Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Blaðsíða 6
Hér hefst þá frásögn Einingar:
„Endurminningar Sigfúsar
Blöndals eru að mörgu leyti
skemmtileg og góð bók. Þar er
greinilega skýrt frá mörgu, mikill
fjöldi mannlýsinga og yfirleitt tal-
að fallega og vel um fólk. Frásagn-
irnar alltaf látlausar og vafalaust
sannar, og heildarefni bókarinnar
er allmarkverð saga. Hún er bæði
hollt og skemmtilegt lestrarefni,
og verður vikið að því oftar hér
í blaðinu. Oft er þar minnzt á
áfengismál og góðtemplararegl-
una, en þar er ekki illkvittnin og
rógurinn á ferð, heldur allt ann-
að, en að þessu sinni skal hér end-
ursögð aðeins frásögnin um ís-
lendingana tvo og slátrarana átján.
Blöndal segir svo frá:
„Þá var drykkju- og bardagaöld
mikil. Eina söguna set ég hér, og
er heimildarmaður minn að henni
Skapti Jósefsson, ritstjóri á Seyð-
isfirðj og frændi okkar fram í ætt.
Hann sagði mér hana einu sinni
þegar ég var stúdent á Garði, er
hann lieimsótti mig þar.
Þeir Lárus Blöndal og Skapti
(annar hvor eða báðir) voru ný-
búnir að taka eitthvert minnihátt-
ar próf, — ekki man ég hvort það
var heimspekipróf eða eitthvað
annað. Það var gott veður, og síð-
ari liluta dags gengu þeir sér til
skemmtunar uppi á víggörðum
(Vester- og Nörrevold). Þar komu
nokkrir slátrarasveinar, og voru
einhverjir af þeim drukknir og
fóru að kalla í þá Lárus, því að
þeir þekktu þá sem stúdenta, en
milli stúdenta og slátrarasveina
var þá fremur róstusamt, höfðu
íslenzkir stúdentar, og þá einmitt
þeir bræður, Magnús og Lárus, og
Skapti frændi þeirra, getið sér
mikinn orðstír fyrir harðfengi í
þeim viðskiptum, og báru margir
slátraranna því kenni á þá. Þeir
Lárus vildu ekki fara að berjast
við slátrarana um hábjartan dag á
alfaravegi, þeir skiptust orðum
við, en fáu svöruðu þeir Lárus
eggjunum og fúkyrðum hinna.
Skildi svo með þeim, og höfðu
slátrarar í hótunum um að lúberja
þá við fyrsta tækifæri. Það leið
ekki á löngu, því að einmitt sama
dag um kvöldið lenti þeim aftur
saman við þessa slátrara. Þeir Lár-
us höfðu borðað kvöldverð saman
í kjallara í Raadhusstræde. Þar
voru tvær stofur, önnur minni inn
af stærri stofu, sem vissi út að göt-
unni. Þegar þeir höfðu snætt,
fengu þeir sér púnsskál og sátu
með hana tveir eirár í innri stof-
unni. Þeir voru langt komnir með
skálina, þegar hrundið var upp
hurðinni og inn komu slátrararn-
ir, þeir sömu, sem áður höfðu ver-
ið að erta þá uppi á víggörðunum,
og voru nú fleiri með þeim, svo
alls urðu þeir átján í hóp. Þeir
munu hafa haldið njósnir um ferð-
ir þeirra félaga, og höfðu safnað
liði til þess að vera vissir um að
geta klekkt á þeim, svo að þeir
mættu muna. Þeir Lárus og Skapti
sátu alveg rólegir og héldu áfram
að drekka púnsið. Einn slátraranna
sagði, að nú hefðu þeir fundizt aft
ur, og nú skyldu þeir reyna með
sér. Skapti spurði, hvort þeir
mættu ekki fyrst ljúka úr púns-
skálinni. Það fannst slátrurunum
vera sanngjarnt og létu þá í friði
á meðan, en settust sjálfir að
drykkjú í fremra herberginu.
Þeir Lárus og Skapti fóru sér að
engu óðslega, og drukku í makind-
um, unz skálin var tæmd í botn.
Þeir fóru svo úr frökkum sínum
og hengdu þá á snaga í innri stof-
unni. Svo gengu þeir fram i dyrn-
ar og kváðust til í slarkið.
Slátrararnir réðust nú á þá. En
meðan þeir stóðu í dyrum innri
stofunnar \ar allerfitt fyrir hina
að færa sér í nyt, að þeir voru
fleiri, og fór það í fyrstunni svo,
að þeir félagar áttu auðvelt með
að slá þá af sér eða niður sem að
þeim sóttu. En meðal slátraranna
voru ýmsir hraustir menn og van-
ir þess konar áflogum. Þeir, sem
niður voru slegnir, risu flestir upp
jafnharðan og reyndu til á ný, en
sumir fóru öðruvísi að. Þeir tóku
það til bragðs að þeir lögðust á
gólfið og tóku um fætur þeirra ís-
lendingunna, meðan aðrir létu
höggin dynja á þeim að ofan. Og
áður en þeir vissu af voru þeir
dregnir fram í stærri stofuna. Nú
gátu slátraramir betur neytt þess,
að þeir voru fleiri, og áttu nú fs-
lendingarnir erfiðara. Þeir reyndu
að standa bökum saman, og börð-
ust lengi svo, að slátrararnir gátu
ekki skilið þá að. Þá slökkti ein-
hver Ijósið, og var nú barizt í
myrkri um hríð. Varð það til þess,
að sumir slátraranna börðu í mis-
gripum á félögum sínum. Það sagð-
ist Skapti hafa fundið, að þá urðu
þeir Lárus viðskila, og börðust eft-
ir það um hríð hvor fyrir sig.
Loks var kveikt aftur. Skapti sagði
svo frá, að hann gat þá séð yfir
valinn, og var þá allt komið á tjá
og tundur, það sem í stofunni var,
og mikið af húsgögnum brotið.
Hann stóð þá sjálfur upp við ofn-
inn, sem hlífði honum að bakj og
á aðra hlið, en veggurinn á hina,
svo að þar var allgott vígi, þar
sem menn gátu aðeins sótt hann
að framan. Lárus var verr staddur.
Hann var kominn fram í miðja
stofu og var þar í rústum af brotnu
matborði og stólum. Hann var
kominn á annað hnéð, hafði þar
undir sér slátrara, en ýmsir voru
1 kringum hann, og hafði einn af
þeim fót af brotnum stól í hend-
inni og var að lemja Lárus í höf-
uðið. Lárus gat þó borið af sér
mestu höggin, en var farið að
blæða.
Þá sagði Skapti að komið hefði
á sig hreinn berserksgangur, og
sennilega á Lárus líka. Hann sá,
að Lárus var beint í lífsháska, og
brauzt nú fram úr víginu og gat
þrifið stólfótinn af slátraranum og
slegið hann í rot með honum, en
Láruá komst á fætur og gat spark-
að burt þeim, sem reyndu að halda
um fætur hans. Náði hann nú líka
í stólfót og barðist með honum.
Slógu þeir nú hvern af öðrum nið-
ur, og voru loks aðeins fáir eftir,
sem héldu uppi bardaganum af
hendi slátrara. Loks barst leikur-
inn að útganginum, og allt í einu
sér skapti að Lárus opnar dyrnar
og fleygir út manni. „Þar fór
einn!‘ sagði Lárus. Hann sneri sér
svo að Skapta og sagði: „Heyrðu
frændi, hvort v iltu heldur rétta
eða kasta?“ „Það er bezt þú kast-
ir“, sagði Skapti, „þú ert nær dyr-
unum'. Skapti þreif svo annan
slátrara og hrinti honum fram að
Lárusi, en hann fleygði hoaum út
um dyrnar. „Tveir“, sagði Lárus.
Héldu þeir nú áfram unz átjánda
slátraranum var fleygt ú*’. Vo.u
ýmsir meiddir og blóðugir, föun
rifin, eitthvað tveir eða þrír hófðu
fengið handleggs- eða viðbeinsbrot,
og einn var kjálkabrotitin, frettu
þeir siðar.
Þegar átjándi slátrarinn var
horfinn sýnum, kom veitingamað-
urinn fram. Hann sneri sér að
þeim íslendingunum, og kvaðst
aldrei mundi gleyma þessu dýrðar-
kvöldi, því að þótt hann hefði
skaðazt talsvert á húsgögnunum,
þá hefði hann haft slíka ánægju
af svona hreystilegum bardaga, og
þóttist viss um, að slíkt mundi
gera staðinn frægan og vel sóttan
t t nf p iv 1Y
CíUVMUnACSBP AO