Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 05.10.1969, Blaðsíða 11
íslenzkur skégarþröstur viS aðdrætti. Á Fiisktorginu í Kaupmannahöfn hafa miáivar lengi verið ágengir. Þeir ihafa óhreinkað byggingar og bifreiðir með driti sínu og hnupla stunduim fiski úr kössum, þótt raunar kveði ekki mikið að því. Þess vagna var komið þar upp hátalarakerfi, og með jöfnu milii- bii er sent út óttakall þriggja mávategunda. Uim alilangt skeið hefur þetta gefizt vel. Mávarnir forða sér, þrátt fyrir talsverðar freistingar, þegar þeir heyra ótta- köllin i h'átölurunum. Svipuð tUraun hefur verið gerð á Kastrup-flugvelli, þar sem miki- ir miávaflokkar eru oft til stór trafala. í öðrum löndum hafa þot ur hvað eftir annað hrapað vegna þess, að fuglar hafa sogazt inn i vélina. Kostnaðurinn við kerfið á Fislktorginu var um fimmtíu þús- und krónur, en fuUnægjandi kerfi á Kastrup-flugvelli mun aftui á móti kosta miiljónatugi. Þess vegna hefur ekki enn verið ráðizt í að íkoma þar upp föstu kerfi. Nú síðast hefur svipuðum útbún aði til þess að styggja fugl verið komið upp í niðursuðuverksmiðju í Árósum, og sennilegt þykir, að fleiri fyrirtæki muni fara að því dæmi. Fuglarnir eru sagðir hefja sig á l'oft jafnskjótt og þeir heyra ótta- fcöHin, og að líti'li stundu liðinni eru þeir allir horfnir. Þeir koma ekki aftur næstu klukkiustundir. Það nægir að útvarpa hljóð'nu fjórum eða fimim sinnum á dag, og því getur rafmagnsklukka stýrt. Sömu ráðum er beitt til þess að verjast störuim á stórum berja- og ávaxtaekrum. Mest sjekjast star- arnir í kirsuber. Þetta hefur gefið allgóða raun, þótt ekiki hafi tekizt að hrekja starana burt með öliu. Svo undarlega bregður við, að fari ungir starar einir sér, hirða þeir ek'ki um viðvörunarhljóðin. Þeim er með öðrum orðum öðru vísi far ið en hænuungunum: Þeim er ekki meðfætt að skilja viðvörunarköll- in, heldur verða þeir að læra það. Varnirnar kosta um tíu þúsund krónur á hverja tóu hektara, en er Mutfallsl'ega mun dýrara, þegar um litla bletti er að ræða. Tilraunir hafa líka verið gerðar til þess að beita Mjóðuim gegn dkaðleg'um skordýrum. Lirfur surnra fiðri'Ida enu mi'klir skað- valdar, og nú eru menn að þreifa fyrir sér um notfcun Mjóðgeisla, sem ha.fa áhrif á þau. Nýjastar af nálinni eru tilraun- ir, sem gerðar eru ti þess að hræða burt spörfugla, sem víða valda tjóni og óþrifnaði í korn- geymsluim. Þær hafa verið fram- kvæmdar í Landskrónu í Svíþjóð, en efcki gefizt vel fram að þessu. Svipaðar aðferðir má tvímæla laust nota á annan hátt: Beita má röddium, sem laða að eins og nefnt var í dæmimu um mýfluguniar. Tilhugsunin um það vekur ugg. Hvað gerist, ef hvalveiðimenn, sem þegar ógna hvalastofnunum, færu að senda frá sfcipum sínum hljóð- bylgjur, sem ginntu hvalina í skot- færi? Fuglastofnum, sem skot- vargar ofsækja, gæti einnig verið búin tortóming. RannsÓknirnar á náttúruhljóðun- um hafa auðvitað ekki hagnýtt markmið nema að litlu leyti. Sá þátturinn, sem heillar marga mest, er rannsókn á fcónsviði fugla og dýra. Margar tegundir fugla eru mijög fagunsöngvinar, en aðeins fjór ar tegundir spendýra geta fengið þá einkunn að vera fagurróma. Það eru tvær apategundir á Sú- mötru, ein leðurblökutegund og mijaldurinn, sem stundum sést hér við land. Munurinn á mjaldri og míð'.ungs góðum söngfugli er þó æði milkill. Hlijóðfræðilegar rannsóknir hafa ótvírætt sannað, að fuglasöngur er mjög blæbrigðaríkur og tónauðug- ur. Með hárnákvæmum hljóðmæli- tækjum hafa vísindamenn komizt að þeirri niðurstöðu, að flestir söng fuglar geta gefið frá sér eitt hundr að tifl fjögur hundruð tóna á sek- úndu. Mannlegu eyra er ofvaxið að greina nema sextán tóna á sek- úndu. Þess vegna hefur þeim þá fyrst skilizt, er Mjóðmælitækin komu til sögunnar, hve fuglar eru frábærir söngvarar — langbeztu söngvarar jarðarinnar. Sjálfir heyra fuglarnir fcífalt betur en maður, og einnig það veldur því. að við heyrum ekki nema lítið brot af allri dýrð fuglasöngsins. Framhald á 890. síðu. T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 779

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.