Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Blaðsíða 22
VORIÐ Nú fer vorið að vakna í hjarta og verður hérna einhvern daginn. Það kemur með krókusa bjarta og kríunnar fögnuð í bæinn. Svo kernur sólin að kyssa hvern sofandi fífil á bala. Og lóan er hreint ekkert hissa, að holtin og steinarnir tala. Vornóttin tifar um tinda, sem töfraðir á hana mæna. Við klið hinna Ijúfustu linda býst landið þitt — möttlinum græna. Á. G. UPPHAF PÓLITÍSKRAR — Framhald af 546. sí6u. menn voru þó handteknir, og voru þeir dæmdir til fangavistar við vatn og brauð í fimmtán til tuttugu daga. Pio, Brix og Geleff voru aftur á móti sakaðir um landráð. Þeir voru „uppreisnarmenn". Um þá hefur verið fátt í sögu Danmerk- ur. og kannski eru þeir félagar einu mennirnir, sem hæstiréttur Dana hefur stimplað uppreisnar- menn. Meðal ákærugagnanna var sönglagið Sjá roðann í austri og þess var sérstaklega getið í dóms- forsendum. hve mikla áherzlu þeir, sem sungu það á fundarstaðnum, hefðu lagt á hættulegustu setn- ingarnar. Pio var dæmdur í fimm ára betrunarhúsvist, en hinum tveim- ur var talið nægja að hafast við í slikri stofnun í þrjú ár. Allir voru þeir þó náðaðir á afmælisdegi kon- un°s árið 1875. Þá höfðu þeir verið lokaðir inni í tæp þrjú ár — nokk- uð af tímanum í einangrunarklef- um í Vridsiöselille. Aðbúð var öll hin hryllilegasta í fangelsum þeim er þeir voru látnir gista og ekki fátítt, að fangar brjáluðust þar eða sviptu sig lífi. Þegar Gel- eff fékk einu sinni lánaðan hníf til þess að skera sundur með brauðskorpur þær, sem hann fékk til matar, sagði fangavörðurinn, sem hnífinn lánaði: „Týndu honum ekki — þetta er góður hnífur. Ég hef skorið niður með honum tuttugu og átta, sem hafa hengt sig hér“. Þrátt fyrir þær ofsóknir, sem verkalýðshreyfingin sætti, tókst ekki að ganga á milli bols og höf- uðs á henni. í vitund margra urðu Pio, Brix og Geleff nálega sem heilagir menn. Fjöldi söngva var ortur um þá, og lag var samið Pio tii heiðurs. Afmælisdagur hans var í blöðum sósíalista ekki aðeins nefndur helgidagur, heldur dagur heilags manns. Á fundum var al- siða að uppi væru hafðar myndir af þeim félögum, og á þessum ár- um voru telpur í Danmörku skírðar nöfnum eins og Pionía, Brixía, Gelefína og Louise Piodine. Svo miklar vonir voru bundn- ar við þessa menn, er þeim var sleppt úr fangelsinu að ómögu- legt var, að þeir fengju risið und- ir þeim. Þeir gerðust að vísu leið- togar á ný. En hreyfingin var orð- Lausn 22. krossgátu in sjálfri sér sundurþykk. Deilur voru komnar upp, og einn reyndi iðulega að níða skóinn niður af öðr- um. Fjárhagurinn var bágborinn, og seint gekk að auka fylgið. Pio gafst upp eftir fá misseri. Vorið 1877 fóru þeir Geleff á laun til Bandaríkjanna. Það var lögreglan danska, sem lagði þeim til ferða- peningana og allmikið fé þar um- fram. Burmeister & Wain borgaði brúsann. Brix hafði aftur á mótí verið varpað í fangelsi á ný, og seinna lenti hann í andstöðu við flokk sinn og snerist opinberlega gegn honum. Flestum fannst sem þeir Pio og Geleff hefðu hlaupizt undan merkjum. Þeir höfðu látið höfuð- óvininn múta sér. Þetta minnir á Sveinbjörn Hallgrímsson í þjóð- frelsisbaráttu okkar, svo að vitnað sé til hans í annað sinn. Ekki bætti úr skák, að margar aðrar þreng- ingar steðiuðu að samtímis, og hin næstu ár lá við, að sá vísir, sem seinna varð dönsk verkalýðshreyf- ing og hinn öflugi jafnaðarmanna- flokkur Danmerkur lognaðist út af. Öll samtök utan Kaupmanna- hafnar leystust upp og þar hjörðu aðeins örfá verkalýðsfélög. Beiskjan sem . viðskilnaður þeirra Pios og Geleffs vakti, hélzt við nær heilan mannsaldur. Það var ekki fyrr en ný kynslóð var risin á legg, að þeir fengu réttlátari dóm. Nú er þeirra minnzt sem frumherjanna, sem börðust við of- ureflið á meðan þeir eygðu nokkra von um sigur, lögðu mikið í söl- urnar, en uppskáru sjálfir ekki annað en þrautir og þjáningar og síðast smán um langt árabil. £ yr y |Í;iP«PÍIÍ' ^...........■. Xáj ÍA T k v £$> n h n a x -s p li x . í."a i l i ■ fl T n i / $ x x f Ii( ti ‘o s. :t;x i C í:.m tt fi 4 A m II* ft Í Mft mm tfW € & r XX HV PlxTAXpa IL imxMtm# áúkax lo ffift X'OttS 6* < IX ON í * *■:■& T» m'oln 550 IÍIHINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.