Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Blaðsíða 10
Árið 1931 var lágt í Kleifarvatni, og frá því ári er þessi mynd. Allra lægst mun þó vatnsborðið hafa verið árið 1932. Síðan fór hækkandi í vatninu. Það var ekki kreppan þar á þeim árum. Duttlungar Kleifarvatns, ! sem ýmist safnar ríflegum | fyrningum eða sóar þeim Sum vötn eru dularfull. Þeim er cðruvísi farið en öðrum vötn- um, og enginn botnar i afbrigði- legri háttsemi þeirra. Slíkt vatn var og er Kleifarvatn. Um þess jl.onar vötn myndast sögur, og þannig er því líka einmitt farið um Kleifarvatn. Þar herma gaml- ar sagnir, að sézt hafi skrímsli, en það hefur líklega ekki verið nógu athafnasamt skrímsli, sem bjó í Kleifarvatni, því að það hefur einhvern veginn lognazt út af í þjóðtrúnni, þó að Lagarfljóts- ormurinn lifi enn bezta lífi við slíka ástsæld austan lands, að fólk þai- vill með engu móti missa hann. Hitt hefur aftur á móti haldið uppi frægð Keilfarvatns, að mik- ill áramunur er að því, hversu hátt er í því. Þeir, sem kunnugir voru á þessum slóðum, töluðu um tUttugu ára sveiflur. En eins og kunnugt er hefur Kleifarvatn enga afrás, nema hvað áll er í tengslum við litla tjörn (sem ekki 538 Hhinn SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.