Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Page 12
aðrir. Aftur á móti er fjölhæfni
hans slík, að af honum hefði mátt
gera marga menn. Það kannast
flestir við Sveinbjörn í Ofnasmiðj-
unni, en hitt er fráleitt, að allir,
sem telja sig þekkja hann, viti
hvað „undir hans stakki býr“
Hann er frumlegri og fjölbreytt-
ari persónuleiki en svo. Ég hef
meira að segja orðið þess var, að
ýmsir, sem segjast þekkja Svein-
björn Jónsson, vita ekki einu sinni
deiii á ytra æviferli hans, hvað þá
meira. Úr því atriði verður reynt
að bæta lítillega í eftirfarandi
spjalli.
— Hvar ertu fæddur, Svein-
björn. spyr ég.
— Ég fæddist í Syðra-Holti í
Svarfaðardal ellefta febrúar árið
1896. Foreldrar mínir voru Jón
smáum stíl, hin næstu ár. Faðir
minn lagði samt ekki smíðar sín-
ar á hilluna, þótt hann væri nú
orðinn búandi á nýbýli. Hann ferð-
aðist um sveitina og smíðaði víða,
bæði utan húss og innan. Af hús-
um, sem hann smíðaði má nefna
íbúðarhúsið á Dæli, og einnig var
hann hinn hagasti maður við smíði
húsgagna Hann renndi rokka og
kertapípur og mrgt fleira.
Árið 1903 keyptu foreldrar mín-
ir Þóroddsstaði í Ólafsfirði, og
þangað fluttumst við þá um vorið.
— Þar hefur þú svo verið það
sem eftir var uppvaxtaráranna?
— Já. Ég ólst upp á Þórodds-
stöðum til tvítugs aldurs. Þá sigldi
ég til útlanda.
— Hvert fórstu?
— Ég fór til Noregs.
WSSS2P
EBfl
!ygvitsmaÖur? athafna-
maður, hugsjónamaður
Það er fornt spakmæli, að cng-
inn viti hvað undir annars stakki
býr. Engir tveir menn eru eins, og
þá er heldur engin furða, þótt
margur falli í þá gröf að misskilja
náungann, því ekki eru allir svo
skapi farnir, að þeir hafi lyst á
þvi að auglýsa hugrenningar sínar
opinberlega.
Einkum held ég, að miklir at-
hafnamenn eigi á hættu að vera
misskildir. Ef menn skara fram úr
á einhverju sviði, andlegu eða ver-
aldlegu, hættir mörgum til — þótt
grunnfærnislegt sé — að álykta
sem svo, að þarna séu þeir allir.
Að þeir hafi ekki upp k annað að
bjóða en það, sem blasir við hvers
manns augum.
Þessar hugleiðingai ekki af
því sprottnar, að ég telji að við-
mælandi minn i dag hafi orðið að
þola meiri misskilning en margir
Þórðarson smiður og kona hans,
Sigríður Jónsdóttir. Ég var það
pasturslítill, þegar ég fæddist, að
ekki þótti rétt að bíða eftir því,
að presturinn skryppi til Akureyr-
ar, svo sér Kristján Eldjárn. afi
og alnafni forseta íslands, skírði
mig hraðskírn við sæng móður
minnar, I baðstofunni í Syðra-Holti.
Faðir minn var búlaus um það
leyti sem ég fæddist, en stundaði
smíðár hingað og þangað um sveit-
ina. Hafði hann og verkstæði í
gamalli og virðulegri hreppstjóra-
stofu í Syðra-Holti. Og þegar ég
fæddist, vann hann að smíði nýrr-
ar brúar yfir Skíðadalsá.
— Ólst þú upp í Syðra-Holti?
— Nei. Þegar ég var eins árs,
byggðu foreldrar mínir sér nýbýli
úr Hnúkslandi i Skíðadal og. köll-
upu hina nýju jörð sína Hlíð. Þar
stnnduðu þau búskap, að vísu í
— Og þú hefur auðvitað ætlað
að nema byggingariðnað, eins og
ætt þín og uppeldi bentu til?
— Já. En að vísu var ég búinn
að nema nokkuð í þeim iðnum
hjá föður mínum. Meðal annars
byggði ég með honum eitt af
fyrstu steinhúsunum á Norður-
landi. Það var íbúðarhúsið okkar,
heima á Þóroddsstöðum. Við
byggðum það árið 1913. Og sum-
arið 1915 byggði ég lítið íbúðarhús
í Ólafsfirði upp á eigin spýtur.
— Hvernig var að vera nú kom-
inn til Noregs?
— Mér likaði ágætlega þar. Ég
gekk á tækniskóla í Oslo og stund-
aði jafnframt verklegt nám. Meðal
annars vann ég við smíði stein-
steyptra skipa. Hygg ég, að það
séu hin einu steinskip, sem smíð-
uð hafa verið í heiminum, enda
var þetta nánast tilraun. Eftir að
540
T I M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ