Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Side 18
Þingeysk húsfreyja hefur sent Sunnudagsbla'ðinu -petta erm*i dl birt-
ingar, en óskar þees, að nafni sínu verði sleppt, af því að „kerlingar
eru úr leik og eiga að þegja“. Þótt það geti borið upp á, að þeim hrjóti
orð af vörum. Gljúfurversvirkjunin hefur einmitt valdið því, að margir
sem verða að jafnaði ekki sakaðir um framhleypni, hafa látið sitthvað
fjúka. Hér kemur vers þessarar konu, sem vissulega hefur skipað sinn
sess m"ð mikium sóma um dagana og ekki haft fyrir sið að reka hornin
svo mjög í aðra.
ÞULA ÚR ÞINGEYJARSÝSLU
Fátæka mannsins fríða lamb
flestir ágjarnir eta vilja.
Eins og Davíð — með ófrómt dramb —
ætla að hrifsa og glæpinn dylja.
Gljúfurversvirkjun — fram ef fer —
fordæmir auma stjórn í landi.
Bændurnir hljóta að berjast hér
byggðarlag sitt að verja grandi.
Akureyringar eftir á
illa kveisu af matnum fá.
mannahreyfingar í Kaupmanna-
höfn, og var það raunar í fyrsta
skipti, að pólitísk verkalýðshreyf-
ing í Danmörku kom fram á skipu-
lagðan hátt. Foringjans var þó enn
að engu getið, en hann var auðvit-
að Pio. Hann var aldrei nefndur
með nafni og jafnan kallaður stór-
meistarinn.
í þessa lireyfingu voru nú komn-
ir fimmtán hundruð menn, og var
þeim skipt í fylkingar eftir starfs--
greinum. Húsgagnasmiðir og stóla-
gerðarmenn voru fjölmennastir,
skiptu nokkrum hundruðum. Tré-
smiðir, múrarar, klæðskerar, járn-
smiðir, vindlagerðarmenn og vagn-
stjórar voru einnig nokkuð lið-
sterkir. Fyrirliði vagnstjóranna hét
Jakobsen. Honum hafði lögreglan
mútað til fylgis við sig, og með
aðstoð hans vissi hún um allt, sem
Pio tók sér fyrir hendur eða ætl-
aði að taka sér fyrir hendur.
Ekki var byltingarhugur allra
jafnbrennandi. Þegar deild var
stofnuð í Árósum, var samþykkt,
að félagsgjaldið skyldi vera fjórir
skildingar á viku, og var þess sér-
staklega getið í samþykktum, að
ekki mætti nota þessa peninga til
þess að hrinda af stað byltingu.
Sums staðar voru haldnir grímu-
dansleikir til þess að koma hinum
nýja boðsbap á framfæri, og
dæmi voru um, að bristilegum
þönkum væri blandað saman við
stjórnmálaræður. í fundargerð frá
þessum tíma er þess til dæmis get-
ið, að ræðumaður á sósíalistasam-
komu hafi á fagran og hjartnæm-
an hátt skýrt, hvernig skilja bæri
Faðirvorið.
En stundum var annað hljóð í
strokknum. Á samkomu í Kar-
lottulundi var Geleff eitt sinn að
hefja ræðu, er hópur manna tók
að blása í tréflautur eða gera ann-
an hávaða. Þetta endaði með því,
að hendur voru látnar skipta. Gel-
eff og förunautar voru hrakt-
ir burt með höggum og slögum, og
síðan hrópuðu þeir, sem til þessa
ófriðar stofnuðu, húrra fyrir kon-
unginum og stjórnarskránni. Raun-
ar var það alls ekki sjaldgæft, að
andstæðingarnir hleyptu upp fund-
um sósíalista. í Nakskov var það
einu sinni samþykkt með handa-
uppréttingum, að Geleff skyldi
ekki fá að taka til máls, og í
Óðinsvéum var samþykkt á fundi,
sem sósíalistar höfðu efnt til, að
stofna „verkamannafélag“ hægri-
manna — eins konar „Óðin“ þeirra
í Óðinsvéum. Baráttumennirnir
áttu það sem sagt sífellt yfir höfði
sér, að á þá yrði ráðizt. Slíkt lézt
lögreslan ekki sjá, ef hún eggjaði
þá ekki beinlinis til þess. Og þeir,
sem aðhylltust benningar þeirra,
voru ofsóttir og samtök höfð um
ao meina þeim að vinna fyrir sér.
Það segir sína síigu, að margir
þeirra, sem gerðust sósíalistar á
þessum árum, dóu ungir í sárri fá-
tækt. Það var hungur og örbirgð,
sem kom þeim á kné. Um suma
má næstum segja, að þeir hafi ver-
ið sveltir til bana.
Félagsmenn munu tæpast hafa
orðið fleiri en fjögur eða fimm
þúsund alls. Samt voru samtökin
yfirvöldunum hinn mesti þyrnir í
auga, og lögreglan beið færis að
láta til skarar skríða gegn þeim.
Það gafst í maímánuði 1872. Múr-
arar höfðu gert verkfall, og blað
hreyfingarinnar, sem nú var orðið
dagblað, boðaði til verkamanna-
fundar undir beru lofti nálægt
þeim stað, þar sem nýja ríkis-
sjúkrahúsið er nú. Þessari fund'”--
boðun fylgdi ein frægasta grr'n
Pios. Lokaorðin voru á þessa leið:
..En þið, sem tilbiðiið gullið —
þið, sem lifið lífi sníkiudýrsins á
fátæklingunum — til ykkar mun-
um við enn einu sinni hrópa: Þið
hafið í þúsund ár byrlað okkur
beiskan drykk — varið ykkur nú,
því að mælirinn er fullur. Bætið
ekki þar við einum dropa, því að
annars mun út úr flóa.“
Fundurinn var bannaður, og
þegar Pio neitaði að aflýsa honum,
voru þeir þremenningar, hann og
Geleff og Brix, handteknir að næt-
urlagi eins og lögreglunni var þá
títt. Mikill fjöldi fólks flykktist
þó á fundarstaðinn daginn eftir,
sunnudaginn 5. maí, og þar kom
til bardaga milli lögreglunnar og
fólksins. Þessi dagur er frægur í
sögu verkalýðshreyfingarinnar.
Það voru hundrað þrjátíu og
fimm lögreglumehn, sem sendir
voru á vettvang, og fylgdu þeim
tvær sveitir ríðandi húsara. Fólkið
varðist með grjótkasti, og þegar til
návígis kom, þeyttu menn neftó-
baki framan í lögreglumennina og
hermennina. Að lokum sigruðu þó
kylfur lögreglunnar og sverð hús-
aranna.
Hermálaráðherrann og lögreglu-
stjórinn í Kaupmannahöfn virðast
hafa trúað því statt og stöðugt, að
bylting væri að hefiast. Hermenn
með alvæpni voru látnir taka sér
stöðu við brýr, banka og fleiri
stofnanir í Kaupmannahöfn, og í
ráðhúsinu höfðu fiörutíu skotliðar
úr sióhernum búizt um, og í kast-
alanum beið herdeild átektar með
hlaðnar byssur. Tiltölule«a fáir
Framhald < 550. siSu.
546
IÍHINN — SUNNUDAGSBLAÐ