Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Blaðsíða 14
Ameríkumaðurinn Schröder kom upp fyrir eigið fé, einhvern tíma í fyrra stríð- inu, minnir mig — og gaf það síðan Akureyrarbæ. Þarna bjóst ég um, í austurenda hússins. Þessi fyrsta iðja mín komst af með eins hestafls rafmótor, sem sneri lítilli mölunarkvörn fyrir vik- urinn. Þess má reyndar geta, að þetta iðnfyrirtæki var ekki mín fyrsta tilraun til þess að stofna fyri'r- tæki. Ég hafði árið 1920 sett á laggirnar, með öðr- um, steinsteypuverkstæði á Ak- ureyri. Þar var aðallega fram- leiddur veggjasteinn, sem við nefndum r-stein. Fékk hann nafn sitt af því, að hann líktist litlu r-i að lögun. Hafði kunnur bygg- ingaverkfræðingur í Noregi, Thams-Lycke. gert fyrir mig burð- arþolsteikningar af steininum og húsveggjum, hlöðnum úr honum. — Hvenig stóð á því, að þú fórst að hugsa um þessa steina- gerð? __ — Ástæðan var sú, að Jóhann Kristjánsson byggingameistari, sem þá var ráðgefandi um húsa- gerð á Norðurlandi. og Guðmund- ur Hannesson læknir, hinn mikli áhugamaður um byggingarmál, höfðu komizt að þeirri niðurstöðu, að tvöfaldir steinveggir með tróði á milli væru framtíðarlausn út- veggjagerðar á okkar landi. Mér tókst að finna heppilega gerð veggjasteins, sem bygginga- mönnum í Noregi leizt mjög vel á og sótti um einkaleyfi á honum. Það fékk ég þó ekki. því svipaður steinn var þá til 1 Ameríku. Aftur á móti fékk ég einkaleyfi á vél til þess að steypa steininn í. Það voru víst einar átta slíkar vélar á Norðurlandi einu sinni, en þó var aldrei nema ein þeirra á mínum vegum. Ekki verður þó sagt, að ég hafi flegið feitan gölt með þessari starfsemi. Þótt við steyptum rör, gangstéttarhellur f og fleira til bygginga, komumst við fljótt í kröggur, og fyrirtækinu var farg- að til byggingarmanna, sem með mér höfðu starfað. Veit ég ekki betur,- en það hafi verið rekið til skamms tíma, og hefur fjöldi húsa á Norðurlandi verið byggður úr r- sÞ ini. — Þetta hefur sem sagt alltaf verið mikil starfsemi, þótt þú yrð- ir ekki efnaður á henni? — Já, það var mikið unnið og mikið framleiit. Þótt ég hefði ekki fengið nema einn eyri fyrir hvern stein, sem steyptur var á meðan ég vann að þessu fyrir norðan, þá hefði ég ekki flutt þaðan blásnauð- ur árið 1936. Þótt þessi iðnrekstur minn á Ak- urevr^væri heldur smár í sniðum, tók* ég þátt í iðnsýningunni í Revkiavík árið 1932 og tók ásamt öðrum þátt í stofnun Landssam- bands iðnaðarmanna það ár. — Þér hefur verið iðnrekstur ekki síður hugstæður en húsabygg- ingar? — Þegar ég kom heim, árið 1920, fannst mér það stórkostlegt verkefni að byggja upp og bæta húsakost þjóðarinnar. Við þetta bjástraði ég næstu árin eftir heim- komuna, en komst brátt að raun um, að það var bæði erfitt verk og vanþákklátt. Á kreppuárunum eftir 1930 fór áhugi minn á iðn- aði sívaxandi, því að atvinnuleys- ið lá eins og mara á þjóðinni. Ég gat þá ekki betur séð en þar væri ennþá stærra verkefni og meira aðkallandi en húsabyggingar — og auk þess vafalaust miklu vinsælla. Kom nú þar, að við hjónin, ásamt tíu ára syni okkar, „flosn- uðum upp“ af nýbýlinu Knarrar- bergi, sem þó hafði átt að verða framtíðarbústaður okkar. Seldum við býlið fyrir helming þess verðs, sem það hafði kostað okk- ur og fluttumst til Reykjavíkur. — Og hér hefur þú hafizt handa um iðnrekstur? — Þegar liingað kom, tók ég þátt í stofnun nokkurra iðnfyrir- tækja, þótt ég á því herrans ári yrði fyrir því áfalli að sýkjast af berklum. — Þurftir þú að fara á hæli? — Nei. Helgi, vinur minn, Ingv- arsson, kom heim til mín með sitt blásturstæki og hélt mér vinnu- færum í meira en tug ára. En þó kom þar um síðir, að hann varð að senda mig í höggningu til Guð- múndar Karls á Akureyri. Guð- mundur tók sjö rif úr síðu minni, en þegar það dugði ekki, varð ég að fara til Noregs, og í Oslo tók þekktur "sérfræðingur hluta úr hægra lunga mínu. Eftir átta mánaða dvöl þar kom ég heim, læknaður, en illa farinn að kröftum. Ekki var ég þó alveg bú- inn að bíta úr nálinni með krank- leika. Nokkrum árum síðar varð ég að láta tvo þriðju hluta maga míns af hendi við prófessor Snorra Hallgrímsson. Að sjálfsögðu hafði þessi lang- varandi heilsubrestur minn nokk- ur áhrif á athafnasemi mína og framkvæmdir, og þau ekki sem æskilegust. En temii maður sér að taka því, sem að höndum, ber, með einbeitni og áhuga á lífinu, geta erfiðleikarnir gert manni engu minna gott en illt. — Vorú ekki margir dauftrú- aðir á nýjan iðnrekstur á kreppu- árunum, þegar allt var í hálfgerðu kaldakoli hér? — Mjög margir tóku iðnfyrir- tækjunum fegins hendi, og at- vinnulausir menn lögðu fram hlutafé af litlum efnum. Sumir tóku jafnvel lán til þess að geta tryggt sér framtíðaratvinnu með hlutafé sínu. Þegar síðari heimsstyrjöldin brauzt út, voru þau fyrirtæki, sem ég hafði liaft afskipti af, komin úr vöggu. Þá hafði Landssamband iðnaðarmanna komið sér upp skrifstofu og tekið við útgáfu Tímarits iðnaðarmanna. Gerðist ég þá starfsmaður Landssambands- ins og ritstjóri tímaritsins. Að þessu vann ég þó aðeins hálfan daginn, enda var ég jafnframt framkvæmdastjóri Ofnasmiðj- unnar. Á stríðsárunum færðust flest iðnfyrirtæki í aukana og atvinnu- mál þjóðarinnar gerbreyttust. Margt gekk þó úr skorðum. And- leg og veraldleg viðhorf voru á hverfanda hveli og hafa verið það síðan. — En svo við víkjum að Ofna- smiðjunni: Hvað eru margir starfs- menn hér? — Við teljum, að þeir séu núna ' um sjötíu. Eru þá meðtaldir einir átta menn í útibúinu í Hafnarfirði, sem við höfum nýlega stofnað. Það er orðið þröngt um okkur hérna á hornlóðinni við Háteigsveg og Einholt. Nú er krafizt bílastæða fyrir annan hvern starfsmann, og ■viðskiptamenn þurfa sífellt vax- andi pláss. Húsnæðið innan veggja verður einnig æ þrengra, eftir því sem vélakostur vex. Þetta er að sjálfsögðu allt gott og blessað, en samtímis fækkar svo alltaf vinnu- stundunum, sem vélarnar, gólf- plássið og allt þetta, sem bera á fyrirtækið uppi, er í notkun. Það eru ekki aðeins allir okkar helgi- dagar, frídagar og veikindadagar, sem rýra ársframleiðsluna, heldur 542 T t M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.