Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Side 19

Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Side 19
Heilsugæzla meðal Guineumanna — móðir lætur skoða barn sitt. MEÐAL ÞJÓÐFRELSISMANNA I SVEITAÞORPI í 61IÍENU Á síðustu áratugum höfðum við hvað eftir annað orðið vitni að furðulegum atburðum. Öflug ríki hafa teflt fram her sínum, gegn örsnauðum, vanþróuðum þjóðum og ætlað honum að brjóta þær á bak aftur í krafti margra auðsýni- legra yfirburða, svo sem háþróaðr- ar tækni, takmarkalítiila fjárfram- laga, þrotlausrar hergagnafram- leiðslu, strangrar þjálfunar liðs- aflans og mikillar reynslu í hern- aði. Þau hafa sent fram aragrúa hermanna, búna hinum ægileg- ustu vopnum af öllum gerðum, og beitt þeim af fyllsta hlifðarleysi. Slóð þeirra er sviðin jörð og valur alls, sem lífsanda dró. Samt sem áður liefur raunin oröið sú, að þau hafa ekki komið sínu fram. Þau hafa hvert af öðru orðið að kalla hersveitir sínar heim, og ékki borið annað úr býtum en sneypu og álitstjón. Þanni g fór fyrir HoHendingum í Indónes i og FYökkum í Indó-Kína og Alsk og að hinu sama hefur verið að Iraga fyrir Bandarkja- mönnum í Víet-Nam. Þegar til kast anna keir r, eru það mennirnir, er þekkja land sitt og kunna að lifa og starfa í samræmi við lands- hætti, sem sigra tæknina og auð- inn, þótt snauðir séu og umkomu- litlir, ef viljinn og þrautseigjan bregðast ekki. Logandi bensín- Engin þjóS er til þess bor- in að drottna yfir annarri. Sumir segja raunar, að hin- ar svörtu Afríkuþjóðir séu tæpast þess umkomnar að ráða sér sjálfar. Víst er fé- lagsþroska þeirra ábóta- vant og margt á lágu stigi meðal þeirra. En í því felst annar dómur: Yfirráð hvítra manna í Afríku hafa ekki reynzt þeim sérstakt þroskameðal. hlaup, stálflisasprengjur, eiturefni og aðrar ógnir, sem tæknin getur látið rigna yfir löndin — þetta allt og margt annað nrekk tr ekAi tii. Allt er þetta á hvers mamu vit- orði. P'ærri vita, að svipuð saga hefur gerzt í portúgölsku nýlend unni Guíncu í Vestur-Afríku Þar h-afa landsmenn háð styrjöld við her Portúgala síðan árið 1963, og nú er 'svo kornið, að þjóðfrelsis- iireyfing Guíneumanna ræður meira en tveim þriðju hl itum landsins. Örugg tök hafa Portúgal- ar einungis á höfuðborginni Bissau við mynni Korúbalfljóts og land- svæði í -námunda við hana, eyjum úti fyrir ströndum landsins og nokkuð stóru svæði langt inni í landi, skammt frá landama'.rum lýðveldisins Guíneu. Út frá þessum svæðum eru svo héruð, þar sem á ýmsu veltur, hvor hefur undir- tökin. En í öllum syðri hl-uta lands- ins og megmliTuta norðurlandsius er þjóðfrelsishreyfingin einráð orð in. Guínea er 36 þúsund ferkiló- metrar að stærð — með öð-'iim orðum sem næst þriðjungur af stærð íslands. íbúar eru um átta hundruð þúsund, og voru þar af þrjú þúsund Portúgalar árið 1969. Nú hafa Portúgalar þarna þrjátíu og fimm þúsund manna her, en þjóðfrelsishreyfingin segist hafa tíu þúsund þjálfuðum hermönnu-m á að skipa. Forsaga styrjaldarinnar í Guí- neu er sú, að árið 1956 stofnuðj sex menn í Bissa-u þjóðfrelsishreyf ingu á laun. Fyrirliði þessa hóps va-r búf-ræðikandidat, Amilkar Kab ral að nafni. 3. ágúst 1959 voru framin hin svo nefndu Pidgiguíti- TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 163

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.