Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Side 15

Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Side 15
einnig í flestum árum löng og erf- ið verkföll, sem svo fylgir fjölset- ið og dýrt samningaþjark, sem reyndar sjaldnast ber nokkurn teljandi árangur fyrir launþegana né launagreiðendur. — Nú vita það þeir sem kunn- ugir eru, Sveinbjörn, að þú ert ekki allur í hinum veraldlegu um- svifum. Hvert hefur þitt andlega athvarf verið á langi ævi? — Ungmennafélagið og kirkjan Veikindaár mitt í Noregi kynnt- ist ég svo M.R.A.-hreyfingunni, sem hér á landi hefur verið nefnd Siðvæðingarhreyfingin. í henni fannst mér ég eygja margt gott fyrir hrjáð mannkyn, og þá ekki síður fyrir íslendinga en aðra. Ég fór, ásamt fleiri góðum mönnum, á heimsþing siðvæðingarmanna í Sviss sumarið 1956. Síðar tókum við á móti nokkr- um góðum áhugamönnum og komu þeir seinna hingað til lands. Margir gerðu góðan róm að máli þeirra hér, en þó tókst þeim ekki að hrinda hér af stað veru- legri vakningu. — Hvert er markmið Siðvæð- ingarhreyfingarinnar? — Markmið hennar er að bæta siðferðið í heiminum á kristilegum grundvelli, og auka réttlæt- ið, til dæmis í launagreiðsl- um. Eftir að ég var til lækninga í Noregi, réði ég mér norskan verkstjóra. Var hann hér um tveggja ára skeið. Hann hjálpaði mér til þess að koma hér á laggirnar nýrri aðferð við launa- greiðslur, sem kölluð hefur verið bónuskerfi. Það byggist á því, að framleiðslan er metin til eininga og starfsmennirnir fá sameigin- lega aukagreiðslu til viðbótar sínu taxtakaupi, og þeirrf viðbótar- greiðslu er skipt bróðurlega á milli manna eftir mánaðarlegum afköst- um þeirra. Þetta gekk mjög vel. Bæði stafsmennirnir og fyrirtækið högnuðust, enda jukust afköst manna á hvern unninn klukkutíma um allt að því sextíu af hundraði. Þegar við kynntum þessa greiðsluaðferð í einni samn- inganefnd um kaup og kjör og einn nefndarmanna lét þess getið, að þetta væri athyglisvert, sagði annar nefndarmaður: Jú, jú, það getur vel verið, en það er bara ekki þetta, sem við æskjum eftir. Og nú er svo komið, að þetta kerfi okkar er óvirkt, og við komumst ekki hjá að leggja það niður. Þetta er mín mesta sorg í sam- bandi við rekstur fyrirtækis. — Sú mesta, segirðu, — en trú- lega ekki sú eina? — Nei, því miður. Til er annað öfugstreymi, sem veldur mér ekki minna angri, þótt ekki þurfi að kvarta undan mínum starfsmónn- um. — Hvað er það? — Það er drykkjuskapurinn — umgengni manna við áfenga drykki. — Þú ert þá sem sagt bindindis- maður? — Já. Ég hef verið það að minnsta kosti síðustu tvo ára- tugi. Auk þess var ég í bindindi unglingur og stofnaði ungmenna- félag í Ólafsfirði. Þegar ég var orðinn athafnamaður í iðnaði, varð ég þess var, að það þótti ekki við- eigandi að taka ekki staup með kunningjum. Þá fylgdist ég með öðrum og komst lítillega í kynni við timburmenn og aðra and- styggð, sem fylgja vínneyzlu. En M.R.A. opnaði augu mín fyrir þess- um bölvaldi. Um eitt skeið leitnðu Bláabandsmenn til mín um at- vinnu handa læknuðum drykkju- mönnum. Munu það vera átján menn, sem við hér í Ofnasmiðj- unni, höfum tekið til reynslu. — Hvernig gafst þetta? — Það tókst mjög misjafnlega, og nauðafáa gátum við frelsað frá Bakkusi. En það þurfti ekki til, að við værum með sjúklinga af Bláa- bandinu. Maður gat samt orðið fyr- ir óhöppum af völdum áfengis, og skal ég segja þér smásögu af því. Einhverju sinni hafði ég boðið hingað blaðamönnum, og hafði þá einhver orð á því við mig, að ekki væri viðeigandi annað en ég byði þeim glas af víni, og varð ég við því. Þegar þessu var lokið, stakk ég staupunum og flöskunni með því, sem eftir var í henni inn 1 skrifborðsskúffu mína. Ég hafði nokkru áður ráðið til mín mann, sem ég vissi engin deili á. Skömmu eftir blaðamannafundinn bað ég mann þennan að vinna fyrir mig tiltekið verk utan húss snemma morguns í kalsaveðri. Þetta gerði hann og vann það bæði fljótt og vel, enda var hann ágætur starfs- maður. Þegar hann svo kom inn til mín eftir vel unnið verk, mundi ég allt í einu eftir flöskuskömm- inni og spurði nú, hvort hann vildi ekki einn lítinn snaps eftir þetta kaldsama verk. Hann gerði svo sem hvorki að játa né neita, en ég hellti í staup. Hann drakk og sagði takk. Þetta smávægilega atvik kostaði hann og Ofnasmiðj- una vikufyllirí. Maðurinn var nefnilega alkóhólisti og mátti aldrei vín sjá. En þar sem hann vann bæði mikið og vel á milli túranna, gerði ég flest, sem ég gat. til þess að hrífa hann úr klóm Bakkusar. Það tókst ekki. Hann skildi við konu sína og börn og dró fram lífið með m;síöfnum hætti árum saman. Nei. Það þarf meira en atvinnuaðstöðu, ef bjarga á drykkiumönnum . — Ekki hafa það eingöngu ver- ið persónuleg kynni þín af Bakk- usi, sem komu þér til þess að ger- ast bindindismaður aftur? — Onei, nei. Ég hef marghátt- aða reynslu af drykkjuskap fleiri en verkamanna. Ég er sanníærður um. að drykkjuskapurinn 1 land- inu kemur ofan frá. — Hvað höfðingjarnir hafast að... áttu við? — Já Það er nú einmitt það, sem ég á við. Forystumönnum þjóðfélagsins verður að vera það ljóst, að þeir þurfa að vanda nð- gæði sitt og líferni, því að eftir höfðinu dansa limirnir. Lögreglueftirlitið með ölvun '%'ið akstur er heldur ekki nándarnætti nógu strangt. Mér er þetta ekki með öllu ókunnugt, því að ég er í stjórn Ábyrgðár h.f., sem er tryggingarfélag bindindis- fólks. Það fólk neytir að sjálfsögðu ekki áfengis. hvorki við akstur né í annan tíma. En þeir, sem það gera, valda okk- ar fólki margháttuðum erfiðleik- um, að því ógleymdu, að óprúttni við akstur smitar út frá sér, og einnie til þeirra, sem algáðir aka. — Þessir hlutir valda þér sem sagt miklum áhyggjum? — Já. svo sannarlega. Þetta er alvarlegt þjóðfélagsvandamál. Það er engu minni nauðsyn að ræða þetta en krabbameinið og krans- æðastífluna. Ég fyrir mitt leyti, vil gera þá kröfu til væntanlegrar ríkisstjórn- ar, að hún láti fara fram nákvæma og undanbragðalausa könnun á því, hversu margar vinnustundir glatast sökum drykkjuskapar 1 þessu landi — og það jafnt á háum stöðum og lágum. —VS. llUINN SUNNUDAGSBLAÐ 543

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.