Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Side 11

Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Side 11
í öllum löndum liðið sig býr í Ijóssins tygi skær, og æskufjör það áfram knýr, svo ekkert tálmað fær, Sem döggin tær mót himni hlær, er heilsar morguncoðanc blær, svo s1<ín hin prúða fylking fríð af frjálsum æskulýð. í lundum Kaplands Ijómar sveit af Ijósi sólar dökk. Frá Grænlandsjöklum heyrast heit, er hjörtum gjöra klökk. Frá Japan lengst í austurátt hið unga lið sér fylkir kátt. Við Ameríku vötnin víð sig vígbýr sveitin fríð. í öllum löndum sama söng á sér hinn ungi her. Um sama fána og fánastöng þeir fylkja allir sér. Og allir sjá hið sama lilið, hin sama dýrð jseim blasir við. í einni von, í ást og trú þeir áfram stefna nú. Og Jesús undan öllum fer, þeir eru' hans heiðurssveit. Tii konungs þeir hann kusu sér, hann kærleiks þáði heit. Svo vöxt og afl fær æsku þjóð við alheims sólar mildu glóð, í skugga krossins skjól og hlíf, í skauti Jesú líf. Þú æskuskari' á íslands strönd, þú ert í flokki þeim, er sækir fram í sólarlönd með sigri' að komast heim. Rís upp með fjöri, stíg á stokk og streng þess heit að rjúfa' ei flokk, unz sigri er náð og sagan skráð, er sýnir Guðs þíns ráð. Friðrik Friðriksson. „Kristileg félög ungra manna leitast við að safna saman ungum mönnum, sem viðurkenna Jesúm Krist Guð sinn og frelsara, sam- kvæmt hcilagri ritningu, og vilja vera lærisveinar hans í trú og líf- erni og starfa í sameiningu að út- breiðslu ríkis hans meðal ungra manna“ Þess má geta, að félögin hér á landi hyggja að sjálfsögðu einnig á þessari grundvallarreglu, en jafn framt er svo kveðið á í lögum ís- lenzku félaganna, að þau starfi innan lúthersku kirkjunnar, og hef ur svo verið frá upphafi. Þegar Lundúnafélagið varð fimmtugt árið 1894, var að vonum mikið um dýrðir 1 KFUM. Firnm þúsund manns komu saman í Lundúnum til fagnaðar. Það var mikill fjöldi í þá daga. Georg Willi- ams var þá enn á lífi, nokkuð rosk- inn orðinn. Þegar hátíðin skyldi hefjast, barst stofnandanum bréf frá Viktoríu drottningu, þar sem honum var tilkynnt, að hann hefði verið aðlaður, „fyrir mikilvæg störf í þágu mannkynsins,“ eins og drottningin komst að orði. Það kom á gamla manninn, því að hann hafði aldrei sótzt eftir heiðri mann- anna. Og hann lýsti því yfir, að með þessu væri fyrst og fremst verið að sýna hreyfingunni sóma, en ekki honum sjálfum. í 83 löndum. Nú starfa um tólf þúsund Kristi- leg félög ungra manna í áttatíu og þrem löndum í öllum álfum heims. Félagsmenn munu vera um átta milljónir, ef unglingar og drengir eru taldir með. KFUM er ekki fyrst og fremst félag drengja, heldur ungra manna. Seytján ára gamlir verða þeir full- gildir félagsmenn. — Auk þessa hóps mun láta nærri, að um tíu milljónir manna taki einhvern þátt í hinum mörgu og margvis- Iegu starfsgreinum félaganna. Á íslandi starfar KFUM á Akra- nesi, Akureyri, í Hafnarfirði, Reykjavík og Vestmannaeyjum. Reykjavíkurfélagið er elzt og var stofnað árið 1899. Einna kunnast mun KFUM vera hér á landi fyrir sumarstarf sitt í Vatnaskógi, það hófst árið 1923. Þarfir ungra manna eru margvíp legar. En eitt er nauðsynlegt. Þ vill KFUM benda þeim á Krist. H] honum fann Georg Williams kjö1 festu og nýtt líf. En ekki hann einiL heldur og ótalmargir aðrir, fyrr t>§ síðar. Og „annan grundvöll getui enginn lagt en þann, sem lagðui er, sem er Jesús Kristur." KFUM hefur því enn hlutverki að gegna T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 899

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.