Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Side 2

Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Side 2
 ★ ★ Gamalt kvæði er um persónu eina sem varð þess áskynja í morgunsárið, að hún hafði misst það, er gerði hana að goði á stalli. Það fékk henni mikils: Reiður var þá Vingþór, er vaknaði, og síns hamars of saknaði. Ás hafði sem sagt verið stol- inn hamri sínum, og þótti það mikil missa, er sá veldissproti var kominn í tröllahendur, því að án hans gat hann ekki á nein- um barið. Afleiðingar blöstu við: Þegar munu jötnar Ásgarð búa, nema þinn hamar þér of heimtir. ★ ★ Svipað reiðarslag dundi yfir ágæta handhafa þægilegs patents núna eina sumarnótt- ina: Þegar sól gægðist yfir brún ir Esju, var sjálfur veldissprot- inn genginn úr vistinni, þar sem hann hafði þó verið heimilis- fastur í tólf ár. Þór varð fyrst fyrir, er hann varð vís skaða síns, að ávarpa einn stallbróð- ur sinn: Heyr nú, Loki, hvað mæli eg. Aftur á móti hefur það ekki enn verið í letur fært, hvað hrotið hefur fyrst orða af vörum þess, sem fann sig rænd an veldistákninu íslenzka þenn- an sólheiða morgun í Reykja- vík. Kannski hefur hann bara látið bera sig út undir beran himin og falið sig þeim, er sól- ina skóp, eins og sagt er, að einn hinna fornu Reykvíkinga hafi gert. ★ ★ Aftur á móti hlyti þegn unum að verða þungt um and- ardráttinn mörgum hverjum, ef atburðir sumarnæturinnar góðu yrðu til þess að slá fölskva á ljóma þess indæla þjóðfélags, sem loks hafði tekizt að koma niður á jörðina á Sögueynni. Við vorum komin svo glæsilega nærri því, að munurinn á kaupi póstberans og póstmálaráðherr- ans eða meðalbóndans og land- búnaðarráðherrans væri svipað- ur og á tekjum amtmannsins og vinnumannsins hans á dög- um Hilmars Finsens fyrir hundr að árum. Það réttlætismál var komið í höfn, að þungaskattur- inn af flutningabifreiðum fari stighækkandi eftir því, hversu langar aðdráttarleiðir byggðar- laga eru, enda augljóst, að fólk, sem af þrákelni sinni býr aust- ur í Skaftafellssýslu, uppi í Mý- vatnssveit eða vestur við Þorska fjörð á að borga fyrir það nokkra sekt. En auðvitað er það gulln- asta eþlið á limum trésins — eða öllu heldur stjarnan á toppi jólatrésins —, að takast skyldi að undanþiggja hlutabréfagróða skatti eins og hverja aðra musterispeninga. Um hitt er þá ekki að fást, úr því að höfuðmarkmiðinu er náð, þó að skitnir fjármunir eins og barnalífeyrir, ellilaun og ör- orkubætur séu undirorpnir venjulegri skattskyldu. Það helgast líka af þeirri nauðsyn, að einhverjir verða að leggja fram þessa þrjá milljarða, sem fjárlögin undu upp á sig í fyrra vetur. Skyldi þeim ekki að vera vorkunnarlaust að leggja í púkk- ið, sem hafa fastar tekjur fyrir- hafnarlaust eins og þessir bóta þegar?!! Fjöldi fólks má vita- skuld ekki ógrátandi til þess hugsa, að óhlutvandir menn fari að fitla við þessi eða þvílík að- alsmerki réttláts þjóðfélags. Þá yrðum við bara að koma okkur upp nýfasistum eins og Sikil- eyingar, ófeimnum við að taka í lurginn á skaðræðiskepnum. ★ ★ En kannski á það hér við, er forðum var sagt: Ótt- izt eigi, því eg er með þér. . . í fyrsta kapítula þessa spjalls, fyrsta til sjöunda versi, var vikið að kvæðinu gamla um missi Þórs. En sá missir varð þó fyrst og fremst hrollvekja að morgni dags með þeim eftir- mála, sem prýðir allar sögur, sem fara vel: Hamarinn heimt- ist. Þór batt sig brúðarlíni og vakti svo hlýjar kenndir í byggð um jötnanna, að þeir lögðu ham arinn góða „í meyjarkné“, en hann galt það tillæti með því að kála öllu því kyni, er hon- um hafði trúað. Það var bæði mikil dáð og verkhyggni. En þetta er nú bara rustafengin saga aftur úr myrkri heiðninn- ar. Enn kunna menn að vísu þá list að búast fögru gervi, en það er af og frá, að þeir moli hausinn hver á öðr- um, ef ekki er munur á litarfari. Fremur mætti hugsa sér öflugan stjórnmála- flokk í líkingu við kjTkisslöngu, sem vefur sig utan um annan veigaminni, er gefur færi á sér. En kannski hafa menn ekki í nærsýn heldur neitt dæmi, þar sú líking á við. Og þá dettur auðvitað botninn úr þessu skrafi öllu. j. h. m TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.