Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Qupperneq 2

Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Qupperneq 2
BREF TIL BJARGAR Stórslys vekja sorg og óhugn- að. Allir sæmilegir menn finna sáran til, þegar fjöldi fólks ferst, svo sem við fengum að reyna á styrjaldarárunum og raunar oft endranær. Ekki er slíkt þó tilfinningamál eingöngu. í tungu okkar eru orð eins og manntjón og mannskaði. Þau benda að minnsta kosti öðrum þræði til þess efnahagslega af- hroðs, sem missir fólks er fá-. mennri þjóð. Síðustu misseri höfum við orðið fyrir þungum áföllum í missi fölks, þótt ekki sé nema að litiu leyti af völdum voveif- ægs manndauða. Við höfum með annarlegum hætti misst meiri mannafla en í öllum slysum, sem venjulega eru nefnd því nafni, um fjölda- marga tugi ára samanlagt. Óhugnanlega stórir hópar fólks hafa flutzt úr landi, allmargir þó vonandi aðeins um stundar sakir, cn margfaldlega of marg- ir eru fyrirsjáanlega glataðir þjóðinni. Þetta er dapurleg saga. Við búum í stóru landi og erum til muna of fámenn til þess að geta byggt það eins óg hagfeildast væri. Við þyrftum sem næst öld með jafnri og stöðugri fólksfjölgun, án nokk- urra teljandi affalla, til þess að ná þeirri tölu-, sem æskileg- ust reiknast, og er þá höíð í huga nytjun þeirra arðgæfra náttúruauðlinda, sem okkur eru nú kunnar og tiltækar. Upp- eldi hvers einstaklings fram til tvítugsaldurs kostar þjóðfélagið um þessar mundir líklega- tvær til þrjár milljónir króna upp og ofan. Flytjist nokkur hundruð manna úr landi, jafngildir það því, að við séum að- gefa' öðrum þjóðum milLjarð af fjárfestingu okkar í holdi og blóði, starfs- orku og þekkingu. Undanfarin misseri hafa þannig milljarðar sópazt úr landi — ekki í auvirði- legum peningum, sem vinna mætti upp með dugnaði og for- sjálni, heldur í dýrustu þjóðar- eigninni: Frjóu, lifandi fólki. Við gefum Ástralíumönnum, Bandarikjamönnum og Svíum það, sem við erum fátækastir af og megum sízt missa, sóum mannfólki og leggjum stein með því i götu okkar sjálfra að því marki, að þjóðin nái þeirri tölu, sem næfilegust er og í beztu samræmi við landið og gæði þess. Við tökum með öðrum líka á okkur byrðar langt út í framtiðina. Og enn er á fleira að líta. Margrætt er um hina miklu mannfjölgun í heiminum. Lang- örust er fjölgunin meðal þeirra þjóða, sem fátækastar eru og skemmst. á veg komnar, enda þótt margar þeirra búi þegar við hin mestu landþrengsli og aðrar lendi sýnilega í land- þröng innan skamms. Fyrr eða síðar sprengja þær af sér ham- inn, og flóðbylgja fólks, sem krefst olnbogarýmis, leitar þess, þar sem það er að finna. Þá mun fámenni í hlutfalli við .andstærð jafngilda heimboði, einnig hér norður í hafi — hálfbyggt land verða sem agn og beita Þess vegna getur sú tíð komið, jafnvel fyrr en varir, að við þurfum ekki aðeins að leggja fyllsta kapp á að koma í veg fyrir að innlent fóLk flykkist til annarra landa til búsetu þar, heldur eigum við milli þess að velja að taka að eigin frumkvæði við einhverju fólki úr þröngbýlum örbirgðar- löndum, svo hér verði nokkurn veginn numið land, eða fá yfir okkur hclskeflur fólks með öðrum hætti. Slíkt kann enn að sýnast nokkuð langt undan. En hjól tímans snýst orðið hratt og hverjum hollast að hafa gát á sér og sínu í byltingasömum heimi. J. H. ★★ HEYRT MEÐ ÖÐRU EYRANU Ecjgert Ólafsson gerði Ólafsfjarðarvatn fraegt. Hann sagði, að þar velddu menn sjófiska, þorsk, ýsu, flyðru og skötu á öngla niður um ís. Hann ætlaði þar sjófiskastofn er vanizt hefði ósöltu vatni, og væri þetta vatn einsdæmi í öllu Danaveldi. Langt til hálfri annarri öld síðar, árið 1891, sendu Frakkar herskip til Ólafsfjarðar til þess að rannsaka þetta. Frakkarnir komust að þeirri niðurstöðu, að það væru aökomufiskar, sem stundum höfðu veiðzt í vatninu og reyndist það salt, er ofurlítið dró frá yfirborði. Örfáum árum eftir heimsókn Frakkanna kom svo mikið síldarhlaup í Ólafsfjarðarvatn, að menn fóru lesfa- ferðir úr Fijótum og fleiri sveitum að sækja sild. Greinargerð, sem birtist í siðasta hefti Jökuls, um breytingar á jökium siðustu árin, ber með sér, að þeir halda yfirleitt áfram að hopa. Við mælingar á 42 stöðum haustið 1968, kom í Ijós hop á 27 stöðwm, kyrrstaða á sjö stöðum og framskrið á átta stöðum. Yfirleitt voru það stuttir, brattir jöklar, sem skriðið höfðu fram. 890 T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.