Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Side 5
„Sá er nú meira en trúr og tryggur, trýnlS svart og augun blá".
ur. glaðlyndur og hispurslaus og
af flestum ■vel látinn. En minni
var liann kallaður „hófsmaður íil
víns og ásta“ en hæfilegt þótti um
prest-
Séra Þorgrími fyrirgafst það,
sem til hneykslunar hefði getað
horft, ef annar hefði átt hlut að
máli. Þvt olli ekki sízt stórmann-
leg hjálpsemi hans. Fræg voru
viðbrögð hans harðindavetur einn
á Jökuldal. Sóknarbændur margir
TOru orðnir heylausir, og tók
hann þá fé þeirra og hýsti það í
hlöðum, heygörðum og tóftum,
sem búið var að gefa úr. Þegar
bið var á því að batinn kæm:, kom-
ust fleiri í heyþrot, og lét prest-
ur þá fylla hvern kima í bænum
af fé. Síðast lét hann rífa innan-
byggingu úr stofu og gerði að fjár-
húsi. Má nærri geta, að látið hef-
ur verið liggja í láginni efcir því-
Mka manndáð, þótt hann skyggnd-
ist stundum dýpra i kútinn en
heppilegt var og tæki kannski á
stórhátíðum utan um fleiri en Hof-
teigsmaddömuna.
Séra Þorgrímur var jarðaður
með viðhöfn 14. janúar 1869.
Stóð fjölmenni yfir gröf hans.
Seinna voru settar traustar járn-
grindur kringum leiðið og reistur
á því skreyttur járnkross. Það
vekur þó mesta athygli þeirra.
sem nú koma að Þingmúla og
skyggnast um í kirkjugarðinum, að
á sökkli þeim, sem járnkrossinn
stendur á, liggur hundur fram á
fætur sér með lokuð augu.
Págætt er að sjá hundslíkneski
í kirkjugarði, þar sem dúfur ein-
ar eða vængjaðir englar með
hörpu eða básúnu þykja jafnaðar-
lega bezt hæfa til þess að vaka
yfir moldum dáins fólks. Upp í
hugann kemur sú spurning, hvers
vegna þessi hundur sefur þarna
svo vært meðal helgra tákna á
gröf séra Þorgríms Arnórssonar.
Sennilega er enginn ofar moldu.
er getur leyst þá gátu, svo að
óyggjandi sé. Að minnsta kosti
hefur okkur ekki tekizt að hafa
upp á honurn, þrátt fyrir talsverða
eftirgrennslan. Einhverjar sagnir
eru á sveimi um það, að hundur
prests hafi lagzt á leiðið og ekki
viljað víkja þaðan. Slíks eru auð-
vitað dæmi, og ekkert er líklegra
en hinn fjáfmargi prestur hafi
kunnað að meta vit og trvggð
rakkanna. Sanit sem áður getur
þetta verið getgáta til skýringar
á óvenjulegum umbúnaði á lelði
prests, komln upp, þegar fyrnt var
yfir það, hvernig þetta hundslíkn-
eski var til komið, jafnvel meðal
ókunnugra manna og aðvífandi.
Það eru hundrað ár síðan séra Þor
grímur andaðist, og margs konar
sagnir geta skotið upp kolii á
skemmri tíma.
Þeir eru að minnsta kosti aðr-
ir, þar á meðal j-osknir og lang-
minnugir Skriðdælingar, er ætla,
að þarna búi ekki að baki nein sér-
stök saga, heldur eigi hundurinn
að tákna tryggðina. Það væri í
sjálfu sér vel til fundið, því að
vart er öðru dýri meiri tryggð
gefin en hundinum.
Að svo stöddu verður því hver
að hafa það, sem honum þ.vkir
sennilegt Eigi að síður er v'ert að
vekja athygli á sérkennilegu leiði
garnla sóknarprestsins í Þingnnua.
Tryggðin er það að minnsta kosti,
sem þar heldur vörð. Hún hefur
gert það í hundrað ár, og kannski
endíst hún önnur hundrað árin.
□
ffXlNN — SUNNUÐAGSBLAÐ
893