Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Qupperneq 21
fyrir þær sakir einar, að bíll
hans stóð utan við Renault-
verksmiðjurnar, er verkamenn
þar áttu í verkfalli, og annar,
sem vinnur hjá vinstrisinnuðu
blaði, var eltur látlaust af lög-
reglu hvert sem hann fór í
heila viku.
☆
9. maí var Bandaríkjamann-
inum Don Luce vísað brott úr
Suður-Víetnam „af sérstökum
ástæðum". Hann hafði stjórnað
þar hjálparstarfsemi í þrettán
ár og verið fréttaritari heims-
ráðs kirknanna síðan 1967. Fyr-
ir fáum árum skrifaði hann Viet-
nam-bók, sem vakti stórkost-
lega eftirtekt, og í júlímánuði
í fyrra tókst honum að koma
tveim bandarískum þingmönn-
um til eyjarinnar Kon Son, þar
sem stjórnin í Suður-Víetnam
geymdi pólitíska fanga í stein-
steypubúrum svo þröngum, að
þeir gátu aldrei rétt úr sér. Nú
er þessi maður kominn til Nor-
egs, þar sem hann mun eftir
fáa daga bera vitni um ástand
og atburði í Víetnam fyrir al-
þjóðlegu Víetnamnefndinni. Ann
ars er hann nú eftir brottvís-
unina frá Víetnam starfsmaður-
ur í hinum alþjóðlegum skrif-
stofum heimsráðs kirknanna í
Genf.
Steinsteypubúrin á Kon Son,
sem vöktu hrylling og viðbjóð,
er upp komsi um þau, voru
fyrst tekin í notkun af Frökk-
um árið 1936. Þeir virðast gefn
ir fyrir að vista fanga með
ófögrum hætti á evjum eins og
Djöflaey var áður til vitnis-
burðar um. Það er þó fyrst á
síðustu árum, að fjölda fanga
hefur verið hrúgað í þessi búr,
og þurftu sakir ekki að vera
miklar til þess að lenda þar —
til dæmis að heilsa ekki suður-
víetnamska fánanum á fullnægj
andi hátt. Fimm föngum var
þrengt saman í hverju búri, sem
þó eru aðeins 160 sentimetrar
á breidd og 320 sentimetrar á
lengd. Þeir eru oft bundnir lang
tímum saman, þeir eru sveltir,
þeir mega ekki segja stakt orð,
þeim er misþyrmt og það aus-
ið yfir þá kalki, svo að nokkur
staðfest dæmi séu nefnd um
meðferðina á þeim.
Eftir að þingmennirnir banda
risku ljóstruðu þessu upp, lof-
aði stjórnin i Suður-Víetnam
að hætta að nota þessi búr.
Fjöldamargir blaðamenn hafa
síðan sótt um leyfi til þess að
fara til eyjarinnar, en þeim
hefur öllum verið neitað um
leyfi til þess. Það hefur vakið
mikla tortryggni. Að vísu hef-
ur samtökum, sem mynduð
voru til hjálpar föngunum, tek-
izt að fá þrjú hundruð konur
fluttar upp á meginlandið, en
að öðru leyti fullyrða þeir, sem
bezt eru taldir vita, að alls ekk-
ert hafi áunnizt, nema síður sé.
í októbermánuði síðast liðn-
um skýrði stærsta dagblaðið í
Víetnam frá því, að þrjú hundr
uð fangar á Kon Son hefðu gert
uppreisn og heimtað betri með-
ferð. Blaðið sagði, að þá hefðu
um sex þúsund fangar á eynni
búið við hina hræðilegustu með-
ferð. Breytingin, sem orðið hef-
ur, er fólgin í því, að fangarnir
voru sjálfir kúgaðir til þess að
byggja nýjar lengjur fangelsa,
fjórar að tölu, með níutíu og
sex búrum hverja. Þeir, sem
mótþróa sýndu, voru látnir hír
ast í böndum mánuðum sarnan,
og loks var bandarískt verktaka
fyrirtæki fengið til þess að
ljúka þessum fangelsisbygging-
um og kostnaður greiddur úr
bandarískum sjóður, sem að
nafni til eru ætlaðir til hjálpar-
starfsemi utan lands. Don Luce
hefur meira að segja í fórum
sinum afrit af samningnum, sem
gerður var um þetta, og þar
sést, að „endurbótin“ er ekki
fólgin í öðru en því, að nýju
búrin eru 195 sentmetra breið
og 250 sentimetra löng — með
öðrum orðum minni en hin
eldri.
Don Luce telur, að pólitísk-
ir fangar í Suður-Víetnam séu
um hundrað þús., og á Kon Son
um hundrað þúsudn, og Kon
Son eru 8300. Hann segist sjálf
ur hafa séð fanga, sem orðnir
voru krypplingar af setum í
steinbúrum og þreifað á bækl-
uðum limum þeirra og brjóst-
kössum, brotnum við pynding-
ar, er þeir höfðu, sætt. Þar hef-
ur rafmagn og vatn einnig ver-
ið þráfaldlega notað til þess að
kvelja fangana. Það eru lög í
Suður-Víetnam, ef lög geta heit
ið, að halda má föngum í tvö
ár, án þess að rannsaka mál
þeirra, og síðan má endurnýja
þetta tveggja ára bil. Sumir
hafa verið í fangelsum síðan
1955 og 1956.
Don Luce fullyrðir, að pynd-
ingum sé beitt við allar yfir-
heyrslur, og þess eru mörg
dæmi, að helzta sakargiftin sé
hlutleysi!
Nú er þriðjungur Suður-
Víetnama flóttafólk í sínu eig-
in landi, og það eru sameigin-
legar tilraunir Bandaríkjamanna
og stjórnarinnar í Suður-Víet-
nam til þess að hefta samskipti
bænda og fólks úr þjóðfrelsis-
hreyfingunni. er hrakið hafa
flesta úr heimkynnum sínum.
Áður starfaði þorri fólks í land
inu að hrísgriónarækt, en nú
hafa karlmennirnir verið neydd
ir í herþjónustu eða settir í
fangabúðir. dætur bændanna
eru afgreiðslustúlkur á börum
og hermannamellur á götunum
í borgunum. en börnin bursta
skó, þvo bíla — og stela. Fjöl-
skylduböndin hafa víða rofnað
með öllu og hið gamla þjóðfé-
lag er í algerri upplausn.
Sú fjárhagshjálp, sem Banda
ríkjamenn láta í té, hefur
breikkað til mikilla muna bilið
á milli fátækra og ríkra, og
spilling valdamannanna er
óhugnanleg. Framlög til heilsu
gæzlu og sjúkrahjálpar hafa
farið lækkandi síðustu ár, en
árið 1970 var 21 milljón dollara
úr bandarískum hjáíparsióðum
varið til öryggisþjónustu, það
er að segja lögreglu og fang-
elsisbygginga, en þrjátíu millj-
ónum dollara í ár.
☆
Frá næstu mánaðamótum verð
ur hætta að nota litefni í kjöt-
vöru, sem unnin í Noregi, svo
sem pylsur og bjúgu. Þetta staf
ar af því, að lagabann hefur
verið lagt við slíku.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ