Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Qupperneq 7
af hraustum mönnum, sem mættu
eiga von á því, að þar færi eng-
inn að kalla á lögregluna, þótt
menn flygist þar á svona í sak-
leysi og að gamni sínu.
Þeir Skapti fóru svo aftur inn
í innra herbergið, þvoðu sér og
hagræddu fötum sínum. Kom það
sér nú vel að þeir höfðu hengt
upp frakkana, því að vesti þeirra
og skyrtur voru mjög rifin, og
sömuleiðis buxurnar. „Að neðan
var varla tætla á mér,“ sagði
Skapti, og varð hann að fá lánað-
ar buxur hjá húsráðanda. Lárus
hafði sloppið skár hvað buxurnar
snerti og gat gengið heim í þeim,
sem hann var í, en liann hafði
fengið sár á höfðinu, sem þó var
ekki mikið. Skapti hafði engin sár,
nema hvað hann hafði flumbrazt
lítið eitt á annarri hendinni".
Sigfús Blöndal segir svo að þetta
hafi leitt til lykta um alla misklíð
og bardaga milii slátrara og stúd-
enta, og þeir sem meiðsli höfðu
hlotið, höfðu verið hreyknir yfir
því að hafa átt þátt í „slagnum
fræga í kjallaranum í Ráðhús-
stræti“.
Bardaginn í skóginum.
Skapti Jósepsson kvæntist í
Kaupmannahöfn árið 1867 og bjó
þar um nærfellt fimm ára skeið.
Hann bjó utan við miðbæ Kaup-
mannahafnar. Gat hann stytt sér
leið heim tíi sín, með því að fara
eftir vegi, sem lá í gegnum skóg.
Ekki þótii þá alitaf dælt að vera
þar einn á ferð og sízt af öllu eft-
ir að dimma tók. Skapti lét það
ekki aftra sér, en hélt glaður og
reifur heim á leið eftir skógar-
brautinni.
Ekki hafði hann gengið lengi,
er hann mætti tveim mönnum, er
gerðu sig líklega til að stöðva
hann, og sögðust ekki víkja úr
vegi fyrir einum íslenzkum asna.
Skapti svaraði því til, að hann
mundi ekki víkja fyrir tveimur
dönskum. Enda skipti þá engum
togum, að þeir hvíldu sitt hvoru
megin vegarins. Litlu síðar mætti
hann öðrum tveimur. Fóru þar
orðaskipti og athafnir á sömu leið
og fyrst. Enn heldur Skapti áfram
og enn mætir hann tveim mönn-
um. Viðskipti þeirra verða á sömu
leið og hinna fyrri.
Nú liggta sex í valnum, en þeir,
er fyrst voru slegnir niður, eru nú
að byrja að rísa á fætur og gera
sig líklega til að veita Skapta eft-
irför. t sama mund sér Skapti, að
aðrir sex koma á móti honum.
Leizt honum nú ekki sem bezt á.
Færði haun sig út af veginum og
hugðist láta stórt tré hlífa sér að
baki. Fór því næst að leita í vös-
um sínum, hvort þar væri ekkert,
sem komið gæti honum að haldi.
Jú, hann finnur heljarmikiníi port-
lykil í vasa sínum. í sama mund
sér hann, að hinir fyrstu eru að
gera sig líklega til að sækja að
honum af veginum. Þá taídi
Skapti, að komið hefði á sig ber-
serksgangur. Hafði hann þá stokk-
ið aftur út á veginn og greiddi
þeim nú enn þyngri högg með
lyklinum. Eftir harða viðureign og
mikla aflraun var svo komið að
lokum, að allir tólf árásarmenn-
imir lágu í valnum. Var þá frabki
Skapta í tætlum og hann búinn að
fá glóðarauga. Einnig var hann orð
inn ærið þreyttur og móður. Hann
hraðaði því för sinni af staðnum
sem mest hann mátti nokkuð út
í skóginn. Þar hneig hann niður,
yfirkominn af þreytu og mæði. Þá
sagðist hann hafa verið svo mátt-
fárinn, að hann hefði ekki getað
varið sig, ef þeir þá hefðu fundið
sig. Hann heyrði þá vera að leita
að sér báðu megin vegarins, en
það vildi honum til lífs, að þeir
leituðu ekki nógu langt inn í skóg-
inn. Ekki var hann í nokkrum vafa
um það, að þeir hefðu drepið sig,
ef þeir þá hefðu fundið sig. Þá
var hann svo máttlaus, að allleir’i
varð hann að hvílast, áður en
hann treystist til að halda heim.
Morguninn eftir kom yfirlög-
regluþjónn, sem var kunningi
Skapta, heim til hans. Spurði hann
TÍMINN
SUNNUDAGSBLAÐ
535