Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Blaðsíða 18
efnum valda tejá'kvoðuverksmifj- ur, ýmiss kon&r matvælaiðnaður og skólp frá búðarhúsum 2. Áburðarefni og nærandi scjt. Smáverugróður sem og annar gróður þarfnast fjðlmargra frum- efna til vaxtar og viðkomu. Efni þessi nefnast oft einu nafni nær- ingarsölt. Af nokkrum þeirra þarf allmikið magn, svo sem köfnunar- efni, kalisöltum og fosíötum. En af öðrum þarf aðeins mjög lítið. Ef of mikið af næringarsöltum berst í stöðuvötn eða firði, getur gróður aukizt mjög í þeim, bæði þörungar, sem sitja á botni, og svifÞörungar (plöntusvif), — jafn- vel svo mjög, að þeir myndi þétt, grænt slýlag á yfirborðinu. í skurðum, iækjum, vötnum og jafnvel á fjarðarbotnum getur sain azt saman mikið magn nærmgar- efna, I fyrstu bundið í lífverunum, sem síðar rotna og verða öðrum lifverum fæðugjafar. Svo rammt getur að þessu kveðið, að úr verði mengun, á sama hátt og lýst er að frarnan undir fyrsta lið. Afleiðing þess, að mikið berst að af ólífræn- um næringarsöltum getur þannig orðið svo mikill vöxtur ýmis konar smáverugróðurs og annars gróð- urs, að þau lífrænu efni, sem hann myndar, vald,i menigun, þegar þau rotna. Skólp er mjög ríkt af flestum plóntunærandi efnum, Sömu sögu er oft að segja um vatn, sem rennur af ræktuðu landi. Þess eru mörg dæmi, að þetta valdi verulegum erfiðleikum, þar sem í vatninu myndast margfalt magn lífTænna efna á við það, sem var, og veldur það þá því meiri menguin. 3. Ýmsir fastir hlutir og olía. Flestir þekkja hvílíkur sóða- skapur getur hlotizt af ýmsum föstum hlutum, sem fleygt er í vatn og sökkva þar eða berast með strauminium niður iæki og ár og mynda rastir meðfram fjörum og ströndum. Slikar rastir geta haft ilar af- leiðingar. Nokkur af ruslinu rotn- ar og flýtur uppi, annað festist á botni og eyðileggur meðál amnars hrygningarstöðvar. Ru&L, sem flýt- ur, rekiur á fjörur og gerir þær óyndislegar. Olia og skyld eftni, sem lenda í sjó, ám eða vötnum og fljóta þar og reka að strönd- um, valda bæði ótrúlegum sóða- skap og eru auk þess mjög eitruð fiskum og öðrum lífverum, þegar mikið er af þeim. OHa samlagast vatni að vissu rnarki, þó að hún fljóti á þvi, og jafnvel litið magn af henni getur valdið óbragði af fiski og gert hann óætan. 4 .Eíturefni. Það er ein aivarlegasta tegund mengunar þegar eitruð efni, þó að í mjög litlu magni sé, komast í vötn. Þekkt eru fjöldamörg slík efni, sem aðeins þarf örlitið af tU þess, að vatn verði banvænt. Þess eru líka mörg dæmi, að mengun með slikum efnum haíi vaidið fjöldadauða fiska, og fyrir hefur komið, að beitarpeningur hefur drepizt, ef hann hefur drukkið 'Slí'kt vatn. Það er afarsjaldgæft, að slik efni berist stöðugt í vötn, og venjulega gerist það af slysni eða vangæzlu. Það kann að vitðast undarlegc, að ekki megf til dæmis að skað- lausu hella úr eiau keri frá málm- húðunarstöð í stóra á. En raunin er sú, að ekki þarf nema mjög lít- inn styrMei'ka af þessum efnum til þess að valda skaða. Aðeins fá milli grömm í hverjum Iítra geta vald- ið eitrun. Sýrur og basar geta einnig vald- ið skaða. Lífverurnar í vötnunnm eru aðlagaðar umhverfi sínu, og oft hlýzt það af örlitlum breyting- um á því, til eða frá, að starf* semi þeirra fer úr skorðum. Þetta gildir alveg sérstaklega um sýru- stig í vatni. Verulega breytt sýru- Framhald á 166. síðti. Vogar i Mývatnssveit — bæirnir standa á bökkum hins fiskisæla og „andríka" Mývatns. Þa8 eru ekki nema fá ár síSan fyrst var nefnt, a8 mengunarhætta gæW vofaS yfir þvl. 162 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.