Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Blaðsíða 13
Sveinbjörn Jónsson í Ofnasmiöjunni. ég hafði lokið námi í tækniskólan- um stundaði ég sérnám í stein- steypufræðum, og síðasta árið var ég aðstoðarmaður bygginga- meistara. Varð það nám und- irstaða mín við þær bygginga- framkvæmdir, sem ég tókst á hendur, þegar heim til íslands kom. — Hvenær komst þú heim aft- ur? — Árið 1920. — Þá hefur víst verið nóg hér að gera fyrir byggingafróðan mann? — Já, verkefnin voru næg, ekki sízt á æskustöðvum mínum á Norð urlandi. Þegar ég nú lít til baka til þess- ara ára, finnst mér ótrúlegt, hve mér var trúað til margháttaðra byggingaframkvæmda. Á næstu árum gerði ég uppdrætti og hafði forystu um byggingu fjölmargra húsa út steinsteypu, bæði venju- legra íbúðarhúsa og útihúsa á sveitabæjum. Fjárhús, hlöður, jafnvel vatnsleiðslur — allt þetta og fleira var ég beðinn að sjá um. Gömlu steinbryggjuna í Ólafs- firði byggði ég árið 1921. Eru það fyrstu steinker í sjó, sem gerð voru á íslandi. Ég verð að játa, að ég undrast það nú, að menn skyldu þora að ráðast í þessar framkvæmdir — og ég skyldi ráð- ast í að taka þær að mér. En ég er nú með þeim ósköpum gæddur að hafa mestan áhuga á því, sem illmögulegt er að framkvæma, enda sé ég nú, að margt hefði þurft að takast betur. — Nú, en þetta hefur þó allt gengið slysalaust, bryggjugerð og annað? — O-já. Það gekk slysalaust. Við héldum dálitla veizlu, þegar bryggjugerðinni var um það bil að ljúka, og blessaðir gömlu Ólafs- firðingarnir mínir voru fjarska- lega glaðir, þegar þeir voru að losa drekkhlaðna fiskibátana sína við nýju bryggjuna. Á stríðsárunum síðari aðstoðuð- um við Höskuldur Baldvinsson, verkfræðingur í Reykjavík Ólafs- firðinga við að koma sér upp raf- veitu og hitaveitu. Strax eftir heim komuna fékk ég áhuga á nýtingu jarðhitans til húshitunar og hitaði 2—3 bóndabæi í Eyjafirði með laugavatni. Sumt af því þóttu galdr ar, en ekki veit ég annað en þau verk hafi veitt mörgum blessun. Næst er þess að geta, að árið 1925 byggðum við hjónin nýbýli í Kaupangslandi í Eyjafirði og nefndum það Knarrarberg, því þar í landareigninni var festarklettur þeirra, landnámsmannanna ,ey- firzku. Þar settum við svo saman heimili. Konan mín, Guðrún Þ. Björnsdóttir fá Veðramóti, sem er fyrsta lærða garðykjukonan á ís- landi, sá auðvitað um ræktunina og búskapinn, en ég stundaði iðn mina. — Þú hefur auðvitað haft meira en nóg að gera á þeim vettvangi. — Já, ekki vantaði það. Ég var fulltrúi húsameistara rikisins við byggingu Kristneshælis, það var byggt árin 1926 og 1927. Á árun- um í kringum 1930 byggði ég hús Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri. Það verk stóð yfir í tvö ár. Jafn- framt sá ég um byggingu verzlun- arhúss Kaupfélags ísfirðinga og slátur- og frystihúss Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík. — Þessu hafa þá fylgt mikil ferðalög? — Já, ég ók mótorhjóli, fyrstur manna yfir mörg fjöll á Norður- landi, Vaðlaheiði, Hólsfjöll og Stóra-Vatnsskarð. Ég var mikið á ferðinni. Mest var starf mitt fólg- ið í uppdráttum og eftirliti. Kreppuárin eftir 1930 voru erfið byggingarmönnum á Norðurlandi, eins og hér fyrir sunnan. Og þá var það, sem ég fór að hugsa um iðnað. Stofnaði ég þá lítið iðnfyr- irtæki á Akureyri, sem ég nefndi Iðju. Framleiddi ég þar amboð úr alúmíni, skúriduft úr vikri og blómsturpotta. Ég tók á leigu gamla hesthúsið í Karclínerest og var þar til húsa með starfsemi mína. — Karolínerest — hvað er það nú eiginlega? — Það var gamla hesthúsið og ferðamannamiðstítðin, sem TÍMINN SUNNUÐAGSBLAÐ 541

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.