð ist, og svstkini hans tvö voru yngri. Enn stendur honum fyrir hugskots sjónum, er hann var leiddur á fund móður sinnar til þess að heyra, hvað gerzt liafði. Hún iá tárvot uppi í rúmi, og það bremid ist inn í huga hans, að hún lá á vinstri hiiðinni: „Nú átt þú eng- an föður, nema guð“, sagði hún. Hér er rætt við Ingimar um þennan atburð og afleiðingar hans. Það, sem um sjálfan atburðiim er sagt, er að miklu leyti haft eftir öðrum, eins og að líkum lætur, og er bæði stuðzt við prenlaðar lieimildir og munnlegar frásagn ir, þótt í miima mæli sé. Frá eig- in brjósli lýsir svo Ingimar Iífi ‘móðuv sinnar og uppeldisárum sínum í Meira-Garði í Dýrafirði í einar kindur, en stunduðu annars mest sjómennsku. Foreldrar mín- ir, Jóhannes Guðmundsson og Sol- veig Þórðardóttir, bjuggu á einu þessara grasbýla, Bessastöðuim. Það er svona við miðjan fjörðinn, á norðurströndinni. Faðir minn stundaði sjómennsku á sumrin, stýrimað'ur á skúturn, en fékkst við smíðar á vetrum. Þau voru efnalaus að ka'lla, en ég held ég megi segja, að þau hafi komizt oá vel af. Mýrar voru næsti bær ut- an við Bessastaði, gamalt og gróið stórbýli. og þar ..bjuggu Friðrik hreppstjóri Bjarnason og Tngi- björg Margrét Guðmundsdóttir. afasystir Guðniundar Hagabns. Nafn mitt var fengið frá húsfreyj- unni þar — forliðunum skeytt saman i Ingimar. Rétt utan við Mýrar er Mýra fell frammi við sjóinn, en bak við það allmikið láglendi. Meðal bæja þar er Meiri-Garður, og þar bjuggu Kristján Ólafsson og móðurs.vstir mín, Sigríður Þórðardóttir. Þar hafði ég fæðzt. Sunnan fjarðar, gengt Mýrafelli. er Haukadalsbót, þar var aðalseglskipalegan á þess- um árutn. Þá var niannmargt Ingimar Jóhannesson — nálægt fertugsaldri. upphafi þessarar aldar. Maffur ! móffur hans drepinn í þjón- ( ustu landsins. Alþingi veitti henni [ fimmtíu krónur á ári í bælur, en ! þær áttu aS falla niður. jafnskiótt J og hörnin hefðu verið fe>md. Hún \ fékk Iíka fimmt.u lianda hve’-ju ! barui fram á fermingarár. ASrir ' fengu ekki neánar bætur. I hverfi í Ilaukadal, hálfgildis þorp Meðal atkvæðamanna þar vr Matthías kaupmaður Ólafsson seinna þingmaður Vestur-ísfirð inga um sikeið. — Voru ensku togararnir á'ein ir við yfckur Dýrfirðinga? — Já. þeir v^oru það. Matthia- Ólafsson í Ilaukadal segir sv,i frá í bók Valiýs Stefánssonar, Myndi- ,úr þjóðlííinu, að þetta hanst. sen: við erurn að tala um, hafi varið góður afli á Dýrafirði og maegii bátar á sjó. En stæmur gestur gerði sig heimakominn — kanuski hafa þeir,-Stundum verið fleiri en einn. í samtíðarheimild. blaðagrein í Þjóðólfi, er þess getið. að togar inn Rovalist frá Ilull hafi þráfaid lega verið að veiðum í landhelgi á Vestfjörðum þetta sumar eink- um á Arnarfirði og Dýrafi,'ði Út gerðarmaðurinn hét Georg Walton og áttj heirna í Hull, 9kipstjórnni Nil'son og hafði þá þegar fengið á sig illt orð vegna aðfara sinna á Faxaflóa og menn þar syðra sætl álasi fyrh' mök sín við hann aé sjá má í bl'öðum. Nilson bafði þetta sumar eða haust láíið nJála yfir þrjá stafi í T I M I N N SUNNUDAGSBLA® 773

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.