Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Blaðsíða 11
hefur heldur neitt afrennsl) á
meðan allhátt er í því. En þau
árin, sem lágt er í vatninu, þorn-
ar þessi tjörn með öllu.
Með því að við erum öll fædd
á öld vísindanna, hafa menn ekki
látið sér nægja alþýðlegar skýringar
á fyrirbærinu nú hina seinni ára-
tugi. Vísindamenn hafa farið á
stúfana til þess að svipta hul-
unni af leyndardómum Kleifar-
vatns, svo að naktar staðreyndir
geti komið í stað trúarlærdóma
um hegðun þess Meðal þeirra,
sem hafa gefið sig að slíkri könn
un, eru þeir Geir Gígja, Guðmund
ur Kjartansson og Pálmi Hann-
esson, svo að nefnd séu nöfn,
sem koma í hugann, þegar liann
beinist að dulúð Kleifarvatns. Ef
ég man rétt, þá er skýring vís-
indamanna sú, að vatnsborðið
hækki þau árin (eða kannski öllu
heldur eftir þau ár), er úrkoma
er í meira lagi á svæðinu um-
hverfis Kleifarvatns, en lækki,
þegar úrkoma er í minna lagi,
Vatnsbúskap Kleifarvatns er með
öðrum orðum svo háttað, að halli
er á honum, þegar aðrennsli er
í minna lagi, því að þá síður meira
niður í hraunið, sem undir því er,
heldur en í það bætist, en svo
mjótt er á mununum, að hraunið
hefur ekki undan að fleyta vatn-
inu burt, þegar öllu meira berst
að. Og ætli við verðum þá ekki
að hafa það svo, úr því að vísind-
in hafa talað.
En hitt getum við haldið okkur
þeim fastar við, að það er ekki
neitt fleipur, að miklu getur mun-
að á vatnsborðinu. Það sýna mynd-
irnar tvær, sem þessum línum
fylgja, teknar á sama stað með
átta ára millibilt.
Eins og nú standa sakir ej hátt
í Kleifarvatni, en ekki skal full-
yrt, hvort heldur vatnsborðið fer
hækkandi eða lækkandi þessi miss-
erin. En víst er það, að lítið hefur
verið lagt inn í bankareikning
þess hjá náttúrunni þessar síðustu
vikur, er sólskinið hefur oftast
bakað brunafjöll Reykjanesskag-
ans. Það kemur einhvern tíma
fram sem yfirdráttur, eins og það
heitir á bankamáli, nema himin-
inn bæti það upp með því að opna
gáttir sínar þeim mun rösklegar,
Ljósmyndir:
Stefán
Nikulásson
þegar kemur fram á sláttinn, en
það er ekki dæmalaust hér á Suð-
urlandi eins og einhverjir kunna
að minnast. (Að minnsta kosti
erum við hér sannfærð um, að
Benedikt frá Hofteigi er það fast
í minni.) Og eftir sumar kemur
haust, og svo hressilegar eru haust
rigningarnar oft, að þær geta hæg-
lega jafnað metin á skömmum
um tíma, ef landsynningarnLr
leggja sig fram. Þannig eiga veð-
urguðirnir marga leiki á borði
til þess að bæta hag Kleifarvatns.
Svo fór Kleifarvatn a3 búa betur. Þessi mynd sýnir, að þaS var heldur haekkað vatnsborðið árið 1939. Drangurinn er hinn
sami og sést á hinni myndinnl, og nú varð ekki aldeilis gengið út að honum þurrum fótum.
T f M 1 N N
SUNNUDAGSBLAÐ
539