Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Blaðsíða 9
þá voru gefin út á íslandi, en jafn- framt einarðast. Flest árin, sem Skapti átti heima á Akureyri, sat hann þar í bæjar- stjórn. Eftir að hann hætti útgáfu Norð- lings, hafði hann á hendi um nokk Urra ára skeið málfærslu- og kenn- arastörf á Akureyri. Um 1890 var almennur áhugi vaknaður á Austurlandi á því að eignast blað, sem gefið væri út eystra. Aðalhvatamaður þessa fyr- irtækis var hinn dugmikli athafna- maður, Ottó Watlíne. Hratt hann þessu máli í framkvæmd árið 1891 og fékk þá Skapta Jósefsson til að taka að sér ritstjórn blaðsins. Skapti fluttist þá til Seyðisfjarðar og gerðist ritstjóri Austra, sem hóf göngu sína í júlímánuði það ár. Var blaðið gefið út á kostnað Wathnes til ársloka þess árs, en upp frá því á kostnað Skapta, þar til hann féll frá. Þá tók Þorsteinn sonur hans við útgáfunni. SeyðlsfjörSur, þar sem Skapti áttl helma ritan síðarl hluta œvinm<t. Sumarið 1892 stofnaði Skapti bókasafn Austuramtsins. Við stofn- un þess naut hann velvilja og styrks ýmissa merkismanna er- lendra, sem gengust fyrir stór- gjöfum til safnsins, bæði í bókum og peningum. Árið 1898 fór hann á sýninguna í Björgvin og ritaði síðar mjög ít- arlega um hana í blað sitt. Fjörmaður var Skapti alla ævi og skemmtilegur í viðræðum, stór- höfðingi í sjón og raun, ljúfur og jafn í viðmóti við alla. Jafnan var hann glaður í lund, eins þótt á móti blési. Þau Skapti og Sigríður eignuð- ust þrjú börn. Elzt þeirra var Anna Ingibjörg, sem fæddist í Kaupmannahöfn. Hún giftist ekki. Næstur að aldri var Þorsteinn, síð- ar ritstjóri og póstafgreiðslumað- ur á Seyðisfirði, kvæntur Þóru Matthíasdóttur Jochumssonar. Yngstur var Halldór, símritari og símstjóri, og síðar aðalbókari Landssímans í Reykjavík, kvæntuí Hedvig Wathne, dóttur Friðriks Wathne kaupmanns á Seyðisfirði. Báðir bræðurnir stunduðu um tíma prentiðn. Skapti andaðist 16. marz 1905, tæplega 66 ára, af hjartabilun, er kom fyrst í ljós eftir afarmikla afl- raun haustið áður, er verið var að flytja heim hey af túni hans inn með Fjarðará. Með aflraun mikilli tókst honum að koma í veg fyrir, að heyvagn, ásamt hesti, drægist niður snarbrattan bakkann ofan í ána. Flestir eða allir niðjar Skapta og Sigríðar munu nú eiga heima í Reykjavík. Heimildir: Sunnanfari, Austri, templara- blaðið Eining, Ásgeir Blöndal Haraldsson, bókin Strákar, Ingi- björg Skaptadóttir, Lögfræð- ingatal, Ættir Austfirðinga og Prentaratal. T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 537

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.