Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Side 16
Uppkaf pófítískrar
verkalýðshreyfíng-
ar / Danmörku
fyrír hundrað árum
„Mér er næst að trúa því,
Danmörk verði fyrsta landið
í Norðurálfu, þar sem hugsjónir
okkar koma til varanlegrar fram-
kvæmdar“. Svona bjartsýnn var
frumherji sósíalismans í Dan-
mörku fyrir hundrað árum. Hann
hét Louis Pio, og þessi orð hans
eru sótt í bréf, sem hann skrifaði
Friedrich Engels, öðrum höfundi
kommúnistaávarpsins, árið 1872.
Það skerti ekki bjartsýni hans, að
hann var í einangrunarklefa í fang-
elsi í Kaupmannahöfn, sakaður um
landráð og gat átt dauðarefsingu
eða ævilanga fangavist yfir höfði
sér. Þeir menn, sem svo eru sigur-
reifir, eru aðdáunarverðir. En spá-
dómur hans var ekki á rökum reist
ur. Það hefur Engels sennilega
fengið grun um, er hann frétti úr-
slit þjóðþingskosninga, sem fóru
fram í Danmörku litlu síðar. Louis
Pio hafði boðið sig fram í fjöl-
mennasta verkamannakjördæmi
höfuðborgarinnar, og þrátt fyrir
píslarvætti sitt, hlaut hann aðeins
199 atkvæði. Þá var að vísu kosn-
ingaréttinum þrengri skorður sett-
ar en nú. Samt sýndi þetta, að
auðvaldið danska stóð traustum fót
um.
Miklu nær sannleikanum komst
Louis Pio í öðru bréfi, sem smygl-
að var úr landi: „Ég vona, að for-
dæmi mitt hafi svo mikil áhrif hér
í Danmörku, að sósíalisminn festi
rætur til frambúðar".
Og nú, árið 1971, minnast Danir
þessa frumherja og tveggja nán-
ustu samstarfsmanna hans, Har-
alds Brix og Páls Geleffs, sem
stofnuðu danskan sósíalistaflokk
fyrir hundrað árum og ruddu eig-
inlegri verkamannahreyfingu
braut í landinu. í rauninni eru
þessir þrír menn einnig nokkurs
konar launfeður flestra þeirra
samtaka, sem skipa sér í fylkingu
vinstra megin á stjórnmálasviðinu í
Danmörku, hvort sem þau gangast
fyllilega við því eða ekki. Eigi að
síður er trúlegt, að Pio nvyndi nú
kunna betur við sig í liópi þess
fólks, sem efnir til mótmælaað-
gerða á götum úti en rótgróinna
verkalýðsforingja, sem margir eiga
orðið lítið af því lundarlagi, sem
leggur allt í sölurnar. Það er
meira að segja hæpið, að hinir
ströngu, þaullesnu marxistar
féllu honum sérlega vel í geð. Að
minnsta kosti myndu þeir Pio og
félagar hans bregðast ókunnug-
Iega við þeirri kenningu, að frels-
un verkalýðsstéttarinnar verði að
vera verk hennar sjálfrar.
Pio og Geleff voru báðir úr hin-
um fátækari hluta miðstéttanna,
og hvorugur þeirra var sérlega
PIO LOUIS
— ein af götum Kaupmannahafnar ber
nú nafn hans.
mikill hugmyndafræðingur. Þaðan
af síður gátu þeir talizt til raun-
særra stjórnmálamanna.
Faðir Pios var um skeið í danska
hernum og hafði náð höfuðs-
mannstign, en var sviptur henni.
Eftir það vann hann fyrir fjöl-
skyldu með því að kenna hljóð-
færaleik. Afi Pios háfði í æsku þótt
efnilegur leikari og ballettdansari
í Konunglega leikhúsinu, en var
bolað þáðan burt af ófyrirleitnum
keppinautum og varð upp úr því
kunnur danskennari. Hvorugur
þeirra feðga gleymdi því ranglæti,
sem þeir höfðu verið beittir, og
gremjan gekk í arf til beggja sona
Pios höfuðsmanns.
Eldri drengurinn brást þann-
ig við, að hann reyndi eftir megni
að olnboga sig áfram í borgaralegu
þjóðfélagi. Hann kvæntist dóttur
ríks jarðeiganda af aðalsættum,
sem meira að segja var fjármála-
ráðherra Dana, og varð að lokum
skólameistari í Borgaradyggðaskól-
anum, hlaðinn heiðursmerkjum og
titlaður prófessor. Pio, sem var all-
miklu yngri, var settur til náms í
viðhafnarmesta latínuskóla Kaup-
mannahafnar, Metropólítanskól-
ann, en fylgdi ekki fordæmi bróð-
ur síns né uppfyllti vonir foreldra
sinna. Hann gerðist brotlegur við
sbólareglurnar og var látinn sæta
544
TÍMINN
SUNNUDAGSBLAÐ