Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Qupperneq 4

Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Qupperneq 4
íslandströllin - Lárus og Skapti Það má búast við, að margir, sem ekki fæddust fyrr en eftir aldamót 1900, hugsi sem svo= Hverjir eru þessir menn, Láruí og Skapti, sem kallaðir eru íslands- tröll? Því er fljótsvarað. Þessir menn fæddust í Húnaþingi laust fyrir 1840. Báðir fóru þeir i Latínuskól- ann í Reykjavík og luku þar ágætu prófi. Að því loknu sigldu þeir til háskólanáms í Kaupmannahórn og stunduðu þar nám um nokkurra ára skeið. Lárus tók próf i lög- fræði og gerðist sýslumaður. Skapti lauk ekki lögfræðinámi, en gerðist hins vegar blaðaritstrori. Báðir voru þeir heljarmenm að kröftum og vanir tuski og slags- málum. Voru þeir meðal landa sinna og Dana yfirleitt nefndir ís- landströllin. Til marks um það, hve mikið orð fór af kröftum þeirra og hversu menn hliðruðu sér hjá að lenda í handalögmáli við þá, er sú saga sögð að eitthvað tveimur eða þremur áratugum eftir að þeir fóru alfarnir heim til íslands, hafi þeir Kálfafellsbræður, Pétur og Brynjólfur, verið við nám í Höfn. Höfðu þeir þá eitt sinn sem oftar, verið inni á knæpu, ásamt all- mörgum Dönum. Lenti þá í orða- sennu á milli þeirra bræðra og Dananna. Gerðu Danir sig líklega til að lumbra á þeim bræðrum. Þá dettur Pétri það snjallræði í hug, að hann gengur að hurð 1 salnum, opnar hana í hálfa gátt og hrópar: „Skapti, Lárus, komið þið fljótt“. Við þetta hróp hafði Dönunum brugðið svo, að þeir þustu upp frá borðunum og flýttu sér úr. Viidu ekki bíða eftir því, að íslandströllin sýndu sig. Lárus Þ. Blöndal fæddist 15. nóvember 1836 í Hvammi í Vatns- dal. Foreldrar hans voru Björn sýslumaður Blöndal og kona hans, Guðrún Þórðardóttir. Björn tók sér ættarnafnið Blöndal meðan hann var við nám í Kaupmanna- höfn. Þau Björn og Guðrún eign- uðust alls fimmtán börn. Lárus var tólfta barnið í röðinni, en Björn, bróðir hans, var elztur syst- kinanna. Lárus varð stúdent í Reykjavík 1857, en cand. juris frá Kaup- mannahafnarháskóla 1865. Var síðan skrifstofumaður stiftamt- manns og landfógeta í Reykjavík um skeið. Settur sýslumaður í Dalasýslu 1867, en skipaður sýslu- maður þar næsta ár. Hann bjó fyrst á Staðarfelli, en í Innri- Fagradal frá 1872. Jafnframt gegndi hann sýslumannsstörfum í Barðastrandasýslu 1870—1871. Hann var skipaður sýslumaður í Húnavatnssýslu 12. apríl 1877. Aðsetur hafði hann á Kornsá. Var alþingismaður Húnvetninga 1881 —1885. Var skipaður amtmaður í norður- og austuramtinu 26. febrú- ar 1894 frá 1. júlí sama ár. Við því embætti gat hann þó ekki tek- ið, þar eð hann andaðist 12. maí það ár. Lárus kvæntist 24. ágúst 1857 Kristínu Ásgeirsdóttur danne- brogsmanns á Lambastöðum á Seltjarnarnesi, síðar Lundum í Borgarfirði, Finnbogasonar. — Börn þeirra voru: 1) Ásgeir hér- aðslæknir, síðast á Eyrarbakka. Fyrri kona Ásgeirs var Anika Pét- ursdóttir (Guðjohnsens organ- leikara), en síðari konan Kirstín Þórðardóttir (Guðjohnsens verzl- unarstjóra á Húsavík) bróðurdótt- ir fyrri konu hans. 2) Sigríður, er giftist séra Bjarna Þorsteinssyni tónskáldi á Siglufirði. 3) Björn, er varð prestur í Hvammi í Laxárdal, kvæntur Bergljótu Tómasdóttur. 4) Ágúst Theódór, sýsluskrifari á Seyðisfirði, kvæntur Ólafíu Theó- dórsdóttur. 5) Kristján, bóndi á Gilsstöðum í Vatnsdal, kvæntur Jósefínu Magnúsdóttur. 6) Guðrún, er lengi var kennslukona við Mið- bæjarskólann í Reykjavík. 7) Ing- unn Ragnheiður (dó á fyrsta ári). 8) Jósef póstafgreiðslumaður og símstjóri á Siglufirði, kvænt- ur Guðrúnu Guðmundsdóttur. 9) Ragnheiður, gift Guðmundi Guðmundssyni, kaupfélagsstjóra á Eyrarbakka. 10) Jósefína, gift Jó- unarstjóra á Húsavík), bróðurdótt- hannesi Jóhannessyni, bæjarfógeta á Seyðisfirði. 11) Haraldur, ljós- myndari, kvæntur Margréti Auð- unsdóttur. Fjölmargir niðjar barna þeirra Lárusar og Kristínar eru á lífi, þar á meðal allmargir í Reykjavík, og gegna þar margháttuðum störf- um. í Sunnanfara V. árgangi 12. tbl., er þess getið, að Jón Þorkelsson, dr. phil., hafi selt Þorsteini Gísla- syni, síðar ritstjóra Lögréttu, bia'ð- ið frá 1. júlí 1896. Strax í 1. tbl. VI. árg. Sunnanfara skrifar . Þor- steinn minningargrein um Lárus Þ. Blöndal. Kemst hann þar meðal annars svo að orði: „Nú flytur Sunnanfari mynd af héraðshöfðingja þeim, er verið hefur einna glæsilegastur á Norð- urlandi á síðari árum, en það er Lárus sál. Þórarinn Blöndal fyrr- verandi sýslumaður Húnvetninga og síðast amtmaður Norðlend- inga“. Enn fremur segir í Sunnanfara: „Lárus útskrifaðist úr skóla árið 1857, sigldi þá til Kaupmannahafn- ar og las iög við háskólann í átta ár, til 1865. Þá var Ilafnarlíf ís- JÓN ÞÓRDARSON REKUR GAML- AR FRÆGDARSÖGUR AF TVEIM ALÞEKKTUM AFREKSMÖNNUM 532 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.