Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Blaðsíða 17
líkamlegri refsingu i viður-
vist kennara og nemenda. Seinna
hraktist hann úr skólanum, en
bróðir hans veitti honum tilsögn,
sem nægði til þess, að hann náði
stúdentsprófi.
Næsta áratug hraktist Pio
úr einu starfi í annað. Árið 1864
gerðist hann sjálfboðaliði í hern-
um, en komst aldrei á vígstöðvarn-
ar, varð þó liðsforingi, gerðist næst
kennari í skóla bróður síns, hóf
ritstörf og skrifaði meðal annars
bók um Holgeir danska. Fleira
lagði hann fyrir sig, en festist ekki
við neitt. Um skeið hafði hann hug
á að nema verkfræði, en féll þrí-
vegis á inntökuprófi í tækniskól-
ann.
Árið 1870 virtist Pio loks hafa
fengið starf til frambúðar. Hann
var skipaður póstritari, og í því
starfi hafði hann aðeins verið
skamma stund, er hann fann upp
nýja gerð póstkassa, svipaða þeim,
sem enn eru notaðir. En aðeins fá-
um mánuðum síðar sagði hann upp
starfi sínu, öllum til mestu furðu.
Þá þegar, í maímánuði 1871,
liaföi hann látið prenta á laun
fyrsta ritling sinn um stjórn-
mál. Þetta var heldur ósjálegt kver,
en efni þess vakti hina mestu
eftirtekt í Kaupmannahöfn, og
komust lokaorðin fljótt á allra var-
ir. Þau voru á þá leið, að verka-
mannastéttin myndi koma vilja
sínum fram, hvort sem hún hefði
lögin með sér eða á móti sér.
Þessi ógnun þótti þeim mun
ískyggilegri, að borgarastéttinni
var ekki alls kostar rótt um þessar
mundir. I-Iina síðustu mánuði
höfðu borizt hinar hroðalegustu
fregnir af Parísai'kommúnunni.
Uppreisn verkalýðsins í París
skelfdi borgarana, og þeir voru á
varðbergi, þótt hún væri kæfð í
blóði.
Fáir þekktu höfund ritlingsins
danska, og sjálfur þóttist hann
hafa komið ár sinni vel fyrir borð.
Nálega samtímis og ritið kom út,
hafði hann gerzt heimiliskennari
hjá stórauðugri yfirstéttarfrú í
Kaupnxannahöfn, eiganda Berl-
ingske Tidende. Hún átti heima í
höll á Ordrupshæð, og þar dvald-
lst Pio næstu mánuði. Um nætur
skrifaði hann mergjaðar ritgerðir
um drottinvald yfirstéttarinnar,
arðrán hennar og skefjalausa kúg-
un.
Pio lét prenta annan pésa af
sömu gerð og hinn fyrri, en hóf
síðan útgáfu vikublaðs, sem nefnd-
ist Sósíalistinn. Það kom út í fyrsta
skipti hinn 1. júlí 1871, og þann
dag telja danskir jafnaðarmenn,
að ferill jafnaðarnxannaflokks-
ins hafi hafizt.
Brix var kallaður litgefandi og
ritstjóri. Hann var urn þrítugt, ná-
frændi Pios, sonur mikils di'ykkju-
manns. Margt hafði drifið á daga
þessa manns. Síðast hafði
hann rekið litla bókabúð og orðið
gjaldþrota.- Geleff kom til liðs við
þá Pio og Brix seinna um sunxar-
ið. Ilann var ættaður af Suðvestui'-
Jótlandi, kennari að menntun, en
hafði verið blaðamaður, ritstjóri og
blaðaútgefandi siðustu árin. og þó
jafnan oi'ðið brótt um fyrirtæki
hans.
Blaðaútgáfa þeirra þremenning-
anna gekk vonum betur. Eftir
nokkra mánuði voru áskrifendurn-
ir orðnir þrjú þúsund. Það þótti
þá mikil útbreiðsla, og lögreglan
gerðist uggandi. Raunar var prent-
fi'elsi að lögum í Danmörku. En
lögreglan kunni að snúa snældu
sinni og bregða fæti fyrir blaðið,
án þess að brjóta prentfrelsislög-
in. Eigendur prentsmiðjanna, sem
prentuðu það, voru kallaðir hver
af öðrum á lögreglustöðina, því að
það var ekki bannað í stjórnar-
skránni, og þar talaði lögreglufor-
ingi við þá með þeim Jiætti. að
stórum dró úr löngun þeirra til
þess að þiggja borgunina, sem þeim
stóð til boða frá Pio og fél&gum
hans. Um tíma varð að pr*nta
blaðið í Málmhaugum, og eitt tölu-
blaðið var meira að segja prentað
í Hamborg. Þetta minnir á það, er
Sveinbjörn Hallgrímsson lét
prenta Hljóðólf í Kaupmannahöfn
vegna ofsókna yfirvalda á íslandi
tuttugu árum fyrr.
Pio kom ekki fram í dagsljósið.
Hann var hinn dularfulli maður,
sem liélt ölluni þráðum í hendi sér
bak við tjöldin, en enginn átti að
vita, Iiver var. Lögreglan vissi þó
meira en hann grunaði, og hún lét
óeinkennisbúna menn hafa vak-
andi auga á þeim félögum. Einn
þeirra, sem þessum njósnum
stjórnuðu, hét Korn. Ilonum lýsti
Geleff svo, að hann væri með þessi
hvössu. stingandi, illu augu, sem
væru einkenni forhertra lögreglu-
manna, gamalla þjófa og skrið-
dýra.
Það var tiltölulega snemnia, að
Geleff fékk fyrst að horfast í augu
við Korn. Hann var á útbreiðslu-
ferð um Jótland, og Korn elti hann
fund af fundi og þóttist vera stúd-
ent, sem hrifizt hafði af fræðum
sósíalista. Hann kom sér svo
í mjúkinn hjá Geleff, að hann lét
hann hjálpa sér við að skrá þá, sern
gengu í hreyfinguna.
Einn af , samstarfsmöiinum
Korns, lögregluþjónn að nafni Lar-
sen, komst 15. október á stofnfund
alþjóðadeildar danskrar verka-
:■■■■■ ■ ■ ‘ rv* ' ( v* *' ; {■ r, ■■ ‘ ■ _'
■i - r'- -■
Frumheriarnlr dönsku voru
vistaSir í fangelsum og lengst
af hafðir í einangrunarklefum.
Þegar þrek þeirra hafSi veriS
brotiS, var þeim mútaS til
þess að flytjast úr landi. Bur-
melsfer & Wain kostaði það
fyriríæki.
TlMINN — SUNNUDDglSBLAÐ
545